Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 ✝ Sigríður Páls-dóttir, hjúkr- unarfræðingur, fæddist 13. janúar 1953 í Reykjavík. Hún lést 8. júní 2015 á gjörgæslu- deild Landspítala í Fossvogi. Foreldrar Sig- ríðar voru hjónin Páll Rúnar Jóhann- esson og Ragnheið- ur Guðríður Guðráðsdóttir. Systkini hennar eru Margrét Pálsdóttir og Jóhann Ragnar Pálsson. Sigríður giftist Garðari Kjartanssyni 31. maí 1974. Þau slitu samvistum og skildu árið 1996. Börn Sigríðar og Garðars eru 1) Helga Garðarsdóttir, f. 24. október 1975, hjúkr- unarfræðingur og MS í heilsu- hagfræði, gift Jóhanni Gylfa Kristinssyni flugstjóra, og 2) Grímur Alfreð Garðarsson, f. 3. janúar 1979, framkvæmdastjóri, giftur Helgu Árnadóttur versl- unareiganda og rekstraraðila Vero Moda í Montreal Kanada. Sigríður lætur eftir sig fjögur barnabörn, þau eru Harpa Jó- hannsdóttir, f. 2.4. 2002, Thelma Jóhannsdóttir, f. 19.8. 2005, ingar á sumrin úti á landi s.s. á dvalarheimilinu á Vík, sjúkra- húsinu Hornafirði, Heilbrigð- isstofnuninni á Hvammstanga og á Seyðisfirði. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í fullu starfi, m.a. á líknardeildinni á Landakoti, Taugadeildinni á Landspítala í Fossvogi, Rétt- argeðdeildinni á Sogni, hjá Mið- stöð Heimahjúkrunar í Reykja- vík og sem deildarstjóri á Vífils- stöðum. Árið 2003 fékk hún leyfi frá störfum og stofnaði fyr- irtækið Harpa Hjúkrun sf. og gerði samning við Landspítala um að reka biðdeild fyrir aldr- aða í níu mánuði til að brúa bil fyrir aldraða einstaklinga þar til að Vífilsstaðir opnuðu í janúar 2004. Frá árinu 2009 hefur hún starfað á smitsjúkdómadeild A7, Landspítala Fossvogi. Sigríður hafði mikinn áhuga á hverskyns félagsstörfum. Hún var félagi í Zontaklúbbnum Emblu frá árinu 2008 til 2014. Hún var í Félagi Stjórnenda í Öldrunarþjónustu, FSÍÖ, sam- hliða starfi sínu sem deild- arstjóri á Vífilstöðum. Auk þess var hún kórfélagi í Kvennakór Garðabæjar á árunum frá 2009 til 2013. Haustið 2012 var hún vígð inn í Frímúraregluna Bald- ur. Útför Sigríðar fer fram frá Vídalínskirkju Garðabæ í dag, 19. júní 2015, kl. 11. Marta Grímsdóttir, f. 29.4. 2007 og Ró- bert Grímsson, f. 28.2. 2013. Sigríður ólst upp í Smáíbúðahverfinu og gekk í Breiða- gerðisskóla og Réttarholtsskóla. Á árunum frá 1973 til 1988 starfaði Sig- ríður sem ritari, fyrst hjá Ríkisend- urskoðun, svo hjá Fiskifélagi Ís- lands og síðan á Fasteignamark- aðnum á Óðinsgötu. Árið 1990 lauk Sigríður sjúkraliðanámi og síðan stúdentsprófi frá Fjöl- brautarskólanum í Breiðholti. Sigríður hóf nám í hjúkrunar- fræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BS-prófi árið 1997. Sigríður hélt áfram mennta- veginn og lauk viðbótarnámi í krabbameinshjúkrun og líknar- meðferð vorið 1999. Auk þess sem hún lauk námi í stjónun og rekstur í heilbrigðisþjónustu hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands febrúar 2001. Sig- ríður var með víðtæka reynslu og sérþekkingu sem hjúkrunar- fræðingur. Hún vann við krabbameinshjúkrun, líknandi meðferð og tók að sér afleys- Elsku fallega mamma mín. Ég er alltof ung til að skrifa minn- ingargrein um þig. Ég hef enga reynslu af svona og það að skrifa mína fyrstu minningargrein um þig, mína bestu vinkonu og mömmu, er alltof erfitt. Síðustu dagar upp á spítala hafa þó verið þeir allra erfiðustu í mínu lífi, dagar þar sem ég hélt fast í hönd þína og hvíslaði að þér að allt yrði í lagi, dagar þar sem ég hélt ennþá fastar í hönd þína og bað þig um að vakna og síðan tóku við dagar þar sem ég vissi að þú myndir ekki vakna og þá kyssti ég þig og hvíslaði að þér að þú mættir fara því allt yrði í lagi. Þrátt fyrir þessa rússíbanareið þá gat ég líka glaðst, hlegið og rifjað upp góðar og skemmtilegar minningar. Minningar sem ég og þú eigum saman. Ég veit að ég er ef til vill ekki búin að átta mig á því að þú sért farin frá okkur. Því þú kemur upp í huga mér í hvert sinn sem ég þarfnast einhvers, hvort sem það er hlustun, ráðleggingar eða hvatning. Þú hefur alltaf verið við hlið mér og ég hef einhvern vegin alltaf getað leitað til þín. Í leit að einhverju sem þú hafðir skilið eftir, þá fann ég dagbæk- urnar þínar. Ég hafði ekki hug- mynd um að þú skrifaðir dagbók og ég held að enginn af okkur hafi vitað það. Þessar dagbækur eru því ómetanlegur fjársjóður. Það er eins og þú hafir skrifað þessar dagbækur sem bæði minning um þig og þitt líf og með ákveðinn boðskap í huga sem er þakklæti. Þú skrifar um alla í kringum þig af virðingu, þakk- læti og ást. Öll mín ár þá hefur þú hvatt mig áfram á jákvæðan og ein- hvern veginn ótrúlegan máta. Aldrei skammaðir þú mig eða Grím bróður þegar við vorum lít- il. Aldrei gagnrýndir þú það sem við systkinin gerðum eða sögð- um. Þú talaðir alltaf um okkur systkinin eins og við værum flottustu börn í heimi, ættum bestu börn í heimi og værum dásamlega gift. Það eina sem þú hefur ráðlagt mér um að gera betur er að hugsa meira um hann Jóa minn, strjúka honum, hrósa honum og veita honum meiri at- hygli. Við höfum oft hlegið af þessum ráðleggingum þínum. Þú hefur verið fyrirmynd mín á svo margan hátt, sem hugrökk, sjálfstæð og sterk manneskja, sem móðir og sem fagmanneskja í starfi. Það er ekki að ástæðu- lausu að ég valdi þennan dag sem útfaradaginn þinn. Í gegn- um árin hefur þú haldið upp á þennan dag, kvenréttindadaginn og fæðingardaginn minn, kvennafrídaginn og ávallt minnt mann á mikilvægi og tilgang þessa daga í kvenréttindabaráttu íslenskra kvenna. Ég fetaði fótspor þín í nám í hjúkrunarfræði og að loknu nám- inu mínu þá unnum við saman um tíma á Taugadeildinni. Við vorum eins og systur á vakt hvor með sitt teymið og létum hlutina ganga upp í samvinnu. Við vor- um eins og systur þegar kemur að svo mörgu, t.d. fatavali. Klæddum okkur eins, því okkur fannst ekkert skemmtilegra en að kaupa okkur eins föt. Ef ég keypti mér eitthvað erlendis þá þurfti ég alltaf að kaupa tvennt af öllu, eitt fyrir mig og eitt fyrir þig. Nú finn ég fyrir einmanaleika og tómarúmi. Ég spila Fleedwo- od Mac og læt tárin renna. Ég elska þig fallega mamma mín. Þín dóttir, Helga Garðarsdóttir. Horfin er á vit feðra sinna ást- kær tengdamóðir mín, horfin langt um aldur fram. Óvænt frá- fall Sigríðar kom sem reiðarslag, enda hafði hún verið heilsu- hraust og alltaf hugað einstak- lega vel að líkama og sál. Síðustu dagar hafa einkennst af hryggð og fráfall hennar virðist óraun- verulegt. Engu fáum við um ráð- ið og maður er minntur á hve mikilvægt það er að njóta hverr- ar stundar með þeim sem manni þykir vænt um og skapa dýr- mætar minningar. Við fjölskyld- an eigum afskaplega fallegar minningar um Sigríði eða ömmu Diddý eins og hún er kölluð á okkar heimili. Á milli þess sem tárin trítla niður vangana þá get ég ekki varist því að brosa þegar ég rifja upp gamlar góðar stund- ir með Sigríði. Hún var afskap- lega skemmtileg kona, öflug í hinum ýmsu félagsstörfum og var vinamörg. Ég minnist með hlýju skemmtilegu utanlands- ferðanna okkar, ekki síst heim- sóknar hennar til okkar í Kanada síðastliðið sumar og sunnudags- kvöldverðanna okkar, en þá var oft kátt á hjalla og mamma mín og Sigríður iðulega miklir banda- menn í umræðum um menn og málefni. Hún var mikill bóka- ormur og hafði mikið til málanna að leggja og það var gaman að spjalla við hana. Sigríður var harðdugleg og umhyggjusöm og það kemur mér ekki á óvart að hún skuli hafa valið sér hjúkrun að ævistarfi. Á fertugsaldri tók hún sig til og gekk á ný mennta- veginn. Hún lauk stúdentsprófi, sjúkraliðanámi og hjúkrunar- námi og finnst mér það bera vott um mikinn dugnað og metnað. Eftir Sigríði liggja miklar fjöl- skyldugersemar sem eru okkur kærar en hún var mikil hann- yrðakona og við fjölskyldan nut- um góðs af myndarskap hennar. Hún var fagurkeri fram í fing- urgóma, við deildum miklum tískuáhuga og Sigríður var alltaf með puttann á púlsinum þegar kom að tísku. Mér finnst sárt til þess að hugsa að litlu börnin okkar Gríms fái ekki kynnast ömmu Diddý betur og njóta sam- verustunda með henni um ókomna tíð. Við Grímur munum sannarlega halda minningu hennar á lofti. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín. (Höf.ók.) Með trega í hjarta kveð ég í hinsta sinn góða konu og tengda- móður. Hvíl í friði. Helga Árnadóttir. Elsku Diddý. Ég veit nú varla hvernig ég á að byrja þessi skrif. Enda er maður hálf-dofinn eftir atburði síðustu daga. Oft voru þið Helga að grínast með að þið yrðuð 100 ára, eldhressar. Ekki eru margir dagar síðan að þú varst að gera planka eða standa á haus heima á Móaflötinni. Ekki hvarflaði að mér að þú myndir kveðja okkur svona snemma, svona alltof snemma. Ef ég horfi tilbaka þessi 16 ár síðan ég kom inn í fjölskylduna, þá er það kannski efst í huga mér þakklæti að hafa fengið tækifæri að kynnast þér og eiga með þér svo skemmtilegan tíma. Þú varst svo falleg kona, skemmtileg og hafðir svo þægi- lega nærveru. Aldrei varstu eitt- hvað að tuða í mér eða skamma mig. Heldur varstu svo jákvæð og skemmtileg. Oft hlógum við saman enda fannst þér gaman að hlæja og láta þér líða vel. Ég gæti nefnt margar skemmtilegar sögur enda af nógu að taka. Hvort sem það var spjall heima við eldhúsborðið eða eitthvað sem við gerðum saman. Allt eru þetta góðar minningar sem ég á og mun eiga. Líf okkar mun taka miklum breytingum núna. Breytingum sem eru okk- ur svo sárar og erfiðar. Tíminn einn mun leiða það í ljós hvernig okkur mun takast það. Þín verð- ur svo ótrúlega sárt saknað af okkur öllum. En eins og stelp- urnar okkar sögðu svo fallega „amma er alltaf svo fín og flott, alltaf í svo fínum fötum og svo skemmtileg. Svo er hún líka svo ungleg“. Ég held að ég geti ekki toppað þessa lýsingu. En margt get ég tileinkað mér úr þínu fari. Já- kvæðni og virðingu fyrir öllu fólki. Ég er ótrúlega stoltur að vera tengdasonur þinn. Guð geymi þig, Jóhann Gylfi. Elsku besta amma, við sökn- um þín óendanlega mikið. Þú varst besta amma í heimi. Alltaf skemmtileg og góð og alltaf til í að gera skemmtilega hluti með okkur. Ef við gistum heima hjá þér þá eldaðir þú alltaf uppáhalds- matinn okkar og oft máluðum við myndir með þér. Þegar þú komst heim til okkar í mat þá varst þú alltaf í stuði. Stundum náðir þú í púða og stóðst á haus fyrir okk- ur. Það var skemmtilegt því ömmur kunna yfirleitt ekki að standa haus, nema þú. Elsku amma, þú verður alltaf hjá okkur og við söknum þín rosalega mik- ið. Ömmustelpurnar þínar, Harpa og Thelma Jóhannsdætur. Elsku, elsku hjartans systir mín. Ekki hefði mig grunað að ég ætti eftir að skrifa minningar- grein um þig svona fljótt. Við átt- um eftir að gera svo margt sam- an, svona getur lífið verið ósanngjarnt. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég var litla systir þín, fjórum árum yngri en þú. Þegar ég fæddist ákvaðstu að ég ætti að heita Margrét og við því var orðið og var ég þér alltaf þakklát fyrir það, finnst það fal- legt nafn. Þú varst mér alltaf svo góð fyrirmynd í einu og öllu og ég leit alltaf upp til þín. Það var svo gott að leita til þín, þú gafst mér alltaf svo góð ráð ef ég þurfti á að halda. Svo þegar ég var þriggja ára og þú sjö þá eignuðust við bróður okkar, hann Jóa, og það var sama með hann. Þú varst alltaf svo góð stóra systir. Vegna fjölskylduaðstæðna þegar við vorum á unglingsaldri þurftum við að standa saman, hjálpast meira að en margur annar. Ég væri ekki sú sem ég er í dag ef þín hefði ekki notið við. Þú varst alltaf svo jarðbundin og dugleg. Kláraðir sjúkraliðann og svo hjúkrun en til þess að fá betra starf og hærri laun þá fórstu í nám í stjórnun. Fórst svo að vinna á Vífilsstöðum sem deild- arstjóri og þar voruð þið Dagný mín að vinna saman í nokkur ár. Einu sinni sagðir þú við mig að þú vildir búa með mér þegar við yrðum gamlar, einhverstaðar þar sem sólin skini alla daga því ég eldaði svo góðan mat og væri svo þrifin. Við ætluðum að borða mikið af ávöxtum og grænmeti og drekka gott rauðvín. Við ger- um það bara í sumarlandinu þeg- ar minn tími kemur. Ekki má gleyma hvað þú varst mikil kisu- kona, elskaðir kisur og vildir allt- af hafa tvær svo þeim leiddist ekki þegar þú varst að vinna eða sinna áhugamálunum. Þú hafðir líka gaman af handavinnu og varst alltaf með eitthvað á prjón- unum og naut ég góðs af því og margir aðrir. Allt var þetta svo vel gert og fallegt hjá þér. Blómaræktunin var mikið áhuga- mál og litlu svalirnar fullar af blómum og kryddjurtum. Hvar sem þú komst var eftir þér tekið, alltaf vel tilhöfð og smart. Gull- falleg og glæsileg. Kveð þig elsku systir með þessari litlu bæn sem þú kenndir mér þegar ég var lítil. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Elsku Helga, Grímur, tengda- börnin Jói og Helga og yndislegu barnabörnin, Harpa, Thelma, Marta og Róbert. Veit hvað hún systir mín var stolt af ykkur öll- um. Votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð geymi þig elsku systir mín. Margrét Pálsdóttir. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, elsku vinkona mín. Minningarnar hrannast upp og kalla fram tilfinningar sem erfitt er að lýsa. Ég er stolt af því að hafa átt þig sem vinkonu og þegar ég hugsa til þín þá kemur fyrst upp í huga minn vináttan, kærleik- urinn, traustið og tryggðin. Við erum búnar að vera vin- konur frá sjö ára aldri. Hófum okkar skólagöngu saman í Breiðagerðisskóla, síðan í Rétt- arholtsskóla og sátum alltaf sam- an. Við fórum í sumarbúðir í Vindáshlíð, unnum saman við ýmis störf á unglingsárum og seinna við okkar lífsstarf sem hjúkrunarfræðingar. Þegar við vorum 19 ára gaml- ar fórum við saman í lýðháskóla til Horsholm í Danmörku ásamt Hjördísi vinkonu okkar. Þar átt- um við vinkonurnar þrjár ógleymanlegar stundir þar sem margt var brallað. Við létum okkur dreyma og gerðum áætl- anir um framtíðina. Alltaf vorum við hressar, kátar og mjög sam- rýmdar. Við rifjuðum oft upp þessa skemmtilegu tíma og var þá mikið hlegið. Nú eruð þið báðar farnar yfir móðuna miklu og eftir sit ég hnípin og hugsa til þessara góðu stunda okkar. Diddý var einstök hannyrða- kona og byrjaði að prjóna og sauma sex ára gömul og var að allt lífið. Hún saumaði á okkur buxur þegar við vorum 14 ára því hún vildi að við værum eins vin- konurnar. Einnig hannaði hún og prjónaði mikið af peysum og kenndi mér að prjóna og er ég mjög þakklát fyrir alla leiðsögn- ina í prjónaskapnum. Ég lauk sjaldan við peysu án þess að láta hana leggja blessun sína yfir hana, þá vissi ég að þetta var vel gert. Hún var mjög laghent og gat sett upp ljós, borað og smíð- að og það lék allt í höndunum á henni. Sagði ég oft í gríni við fjöl- skylduna þegar mig vantaði iðn- aðarmann: „Ég tala bara við Diddý, hún getur örugglega gert þetta.“ Nú þegar langþráð sumar er í nánd og jarðargróðurinn vaknar af dvala verður mér hugsað til þín því þú hafðir ótrúlegt nátt- úrulæsi, svo allt blómgaðist og blómstraði í kringum þig. Þú hafðir sannarlega græna fingur. Það eru ótal minningar um skemmtilegar stundir sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín, m.a. öll ferðalögin okkar er- lendis er við stikuðum saman um stræti og torg. Ég fór með þér í þína fyrstu og einnig í þína síð- ustu utanlandsferð síðastliðið haust. Þá fórum við nokkrar vin- konur saman í frábæra stelpu- ferð til USA og var búið að ákveða að endurtaka aðra ferð í haust og hlökkuðum við mikið til. Glæsileiki einkenndi þig alla tíð og þú varst alltaf vel tilhöfð, fín og smart svo eftir var tekið. Það var alveg sama hvort þú varst að fara í vinnu, út að skokka, í kvöldverðarboð eða annað, alltaf varst þú mesta skvísan. Þú varst mamma og amma af guðs náð, elskaðir börnin þín og barnabörnin meira en allt annað og varst óendanlega stolt af þeim. Þegar ég lít til baka yfir 55 ára vináttu okkar er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að sem vinkonu. Það er gulls ígildi að eiga þessar góðu minningar um allt sem við höfum gert saman. Ég sendi ykkur, elsku Helga og Grímur, og fjölskyldum ykkar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð vera með ykkur í sorg- inni. Þín vinkona, Ragnheiður. „Nú þegar við kveðjum elsku- lega vinkonu leitar hugurinn ósjálfrátt aftur til fyrstu kynna. Við þrjár stefndum allar á fram- haldsnám eftir að hafa komið börnum okkar á legg og kynnt- umst í öldungadeild menntaskóla fyrir 25 árum síðan. Það er ekki sjálfgefið að eignast eilífðarvini en svo var í okkar tilviki. Þrátt fyrir að vera ólíkir persónuleikar náðum við strax vel saman. Metnaður til frekara náms tengdi okkur þrjár enn nánari böndum. Þó hugurinn stefndi að ólíkum sviðum innan háskólans vorum við duglegar að hittast reglulega yfir kaffibolla til að bera saman bækur okkar. Sigríð- ur var dugnaðarforkur, lét ekk- ert stoppa sig og taldi ekki eftir sér að vinna tvöfaldar vaktir sem hjúkrunarfræðingur til að láta drauma sína rætast. Eftir skiln- aðinn lét hún ekki deigan síga og tók hverri áskoruninni á fætur annarri, fór að læra golf, stund- aði sund af kappi, fór af fullum krafti í brids, og gekk í Zont- urnar og síðar í Frímúrararegl- una. Þegar heim var komið biðu Abyssinian-kisurnar tvær sem hún elskaði skilyrðislaust. Þær máttu allt og hún fyrirgaf þeim allt. Eftirminnileg eru árviss af- mælisboðin sem hún hélt þar sem bestu vinkonur hennar sam- glöddust með henni og fjörugar umræðurnar sköpuðust yfir góð- um kvöldverði. Sigríður stundaði heilbrigt líferni, var ákaflega vel á sig komin og glæsileg kona og því óskiljanlegt að hún skyldi í blóma lífsins falla svo skyndilega frá þar sem hún kenndi sér einskis meins. Þá sannreynist hið kveðna að enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Það kennir okkur að hver stund í lífinu er dýrmæt og allar minningar sem við áttum með henni eru ómetanlegar. Við kveðjum góða vinkonu með sorg og söknuði í hjarta og sendum börnum hennar og nánustu að- standendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Auður Inga og Hanna Birna. Elsku vinkona mín, hvað ég mun alltaf sakna þín, að vera saman og skiptast á allskonar skoðunum sem var alltaf svo gott. Þú hefur verið mín yndis- lega vinkona í mörg ár, allt frá því að ég flutti heim frá Amer- íku. Við áttum svo margar dýr- mætar og góðar minningar sam- an sem ég varðveiti og gott er að hugsa til. Við vorum með þá til- hlökkun að fara aftur til Wash- ington D.C. næstkomandi sept- ember, þangað sem við fórum í fyrra og þú, „Diddý“, óskaðir sérstaklega eftir því að við fær- um aftur á sama tíma og á sama stað vegna þessarar eftirminni- legu ferðar. Við vinkonurnar ætl- um að halda við planið, viss um að þú verður með okkur. Elsku vinkona, ég mun alltaf hafa þig í hjarta mínu. Elsku Helga, Grímur og fjöl- skylda, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna fráfalls Diddýar. Guð varðveiti ykkur og blessi. Margrét Irene Schwab. Nú er hún elskulega og fallega vinkona mín Sigríður búin að kveðja þessa jarðvist svo skyndi- lega og óvænt að manni finnst líf- ið ósanngjarnt. Ég kynntist Sigríði vinkonu minni árið 1996 þegar við unnum saman sem hjúkrunarfræðingar á Landakoti. Á milli okkar tókst Sigríður Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.