Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Eru jakkafötin hrein fyrir næsta viðburð? Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt gera þér grein fyrir því hversu góða vini þú átt. Vertu samúðarfull/ ur og reyndu að skilja sjónarmið hins að- ilans. 20. apríl - 20. maí  Naut Reyndu að finna leiðir til þess að fá út- rás fyrir sköpunarhæfileika þína. Hvernig væri að borða með fjölskyldunni reglulega, grilla saman og segja ýkjusögur? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver þér nákominn þarf á hjálp þinni að halda. Ef þú sundurgreinir fyrra samband er auðveldara að hafa núverandi aðstæður í lagi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Mundu að það eru tvær hliðar á hverju máli. Þér finnast allir á hraðferð í kring um þig og það veldur þér áhyggjum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að rannsaka hlutina betur áður en þú grípur til aðgerða því flas er ekki til fagnaðar. Reyndu ekki að skilja alla hluti, að- alatriðið er að standa styrkum fótum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru uppi deildar meiningar á vinnustað þínum. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónarsemi þína. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í stað þess að flýja heim vinnunnar, skaltu taka þér fimm mínútur fyrir djúpönd- un eða göngutúr í hádeginu. Allt lagast með tímanum. Hlustaðu á hjarta þitt því þar er svörin að finna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert smávegis utan við þig, því þú ert að velta því fyrir þér hvernig þér gangi. Þú ert kraftmikil/l og jarðbundin/n og setur mark þitt á umhverfi þitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum hefur þú orðið fyrir einhverju hnjaski í lífinu en það hefur bara gert þig að svalari týpu. Treystu á sjálfa/n þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig langar að kaupa eitthvað í dag vegna þess að þér finnst að þú verðir ein- faldlega að eignast það. Haltu þínu striki. Talaðu við einhverja nákomna þér um þær bætur sem þú vilt gera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú gætir neyðst til að fallast á málamiðlanir í dag því aðrir eru einhverra hluta vegna andsnúnir þér. Vertu ekki með neina eftirsjá því þú munt fljótt finna frelsi og frið. 19. feb. - 20. mars Fiskar Refsaðu ekki sjálfum/sjálfri þér því þú átt allt annað og betra skilið, þú þarft bara þinn tíma. Íhugun hjálpar manni að taka réttar ákvarðanir. Sigrún Haraldsdóttir birti þettafallega ljóð á Boðnarmiði og nefnir „Konan í bátnum bláa“. Eftir votum vegi undan landi lágu hljóðlátt far á fljóti stefnir eitt til austurs inn til fjarskans fjalla þræðir glitursgeisla aftanljóssins lága aggva kinnung kjassar Sundur kjölur klýfur vatnsins glæra gljáa árum mjúkt um mjakar kona í bátnum bláa Það er létt yfir limruhöfundum. Pétur Stefánsson yrkir: Er hitti ég Skúlu frá Skaganum skemmtum við okkur í haganum. Um bæinn með stæl nú stikar hún sæl með stærðarins fóstur í maganum. Hér kemur „garðyrkjumanns- limra“ eftir Davíð Hjálmar Har- aldsson: Ég runngróður rækta og þekki, á rósum mig spreyti sem hekki og frægt er mitt yrki af fjölstofna birki úr furu og gegnheilu tekki. Og enn yrkir hann: Það lét ekki lítið í snáða því Lúther var alveg að fáða er mótpartur hans og maki kvað „stans!“ sem tafði og truflaði báða. Ármann Þorgrímsson gefur af- komendum sínum þessa ábendingu, þegar þar að kemur. Að ungir deyi angrar mig ekkert verra þekki en þó gamlir gefi sig gráta skulum ekki. Ekkert verður af því tjón engir neinu tapa þó að gömul fari flón fyrir ættarstapa. Það er vafalaust sannleikskorn í þessari stöku Hjálmars Freysteins- sonar: Á tali slíku tek ei mark, tel mig geta sannað, að það sem sumir kalla kjark kunni að vera annað. Gömul vísa í lokin: Skömm er hér og skömm ei þver, skömm er nú í ráðum. Skömm er að þér og skömm er að mér, skömm er að okkur báðum Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Konan á bátnum og Skúla frá Skaganum Í klípu ,,ÉG VÆRI ALVEG TIL Í AÐ KRUKKA Í HEILANN Á ÞÉR. AUGLJÓSLEGA, SÁ SEM ÞÚ VALDIR ER EKKI AÐ VIRKA.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger ,,ÞÚ ERT MEÐ EGYPSKA FLENSU. ÞÚ VERÐUR MÚMÍA.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að ná góðu sambandi. KATTAR- MANÍA! GRÍPTU HANA! Í GÆR VAR BRÚÐKAUPSAFMÆLI HRÓLFS OG HELGU. HVAÐ GERÐI HRÓLFUR Í TILEFNI DAGSINS? HANN GLEYMDI ÞVÍ. Víkverji hefur lengi verið tals-maður þess að allir leikir í sömu umferð í efstu deild karla í fótbolta fari fram á sama tíma og sú skoðun hefur styrkst að undanförnu, ekki síst eftir skrif Víkverja gærdagsins. x x x Liður í því að fara á völlinn er aðhitta fótboltaáhugamenn, heyra stöðuna í öðrum leikjum og ræða hana við þá sem næst standa eða sitja. Það er því félagslegt mál að hafa alla leiki á sama tíma. x x x Fótboltaáhugamenn fylgjast flestirfyrst og fremst með sínu liði og aðeins þeir allra hörðustu, flestir með frímiða, fara á leiki annarra liða. Vissulega vilja þjálfarar, leik- menn og dómarar fá tækifæri til þess að sjá aðra leiki, en það er hægðarleikur fyrir þá að fá mynd- bönd af viðkomandi leik eða leikjum. x x x Í fótbolta eins og á öðrum skemmt-unum snýst málið ekki um fram- boðið heldur gæðin. Þegar vel geng- ur mætir fleira fólk á völlinn en þegar gengið er verra. Veðrið leikur þarna líka stórt hlutverk. x x x Allir vita hvernig veðrið er á Ís-landi, rok og rigning í dag og dúnalogn á morgun. Vegna þess hvað mótið er stutt er mikilvægt að öll lið sitji við sama borð og liður í því er að leikirnir fari fram á sama tíma við svipaðar aðstæður. x x x Illu heilli lýsir ríkisútvarpið ekkilengur leikjum og umfjöllun hjá Stöð 2 er í lokaðri dagskrá. Á móti kemur að KR-útvarpið lýsir öllum KR-leikjum og segir frá úrslitum annarra leikja auk þess sem allir leikir eru í opinni, beinni textalýs- ingu á mbl.is. Fyrir bragðið geta þeir, sem komast ekki á völlinn, fylgst með. Víkverji líkir því ekki saman hvað það er miklu skemmti- legra að fylgjast með öllum leikjum sömu umferðar í einu en einum leik, hvort sem er á vellinum eða með spjaldtölvuna við viðtækið heima í stofu eða uppi í rúmi. víkverji@mbl.is Víkverji En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. (2. Tím. 3:14.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.