Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is                                    ! "!  #$$  %# % #" # !$!" %#% &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %% " "# ##$ !$$ $$ % "  # !%"" %!$! "$ ! "$ ##" #$   % $"  !$ %# $ $ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jakobs Ásmundsson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, hefur gert samkomulag um starfslok. Eins og greint hefur verið frá í fréttum stefna Straumur og MP banki að samruna með haustinu, en stjórnir beggja fé- laga hafa sam- þykkt samruna- áætlun sem borin verður undir hlut- hafafundi á mánu- daginn. Gert hafði verið ráð fyrir að forstjórar félaganna tveggja yrðu báðir forstjórar í sameinuðum banka. Í tilkynningu segir Jakob hins veg- ar að hann hafi frá upphafi talið betra að hafa einn forstjóra í stafni bankans en ekki tvo. „Þess vegna kýs ég að stíga til hliðar á þessum tíma- mótum og óska ég bæði samstarfs- fólki mínu í Straumi og starfsfólki og stjórn sameinaðs banka alls hins besta.“ Jakob hefur starfað hjá Straumi í tíu ár, fyrst sem framkvæmdastjóri og síðustu tvö ár í forstjórastóli. Hann mun láta af störfum þegar samrunaferlinu verður formlega lokið. Jakob hyggst láta af störfum hjá Straumi Jakob Ásmundsson STUTTAR FRÉTTIR ... Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Ég vil virkja karla. Jafnrétti er efnahagsmál sem varðar bæði kon- ur og karla en er ekki einungis kvennamálefni,“ segir Halla Tómasdóttir í samtali við Morgun- blaðið, en hún er hugmyndasmiður- inn að ráðstefnunni Women Empo- werment (WE) sem hófst í Hörpu í gær. Hún hóf undirbúning ráðstefn- unnar í desember á síðasta ári og eru þátttakendur á ráðstefnunni alls staðar að úr heiminum, meðal annars frá Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Sviss og Mexíkó. Halla segir að það sé líklega einstakt í umræðu um jafnréttismál að saman komi svo breiður hópur karla og kvenna úr áhrifastöðum, en á ráð- stefnuna mættu meðal annarra for- sætisráðherra, fjármála- og efna- hagsráðherra, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, utanríkisráðherra og innanríkisráðherra ásamt fjölda forstjóra og stjórnarmanna ís- lenskra og erlendra fyrirtækja. Hún telur það mikilvægt að fá karla og konur úr áhrifastöðum saman því að það sé lykillinn að því að ná frekara jafnrétti; þetta sé fólkið sem geti tekið ákvarðanir um breyt- ingar. Jafnrétti er efnahagslegt mál En hvaða þýðingu hefur það að halda ráðstefnu sem þessa á Ís- landi? „Ég held að það hafi bæði áhrif inn á við og út á við. Ísland hefur síðustu sex árin verið fremst meðal þjóða í jafnrétti og það er örugglega lykill að efnahagslegum árangri okkar. En ef við viljum vera áfram í forystu, bæði efnahagslega og viðskiptalega, þurfum við að sameinast um að klára þetta því að enn vantar upp á jafnréttið. Alþjóð- legir aðilar horfa mikið til forystu okkar í þessu máli. Í mínum huga getur Ísland sinnt forystuhlutverki meðal þjóða í þessum málaflokki því að þetta er nokkuð sem við gerum mjög vel og eigum skuldlaust.“ Halla bætir við að jafnrétti sé mjög mikilvægt efnahagslegt mál fyrir samfélagið. „Þetta getur verið tæki- færi fyrir okkur að komast á kortið fyrir hluti sem nánast allar þjóðir eru að reyna að gera betur. Margir horfa til okkar og mun fleiri en við gerum okkur sjálf grein fyrir.“ Hún segir að margt bendi til þess að þegar við hættum að tala um jafnrétti gleymum við okkur á verð- inum og hlutirnir eigi á hættu að falla aftur í sama farið. „Ráðstefnan er liður í því að viðhalda umræð- unni. Það hefur vissulega verið mik- ill kraftur í umræðu kvenna og við höfum komist langt en til að komast lengra er mikilvægt að karlar og konur tali saman um þetta.“ Lagarde segir tækifæri glatast Í ávarpi Christine Lagarde, framkvæmdastjóra Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, í upphafi ráðstefn- unnar kom fram að huga þyrfti að tvennu til að minnka bilið milli karla og kvenna. Annars vegar að hægt væri að ná umtalsverðum efnahags- legum ávinningi þegar konur tækju þátt í vinnumarkaðnum og hins veg- ar að skapa þyrfti lagaramma til að jafna tækifæri kynjanna. Hún sagði að með því að fá fleiri konur á vinnu- markaðinn væri hægt að hraða hag- vexti umtalsvert, en um einn millj- arður kvenna á vinnualdri er ekki þátttakendur í atvinnulífinu. Hún nefndi sem dæmi lágt hlutfall kvenna á vinnumarkaði í Austur- Asíu, Mið-Austurlöndum og Afríku, til samanburðar við 80% kvenna á Íslandi. Þá hefði nýleg rannsókn Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins sýnt að ef lagalegar hindranir væru afnumdar þannig að konur gætu verið þátt- takendur á vinnumarkaði myndi það leiða til vaxtar í landsfram- leiðslu. Jafnrétti karla og kvenna væri því ávinningur fyrir alla. Hagvöxtur verður meiri með þátttöku kvenna Morgunblaðið/Árni Sæberg Jafnrétti Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ávarpaði ráðstefnugesti í Hörpu í gær.  Framkvæmdastjóri AGS segir jafnrétti karla og kvenna skapa ávinning fyrir alla Leikjaframleiðandinn CCP hefur gert samkomulag um að flytja starfsemi sína á Íslandi í nýbygg- ingu sem mun rísa á svæði Vísinda- garða Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Samkomulag þess efnis var und- irritað í gær af Hilmari Veigari Péturssyni, framkvæmdastjóra CCP, Kristínu Ingólfsdóttur, rekt- or HÍ, og Hilmari Braga Janus- syni, stjórnarformanni Vísinda- garða. Skrifstofur CCP verða í nýbygg- ingu sem áætlað er að reisa við Sturlugötu 6, en fyrirtækið er með starfsstöðvar í fjórum löndum. Reykjavíkurborg hefur skuldbund- ið sig til þess að úthluta Háskól- anum lóðinni, en Háskólinn hefur falið Vísindagörðum umsjón með uppbyggingu á henni. Í nýbygging- unni verður gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fleiri nýsköpunarfyrirtæki sem falla að stefnu HÍ um rann- sóknir og nýsköpun og aukin tengsl við íslenskt atvinnulíf. Auk samninga um byggingar- framkvæmdir, lóðarleigu og bygg- ingarrétt er stefnt að víðtæku sam- starfi CCP og Háskóla Íslands sem lúta mun að kennslu, rannsóknum og nýsköpun á starfssviði CCP. Sony kynnir nýjan leik CCP Þá greindi CCP frá því í gær að nýr leikur fyrirtækisins, EVE Valkyrie, hefði verið kynntur á að- alkynningu Sony á E3, einni stærstu leikjaráðstefnu heims sem nú stendur yfir. Leikurinn er jafn- framt hluti af sýningarbás Sony á ráðstefnunni. EVE Valkyrie verður fáanlegur fyrir Morpheus-sýndar- veruleikabúnað Sony á PlayStation 4 og Oculus RIFT-sýndar- veruleikabúnað fyrir PC-tölvur. CCP Frá undirritun CCP og Vísinda- garða um flutning í Vatnsmýri. CCP flytur í Vatnsmýrina  Sony kynnti nýj- an leik fyrirtækis- ins á E3 í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.