Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 2
Ljósmynd/Alexandr Murashkin Eplatré Friðrik Þór mundar skófluna við gróðursetningu í Rússlandi. Friðrik Þór Frið- riksson kvik- myndaleikstjóri er nýkominn til landsins frá Rússlandi, þar sem hann sat í dómnefnd kvik- myndahátíðar- innar Tarkovsky Fest. Hátíðin er haldin til heiðurs kvikmyndaleik- stjóranum Andrei Tarkovsky, en í henni taka þátt kvikmyndir sem eru í anda og stíl rússneska leikstjór- ans, sem lést árið 1986. Á hátíðinni var Friðrik sæmdur mestu viður- kenningu ferilsins, að eigin mati. „Viðurkenningin fólst í því að fá að gróðursetja eplatré í garði Tarkov- skýs heitins,“ segir Friðrik, en fyrsta eplatréð gróðursetti gríski kvikmyndaleikstjórinn Theo Ange- lopúlos árið 2005. Átta kvikmynda- leikstjórar eiga nú tré í garðinum, en þeir eiga það sammerkt að fylgja stíl Tarkovskýs. „Nú er hríslan mín komin þarna niður og verður svo merkt mér eftir tvö ár, þegar hún ber ávöxt,“ segir Friðrik, ánægður með heiðurinn. jbe@mbl.is „Stærsta viður- kenning ferilsins“  Gróðursetti tré í garði Tarkovskýs Friðrik Þór Friðriksson 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hátíðarfundur Alþingis í tilefni af 100 ára af- mæli kosningaréttar kvenna hefst klukkan 11.00 í dag. Bein útsending verður frá fund- inum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Málverk af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu konunni sem kjörin var til setu á Alþingi, hefur verið fært inn í fundarsal Alþingis í tilefni dagsins. Fyrrverandi þingkonum, alls 58, sem tekið hafa fast sæti á Alþingi og eru á lífi er sér- staklega boðið til fundarins. Sæti verða fyrir gestina í sal efri deildar. Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, mun setja fundinn og flytja ávarp. Síðan hefst síðari umræða um tillögu til þingsályktunar um Jafnréttissjóð Íslands. Fulltrúar allra flokka munu taka til máls og síðan verður at- kvæðagreiðsla. Þegar búið verður að afgreiða tillöguna mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytja ávarp. Kvennakórinn Vox feminae syngur á hátíðarfundinum undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Eftir þingfundinn fara alþingismenn og gestir fram í Skála Alþingis. Þar verður opnuð sýning um þingkonur og baráttu kvenna fyrir kosningarétti. Starfsfólk Alþingis setti sýninguna saman, að sögn Helga Bernódus- sonar, skrifstofustjóra Alþingis. Öflugur málsvari kvenna Alþingishúsið verður opið almenningi á morgun, laugardag, frá kl. 10.00-17.00. „Við hvetjum alla til þess að koma og skoða húsið og þessa sýningu,“ sagði Helgi. Stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, alþingis- manni og forstöðukonu Kvennaskólans, verður afhjúpuð í dag um klukkan 16.20. Styttan stendur við Skála Alþingis. Ingibjörg var kjörin til alþingis af kvennalista árið 1922, sjö árum eftir að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hún sat á Alþingi í átta ár. Ingibjörg var í forsvari kvenna sem þökk- uðu þingmönnum fyrir kosningaréttinn 1915. Styttan af Ingibjörgu er fyrsta heila högg- myndin í Reykjavík af nafngreindri konu, að því er segir í fréttatilkynningu. „Ingibjörg var öflugur málsvari kvenna og kvennasamtaka á þingi. Hún barðist ötullega fyrir velferðarmál- um og réttindum kvenna, barna og ekki síst þeirra sem höllum fæti stóðu í samfélaginu. Hún beitti sér líka af miklum krafti fyrir byggingu Landspítalans.“ Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði höggmyndina, sem var steypt í brons hjá Kollinger í Þýskalandi. Verkið gáfu Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, MP banki, Seðlabankinn, Valitor, Borgun, Eim- skip, BM Vallá og Samtök fyrirtækja í sjávar- útvegi í tilefni af 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna. Hátíðarfundur á Alþingi í dag  Stytta af Ingibjörgu H. Bjarnason, fyrstu kon- unni sem tók sæti á Alþingi, afhjúpuð síðdegis Morgunblaðið/Árni Sæberg Afhjúpuð í dag Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason stendur við Skála Alþingis. „Sé horft bara á þessa 167 bændur sem búnir eru að svara þá er þetta ekki eins mikið vandamál og talið var. Dauðatíðni er að meðaltali 3% hjá þessum bæjum sem hafa svarað en undanfarin ár hefur þetta verið 1-2%, en það eru ekki óeðlileg af- föll. Þetta er því aukning en kannski ekki eins mikil og óttast var,“ segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir. Hún segir minnsta dauðann virðast vera á Austur- landi, mesti ærdauðinn mældist þar 4%, en sá mesti á hinum landsvæð- unum er 14%, að sögn hennar. Í 80% svara kemur fram að dýrin hafi haft góða átlyst og segir Sigur- borg það koma heim og saman við krufningarmyndina. „Þetta bendir til þess að þær séu ekki veikar, ekki af sýkingu eða öðru slíku. Ef dýr eru veik minnkar átlystin þannig að þetta virðist ekki vera vegna veik- inda, en alls ekkert útilokað samt,“ segir Sigurborg. Hún nefnir að hey- skaparárið í fyrra hafi verið slæmt. Hlutfall bænda sem hafi gefið fóðurbæti snemma á meðgöngu hafi ekki verið hátt en fóstrin taki til sín mikla næringu og því þurfi ærnar að vera vel nærðar. „Það kemur ekki heim og saman við það sem við fengum upplýsingar um í fyrstu, að það hefði verið gefið miklu meira af fóðurbæti en áður. Það eru bara 42% svarenda sem segjast hafa verið að gefa meira eða miklu meira af fóðurbæti,“ seg- ir Sigurborg en bendir þó á að mál- ið þurfi að rannsaka betur. brynjadogg@mbl.is Morgunblaðið/Atli Vigfússon Sauðfé Ærdauði hefur mælst 3%. Minna um ærdauða en talið var  Tíðni ærdauða hækkað um 1-2% Umhverfisvæn gróðureyðing var viðhöfð við Ráðhús Reykjavíkur í gær. Þar var starfsmaður að eyða gróðurslikju sem hafði sest á stéttina næst Tjörninni. Vegagerðin og Reykjavíkurborg hafa unnið í sameiningu að því í sumar að eyða óæskilegum gróðri með umhverfisvænum hætti. Notuð er aðferð frá NCC Roads í Danmörku sem heitir Spuma, sem merkir froða á latínu, en Reykjavíkurborg kallar „Góða eyðinn“. Gróðureyðingin byggist fyrst og fremst á hita, en unnið er með 95 til 98 stiga heitt vatn. Froða, sem búin er til úr afurðum maíss og kókospálma, sér til þess að hitinn helst lengur á plöntunum en ella. Þannig heldur „Góði eyðirinn“ gróðrinum niðri án þess að skaða umhverfið. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Golli Óæskilegur gróður lætur undan „góða eyðinum“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.