Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 ✝ Gylfi Gunn-arsson var fæddur að Krossi í Mjóafirði 27. júlí 1940. Hann lést á Borgarspítalanum í Reykjavík 12. júní 2015. Hann var sonur hjónanna Gunnars Víglundssonar og Ástu Ketilsdóttur. Systkini hans eru Nanna, f. 1935, Gunnar, f. 1937, Jóna Sigríður, f. 1944, Víglundur Sævar, f. 1947, og Katla, f. 1955. Gylfi ólst upp í Mjóafirði fram á unglingsár. Strax í bernsku og æsku vann hann af kappi að bú- skapnum með foreldrum sínum. Fjölskylda hans flutti árið 1955 frá Skógum í Mjóafirði til Nes- kaupstaðar. Á þessum árum var gróska í atvinnulífinu í Neskaupstað. Gylfi tók virkan þátt í uppbygg- ingunni. Hann keypti sinn fyrsta vörubíl árið 1957 og setti upp Ásta Sigrún, f. 1962. Fyrri mað- ur hennar var Valgeir Val- geirsson, sem er látinn. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. Seinni maður hennar er Jón Stefánsson, hann átti son áður, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. b) Gísli, f. 1963. Eig- inkona Gísla er Anna Bjarna- dóttir, þau eiga þrjú börn. Seinni kona Gylfa er Ásdís Hannibalsdóttir frá Hanhóli í Bolungarvík. Foreldrar hennar voru Þorsteina Jónsdóttir og Hannibal Guðmundsson. Ásdís átti eina dóttur fyrir, Hrafnhildi Geirsdóttur, f. 1971. Faðir henn- ar er Gunnlaugur Geir Guð- björnsson. Eiginmaður Hrafn- hildar er Viðar Héðinsson, þau eiga þrjú börn. Börn Gylfa og Ásdísar eru a) Heimir Snær, f. 1979. Kona hans er Úrsúla Manda Ármannsdóttir, þau eiga tvö börn. b) Unnar Þór, f. 1981. Eiginkona hans er Heið- rún Björgvinsdóttir, þau eiga tvö börn. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 19. júní 2015, kl 13. steypustöð 1965, og gerðist á þessum árum umsvifamikill í fjölþættri verk- takastarfsemi. Eftir áfallið af snjóflóðinu 1974 hóf hann end- urreisn fyrirtækis síns, jók við útgerð og hóf síldarsöltun og seinna laxeldi. Hann flutti til Reykjavíkur 1998 þegar Of- anflóðasjóður keypti húseign hans sem stóð á snjóflóðasvæði Síðustu árin hefur hann róið til fiskjar á eigin bátum og sótt sjóinn af sama kappi og annað sem hann tók sér fyrir hendur í lífinu. Fyrri kona Gylfa var Elsa Sæný Gísladóttir frá Seldal í Norðfirði, f 1942, d. 1974, í snjó- flóði í Neskaupstað. Foreldrar hennar voru Sigrún Dagbjarts- dóttir og Gísli Friðriksson. Börn Gylfa og Elsu Sænýjar eru a) Síðastliðinn föstudag barst mér sú harmafregn að svili minn og vinur, Gylfi Gunnarsson, væri fallinn frá. Tæpum tveimur sólar- hringum áður hafði hann veikst skyndilega á leið í sjóróður frá Ólafsvík. Þrátt fyrir að vera kom- inn á hinn opinbera eftirlaunaald- ur fyrir nokkru voru starfslok ekki á næsta leiti. Gylfi var nefni- lega athafnamaður í fyllstu merk- ingu þess orðs, það var ekki hans háttur að setjast í helgan stein meðan hann gat enn staðið nokk- urn veginn uppréttur. Gylfi ólst upp í Mjóafirði eystri og var af þeirri kynslóð sem vissi að það þurfti að hafa fyrir hlutunum en með áræði og dugnaði væri hægt að vinna sér í haginn og fáum ósérhlífnari mönnum hefur mað- ur kynnst á lífsins leið. Ungur að árum var hann orðinn umsvifa- mikill í atvinnulífinu í Neskaup- stað þar sem hann bjó lengst af og stundaði um áratugaskeið út- gerð og fiskvinnslu ásamt því að reka um árabil verktakafyrirtæki á sviði jarðvegsvinnu. Hann varð fyrir þeirri ógæfu að missa fyrri konu sína, Elsu Sænýju Gísla- dóttur, í mannskaðasnjóflóði í Neskaupstað 1974 frá tveimur ungum börnum þeirra, Ástu og Gísla. Gæfan átti þó enn eftir að brosa við Gylfa er hann kynntist Ásdísi Hannibalsdóttur, mág- konu minni sem var fædd og upp- alin á Hanhóli í Bolungarvík. Þau eignuðust tvo drengi saman, þá Heimi Snæ og Unnar Þór, auk þess sem hann gekk Hrafnhildi, ungri dóttir Ásdísar, í föðurstað. Þau hafa öll erft og lært ósér- hlífni og dugnað föður síns og glöddu iðulega stolt föðurhjartað. Gylfi lét einnig til sín taka í bæj- arpólitíkinni í Neskaupstað. Þar sat hann fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn enda ein- lægur fylgjandi hins frjálsa fram- taks og hafði trú á því að dugnaður og athafnasemi væri uppspretta velmegunar lands og þjóðar. Þá átti hann til að láta þá heyra það á kjarnyrti íslensku sem vildu hafa forræði fyrir öðr- um en Neskaupstaður var á þeim árum annálaður vinstribær. Mað- ur getur með sanni sagt að Gylfi hafi verið drengur góður, hann mátti ekkert aumt sjá, hvorki menn né skepnur. Ósjaldan kom hann færandi hendi til þeirra sem minna höfðu handa á milli svo að lítið bæri á. Og alltaf var víst að hundarnir á Hanhóli fögnuðu komu Gylfa enda átti hann oftast nær eitthvert góðgæti í handrað- anum. Eftir að þau hjón fluttust suður fyrir rétt um áratug gerði hann út frá Ólafsvík auk þess að hefja rekstur ferðaþjónustu með byggingu nokkurra sumarhúsa sem þau leigðu út. Á síðasta sumri gerði Gylfi út um skeið frá Bolungarvík og var þá tíður gest- ur á Hanhóli. Þá leyndi sér ekki hversu mikill dugnaðarforkur maðurinn var. Hann fór seinast- ur að sofa, fyrstur á fætur, vann myrkranna á milli, ók suður og vestur eftir varahlutum áður en haldið var til sjós að nýju. Gylfi kvaddi þessa jarðvist eins og hans var háttur, að dvelja ekki lengi við neittt verk. Ísland hefur misst einn af sínum sönnu sonum. Eftir sitjum við með minningar um glaðværan sægarp, umsvifa- mikinn athafnamann, ástvin og góðan samferðamann. Ég votta Ásdísi og börnum þeirra: Ástu, Gísla, Hrafnhildi, Heimi og Unnari, mökum þeirra og börn- um mína dýpstu samúð. Guðrún Stella Gissurardóttir. Gylfi er fallinn frá. Stór, kraft- mikill og hraðskreiður frá vöggu til grafar. Hann var nú ekki að víla fyrir sér smámuni. Hann kunni hvorki exel né powerpoint. Enda var þess konar fræðum ekki haldið að börnum í Mjóafirði þegar hann var að vaxa þar upp. Hann var þrjá eða fjóra vetrar- parta í skólanum þar og fékk þá fræðslu sem á þeim tíma þótti dá- gott veganesti út í lífið. Mér er orða vant, hvernig í ósköpunum á að kveðja þennan mann með orð- um? Hann var alltaf að brasa. Alltaf með brjóstið fullt af von- um. Sum verkefnin gengu upp en önnur fóru í vaskinn. Þannig er nú bara líf athafnamannsins. Fjórðung síðustu aldar var hann allt í öllu í plássinu. Hann steypti, gerði vegi og varnargarða. Salt- aði síld, gerði út stóra og smáa báta, fiskaði, setti fyrstur manna upp laxeldi, gerði út bíla og vinnuvélar o.fl. Svo sat hann í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn 2 eða 3 kjörtímabil. Þar átti hann erfitt uppdráttar. Vinstri blokkin réð öllu og áhrif Gylfa urðu ekki mikil þar. Snjó- flóðin hörmulegu 7́4 höfðu mikil áhrif. Þá missti hann konuna, Elsu Gísladóttur. Steypustöðin fór veg allrar veraldar og slatti af tækjum og tólum. Þó við hin í plássinu yrðum þess ekki vör hlaut hann að bogna. En hann brotnaði ekki. Ekki leið á löngu þar til hann skipti um vinnuvett- vang. Dró sig út úr steypugerð og sölu, laxeldið hætti, enda var það tómt bras. Hann keypti sér bát. Ívar NK var 10 eða 12 tonn. Gylfi fór að róa. Kannski bjó hann að ungdómsárunum en þá hafði hann stundað sjó. Hann reri á línu og snurvoð. Snurvoðin hent- aði vel, einkum fyrir aflakónga. Hann fiskaði og fiskaði og fiskaði. Eitt árið a.m.k. varð hann afla- hæstur. Ekki bara í Neskaup- stað. Nei, Ívar NK var aflahæsti smábátur á Íslandi það árið. Gylfi var óskaplega ósérhlífinn og dug- legur. Þegar hann eitt sinn var að koma úr sjóróðrum landleiðina frá Bakkafirði fékk hann heila- blæðingu í bílnum. Líklega var þetta á árunum 1985-1990. Það var upphafið að endalokunum. Allt til loka var hann að fá yfir höfuðið. Það hvarflaði aldrei að honum að snúa baki við sjónum. Auðvitað hafði Gylfi sína galla eins og allir. T.d. þótti honum býsna gott á yngri árum að fá sér í staupinu. Já, ég ætla að trúa ykkur fyrir því að hann drakk sig stundum fullan. Já, það má nú segja: „Það er víða pottur brotinn og einn hjá mér.“ Vinur okkar beggja hitti hann eitt sinn á götu eftir fyrsta áfallið. Þeir heilsuðust og þar kom sam- talinu að vinurinn sagði: „Heyrðu Gylfi, eigum við ekki að fá okkur í glas?“ Gylfi hló með öllu andlitinu og sagði: „Veistu, þegar ég fékk áfallið held ég að brennivínstaug- in hafi slitnað.“ Síðan smakkaði hann aldrei vín. Þetta er skrítin minningargrein. En þegar maður sér hann Gylfa fyrir sér eins og ég þekkti hann, þá get ég ekki gert honum þann óleik að fara að væla. Ég sakna hans mikið. Magni Kristjánsson. Mig langar að minnast Gylfa Gunnarssonar með fáeinum orð- um. Þó ég hafi þekkt hann frá því hann kom inn í fjölskylduna, þeg- ar ég var lítill polli, kynntist ég honum fyrst fyrir alvöru þegar ég réð mig austur á Norðfjörð á bát hans Ívar NK árið 1993. Með hléum var ég svo með honum á sjó til ársins 2000, þá á netavertíð á Ólafsvík. Fyrir mér var þetta ómetanlegur tími og ég lít á það sem einstök forréttindi að fá tækifæri til að kynnast þessum mikla meistara. Gylfi var alveg einstakur kar- akter. Undir hrjúfu yfirborðinu var hann algert gull af manni sem vildi allt fyrir alla gera. Honum var sérstaklega umhugað um þá sem á einhvern hátt minna máttu sín og minnist ég ótal skipta sem hann tók á sig lykkju á leið sinni til að létta undir með fólki, færa öldruðum ekkjum í soðið eða hjálpa til á annan hátt þegar þess þurfti. Hjá Gylfa var uppgjöf aldrei möguleiki og eins og títt er með fólk af hans kynslóð var hann grjótharður og ósérhlífinn dugn- aðarforkur. Hann var mikill húmoristi og ávallt var stutt í brosið. Lífsgleði og jákvæðni eru einnig orð sem fyrir mér lýsa þessum snillingi vel. Fyrir honum var ekkert ómögulegt og vandamál voru ekki til, aðeins lausnir. Það eru líklega þessir eiginleikar sem að stórum hluta hjálpuðu honum að tækla þau áföll og mótlæti sem lífið bauð honum uppá í ríkum mæli í gegnum tíðina. Suma menn er einfaldlega ekki hægt að buga, sama á hverju dynur. Þó oft hafi liðið langt á milli hittinga síðustu árin þá var alltaf jafn gaman að hitta Gylfa og spjalla um daginn og veginn. Langar að minnast þess að ég fór með honum róður á trillunni hans vordag einn í fyrra. Lítið fiskað- ist í þessum túr, en úr varð frá- bær dagur og verðmæt minning fyrir mig. Það er erfitt að finna orð til að lýsa þeim mikla missi sem fráfall hans er, og enn erfiðara að sætta sig við að það verða ekki fleiri tækifæri til að taka spjallið og rifja upp óteljandi gamlar góðar stundir. Hvíl í friði, kæri vinur. Kærar þakkir fyrir allt. Hannibal Halldór Guðmundsson. Gylfi Gunnarsson konu sem ávallt hugsaði fyrst um hag annarra. Megi hún hvíla í friði. Sigurður Páll. Þegar ég minnist þín, elsku Ella amma þá koma upp í hug- ann ógrynni af einstaklega ljúf- um og góðum minningum. Heimsóknir í Miðleitið til þín og Mumma afa voru tíðar og alltaf skemmtilegar hvort sem það voru fjölskylduboð, helgarheim- sóknir með gistingu eða bara til að kíkja í kaffi. Ég sat svo oft í eldhúskrókn- um með þér að maula rúg- brauðssamloku með lifrarkæfu á meðan við spjölluðum um heima og geima. Svo sat ég og teiknaði á meðan þú stússaðist í eldhús- inu. Sannkallaðar gæðastundir. Ég man svo vel eftir öllum veisl- unum þar sem þú töfraðir fram hverja veislumáltíðina á fætur annarri eins og ekkert væri. Það var alltaf setið lengi, borðað mikið og hlegið enn meira. Allt- af varst þú að stjana við fólkið og tilkynntir reglulega að nóg væri til frammi. Gestgjafahlut- verkið fór þér afar vel. En amma þú varst einstök á svo margan hátt. Þú varst frá- bær kokkur, snillingur í mann- legum samskiptum, alltaf til í að spila, mikill ættfræðipælari, eld- klár, innileg og hlý, fyndin og skemmtileg, hafðir einstaklega góða nærveru og síðast en ekki síst þá varstu alveg einstök amma. Takk fyrir allt, elsku amma. Þín er sárt saknað en minning- arnar um þig munu alltaf fylgja mér. Guðmundur Stefán. Gæsamamma gekk af stað. Þetta lag hefur sönglað í höfð- inu á mér síðan ég kvaddi ömmu mína. Amma hafði unun af því að syngja með okkur barna- börnum sínum. Hún kunni urm- ul af fallegum kvæðum sem við höfum hvergi heyrt nema hjá henni. Flest vekja þau upp sterkar tilfinningar enda yrk- isefnið ekki alltaf fallegt. Amma var heldur ekkert fyrir það að sykurhúða hlutina. Hún treysti okkur snemma fyrir því að ögra tilfinningum okkar, lét okkur bera ábyrgð en beindi okkur rétta veginn. Hún vissi að börn eru tilfinningaverur og sagði okkur allt í senn sorglegar sög- ur sem við grétum yfir sem og ævintýrasögur sem hægt var að skemmta sér að. Fóstran í ömmu var þó aldrei langt undan og fylgdi öllum leik einhver lær- dómur þó maður kæmi ekki auga á hann í hita leiksins. Heima hjá ömmu og afa var okkur alltaf tekið opnum örmum og gistum við oft hjá þeim í Miðleitinu. Þá tók maður fullan þátt í heimilishaldinu, lagði á borð, hitaði te, straujaði vasa- klúta, reytti arfa, stakk upp mosa, vökvaði blómin, barði ryk- ið úr bókunum, braut saman þvottinn, opnaði póstinn, púss- aði silfrið. Já, það var sko alltaf nóg að gera á því heimili og við barnabörnin eltum ömmu um allt og hjálpuðum henni við verkin. En þar var líka hægt að skemmta sér og sátum við gjarnan heilu kvöldin við spil á borð við veiðimann, manna og vist á meðan stofuklukkan tifaði í rólegheitunum, „amma, má ég trekkja upp klukkuna?“. Í rúmið fórum við aldrei nema að fá sögu, annað hvort las amma fyrir okkur eða við fyrir hana. Svo hallaði hún hurð- inni, slökkti á sjónvarpinu þó afi væri að horfa á það og setti plötuspilarann af stað. Inn í her- bergið til okkar bárust þá klass- ískir tónar sem leiddu okkur systkinin inn í draumalandið og við sofnuðum örugg í ömmuhúsi. Það var regla á hádegismatn- um eins og öðru hjá ömmu. Við fengum hrært skyr, enginn blandar skyr eins og amma, rúgbrauð með kæfu, jurtate og soðið egg. Egginu var haldið heitu af litríkum hana og amma skar hattinn af fyrir okkur svo hægt væri að borða hann fyrst. Þvílík hátíð og það bara í hádeg- inu. Stórfjölskyldan hittist líka oft í Miðleitinu. Minnisstæðust eru Þorláksmessuboðin sem enn eru haldin hátíðleg í fjölskyld- unni. Þá komum við öll saman, afkomendur Ellu og Mumma, borðum saman heitt hangikjöt og saltkjöt, smökkum á síldinni, syngjum jólalög og hlæjum að vitleysunni hvert í öðru. Þá fyrst eru jólin komin. Amma kenndi okkur systk- inum svo ósköp margt og við dáumst enn að dugnaði hennar og elju. En þegar við hugsum til baka stendur upp úr góð- mennskan, umhyggjan og hjartahlýjan. Þegar amma byrjaði að veikj- ast flutti hún til okkar og feng- um við að búa saman síðustu góðu árin hennar. Það eru for- réttindi að fá að hafa ömmu sína svona mikið hjá sér og nutum við þess að fá að kynnast ömmu enn betur. En ömmu hrakaði hratt og þurfti því að lokum að flytja frá okkur. Elsku amma, nú hefur þú loksins fengið hvíldina sem þú hefur beðið svo lengi eftir. Við kveðjum þig með ást í hjarta og vitum að allir góðu englarnir taka á móti þér. Hvíl í friði elsku Ella amma. Anna Bergljót Thor- arensen, Benedikt Thor- arensen og Ella Dís Thor- arensen. Elínborg Stefánsdóttir, frænka mín er látin eftir erfið veikindi í allmörg ár. Hún var 87 ára. Á ungum aldri, þegar foreldrar hennar bjuggu á Fá- skrúðsfirði, bjó hún um tveggja ára skeið á heimili foreldra minna í Hafnarfirði. Stundaði hún þá nám við Flensborgar- skólann. Ég var á þeim tíma í Menntaskólanum á Akureyri. Síðar á ævinni, eftir að hún gift- ist leikfélaga mínum í Hafnar- firði, Guðmundi Benediktssyni, lækni, (1924-2000) hófst fé- lagsskapur og vinátta, sem ent- ist ævina. Hún var af traustum foreldr- um komin. Faðir hennar Stefán Pálsson (1893-1973), móðurbróð- ir minn, var í allmörg ár um- sjónarmaður í Flensborgar- skóla. Benedikt Tómasson, læknir, og fyrrum skólastjóri skólans lýsir Stefáni svo: „Hann var vel skapi farinn, jafnlyndur, hlýr og gamansamur, prúð- menni til orðs og æðis, hægur í fasi og ekki orðmargur, um- burðarlyndur, en þéttur fyrir. Samviskusamur var hann, svo af bar.“ Móðir Elínborgar var Anna Jónsdóttir (1896-1988), sem fædd var og uppalin á Borg- arfirði eystra, en fluttist rúm- lega tvítug til Fáskrúðsfjarðar. Þar giftist hún Stefáni Pálssyni. Á besta skeiði ævinnar lagðist á Stefán þrálátur og erfiður sjúk- dómur, liðagigt. Var hann löngum lítt eða ekki vinnufær. Við þessar aðstæður sýndi Anna hver afburðakona hún var. Með hyggindum og dugnaði vann hún fyrir heimilinu og stundaði mann sinn sjúkan. Anna var gáfuð mannkostakona með sterka meðvitund um þjóð- félagslegt misrétti. Af slíku foreldri var Elínborg komin. Hún var ágætlega greind, hafði trausta skapgerð, umburðarlynd og samviskusöm. Hún hafði í ríkum mæli þann eiginleika, sem við kölluðum Tungu-seigluna. Guðmundur maður hennar þreyttist ekki á að hrósa happi sínu yfir hvað hann væri vel giftur. Elínborg var sannarlega vel gerð kona, vinföst, skyldurækin, glaðsinna og afar velviljuð. Ég kveð hana með þakklæti fyrir hönd fjölskyldu minnar. Börnum og barnabörnum sendi ég hlýjar kveðjur. Páll Flygenring. „Hvað ertu gömul?“ spurði ég þar sem ég fylgdist með Ellu frænku bardúsa í eldhúsinu. Líklega var ég að graðga í mig rúgbrauð sem Guðmundur læknir, maður hennar, var nýbúinn að kenna sjö ára pilt- inum að kallaðist líka þrumari. „Hvað heldurðu að ég sé göm- ul?“ spurði hún á móti. Ég man að ég hugsaði mig svolítið um og sló síðan fram ígrundaðri ágiskun: „Tuttugu ára?“ Það tísti í Ellu og hún sagði að það gæti nú ekki alveg staðist því að Steini sonur hennar væri nýorð- inn 21 árs. Þetta var sumarið 1972. Við fjölskyldan vorum að flytja heim eftir vetur í Danmörku og bið- um þess að fá húsið okkar af- hent. Við Gunnsteinn bróðir fengum inni hjá Ellu og Guð- mundi í nokkrar vikur í Hraun- tungunni. Fjölskyldan bar okk- ur á höndum sér, það var farið í hjólreiðaferð alla leið niður í Laugardalslaug sem var nánast eins og að ferðast í annað sól- kerfi, vel var gert við okkur í mat og drykk og í minningunni var maður alla daga í miklu sól- skini. Nokkrum árum síðar fékk ég aftur húsaskjól á þessu glæsi- lega menningarheimili þegar úr- slit á Íslandsmóti í knattspyrnu í fimmta flokki stráka voru framundan og útilokað að missa af þeim. Aftur var ég í miklu sólskini og aftur mætti manni þessi sama hlýja en um leið mild festa. Viltu kannski ekki fara snemma að sofa í kvöld? Og þó að maður smalaði hópi tólf ára drengja í tvöfaldan bílskúrinn í borðtennis sem ef til vill fylgdi dálítill hávaði var aldrei haft orð á því. Árin liðu, ég hætti að gæða mér á þrumara við eldhúsborðið hjá Ellu frænku og hún slapp við ágengar spurningar um ald- ur. En fas hennar breyttist aldr- ei: Bros. Hlýja. Festa. Og ávallt boðin og búin að rétta hjálp- arhönd. Þannig minnist ég Ellu frænku sem alla tíð var mik- ilvægur hluti af fjölskyldunni. Ég sendi Steina, Ásu, Tótu, Rúnu og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Pétur Már Ólafsson. Elínborg Stefánsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elínborgu Stef- ánsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.