Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
BURTMEÐMÚSARÚLNLIÐ
Eitt algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna
Léttir álagi af viðkvæmum
sinaskeiðum úlnliðsins
Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi,
handlegg, öxlumog hálsi
duopad.is
Náttúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs
Meðmæli sjúkraþjálfara
léttur og þægilegur
ÚLNLIÐSPÚÐI
aðeins 4 gr.
Fæst á www.duopad.is – fjárfesting gegn músararmi
DuoPad fylgir hreyfingum
handleggsins í staðinn fyrir að
allur líkaminn þurfi að aðlagast
stuðningi sem liggur á borðinu.
1
2
3
4
EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS
Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði,
síðar seiðingur út í handlegg.
Verkur upp handlegg að olnbogameð
vanlíðan og sársauka.
Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur
í olnboga, úlnliðumog öxlum. Stífleiki í
hálsi getur verið viðvarandi.
Fólk getur orðið ófært um að nota
tölvumús og jafnvel óvinnufært.
Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, skrifar:
Borgarstjórinnvar spurður
um mótmæli há-
vaðafólks á 17. júní.
Hann þurfti virki-
lega að vanda sig til
að verða ekki fóta-
skortur á tungunni.
Eftir japl jaml og
fuður komst hann
að þeirri niðurstöðu
að þetta hefðu verið
ágæt mótmæli þar
sem þau hefðu verið
friðsamleg.
Mótmæli eru ekki friðsamleg efþau koma í veg fyrir að aðrir
geti notið lýðræðislegra réttinda.
Mótmælin í gær voru aðför að tján-
ingarfrelsinu og óvirðing við þjóð-
höfðinga, þjóðsöng og táknmynd
frelsis og sjálfstæðis þjóðarinnar.
Viðmælandi ríkisfjölmiðilsins úrhópi mótmælanda réttlætti
mótmælin með því að Jón Sigurðs-
son hefði haft uppi mótmæli þegar
Danir ætluðu að neyða upp á þjóð-
ina stjórnarskrá sem tók sjálfstæði
og sjálfsákvörðunrarétt frá þjóð-
inni.
Sá sem þetta segir þekkir lítt til
sögu þjóðarinnar og með hvaða
hætti sjálfstæðisbaráttan fór fram.
Jón Sigurðsson gætti í hvívetnaað sýna andstæðingum sínum
virðingu þó hann héldi fram mál-
stað þjóðarinnar af mikilli festu.
Hann gerði ekki aðför, hæddi eða
smánaði valdsmenn Danakonungs
heldur gerði þeim með hófstilltum
hætti grein fyrir sjónarmiðum sín-
um og mótmælti ofbeldi fulltrúa
hins erlenda valds gagnvart þjóð-
kjörnum fulltrúum.
Mótmælendur nú gera hins veg-ar hróp að þjóðkjörnum
fulltrúum.“
Dagur
Eggertsson
Studdi skrílslætin
STAKSTEINAR
Jón Magnússon
Veður víða um heim 18.6., kl. 18.00
Reykjavík 7 alskýjað
Bolungarvík 7 alskýjað
Akureyri 12 skýjað
Nuuk 3 skúrir
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 13 skýjað
Kaupmannahöfn 13 skúrir
Stokkhólmur 12 skýjað
Helsinki 11 skúrir
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 15 léttskýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 11 skýjað
London 20 heiðskírt
París 20 skýjað
Amsterdam 12 skýjað
Hamborg 12 skýjað
Berlín 17 skýjað
Vín 23 skýjað
Moskva 18 heiðskírt
Algarve 26 léttskýjað
Madríd 30 léttskýjað
Barcelona 25 heiðskírt
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 26 heiðskírt
Aþena 22 léttskýjað
Winnipeg 15 léttskýjað
Montreal 22 skýjað
New York 20 alskýjað
Chicago 26 skýjað
Orlando 33 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:55 24:04
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:10 23:48
Veggjakrot er orðið þekktur hluti af
borgarlífinu en því hafa menn yfirleitt
ekki þurft að venjast suður á Mýr-
dalssöndum. Flakið af Douglas
R4D-8 vélinni hefur orðið vinsælt
myndefni hjá ferðamönnum í gegnum
árin. Þetta krot, ásamt minna kroti og
límmiðum á hinni hliðinni, var málað á
hana einhvern tímann milli mánudags
og miðvikudags.
Vélin nauðlenti á sandinum árið
1973 eftir að óveður lokaði mögu-
legum lendingarstöðum. Flakið hefur
að sögn landeiganda mátt þola ýmsan
ágang í gegnum tíðina. Nýtilegir
munir voru fjarlægðir af bandaríska
hernum en síðan hefur vélin mátt þola
kúlnahríð, bruna og önnur skemmd-
arverk, að sögn landeiganda. Stélið af
henni var sagað af á tíunda áratugn-
um og prýðir nú sumarbústað gerðan
úr annarri vél af sömu tegund.
Flugvélarflak út-
krotað á sandinum
Ljósmynd/Stefán Árnason
Sólheimasandur Flakið af flugvélinni hefur mátt þola ýmislegt eftir að það
var skilið eftir á Mýrdalssandi árið 1973 eftir nauðlendingu.
Hæstiréttur hefur fallist á kröfu
Barnaverndarnefndar Reykjavíkur
um vistun þriggja systkina utan
heimilis móður sinnar í sex mánuði
frá 21. apríl að telja. Kröfu um slíka
vistun fimm barna konunnar hafði
verið hafnað í Héraðsdómi Reykja-
víkur fyrr í mánuðinum, en eftir úr-
skurð dómsins samþykkti konan vist-
un tveggja elstu barna sinna utan
heimilis fram til 21. október 2015.
Fram kemur í dómnum að mál
barna konunnar hafi verið til með-
ferðar hjá barnaverndarnefndinni
allt frá árinu 2005. Þannig hafi henni
borist fjöldi tilkynninga um ofbeldi á
heimili konunnar, sem m.a. hafi
beinst að börnunum. Þá er lýst komu
barnaverndaryfirvalda að konunni,
barnsföður hennar og börnunum þar
sem komist var að þeirri niðurstöðu
að börnin hefðu orðið fyrir líkamlegu
og andlegu ofbeldi og búið við óvið-
unandi aðstæður á heimilinu.
Í skýrslum sem lagðar voru fyrir
Hæstarétt kom fram samantekt við-
tals starfsmanns barnaverndar-
nefndar við eitt barnanna í apríl. Þar
kom fram að konan hefði kýlt dreng-
inn í magann og sparkað í magann á
honum auk þess sem hún „væri að
lemja systur hans og draga hana um
á hárinu“.
Fer nú fram lögreglurannsókn
vegna gruns um ofbeldi gagnvart
börnunum auk þess sem til stendur
að konan gangi undir forsjárhæfnis-
mat.
Rannsókn vegna
gruns um ofbeldi
gagnvart börnum