Morgunblaðið - 19.06.2015, Side 11

Morgunblaðið - 19.06.2015, Side 11
Ljósmynd/Guðjón Hafliðason Kór Um fimmtíu manns hvaðanæva af höfuðborgarsvæðinu mynda Kór Lindakirkju þar sem áhuginn ræður för. anna hér á landi,“ segir Óskar. Eina tökulag disksins er einnig með sér- íslenskum texta. Útgáfunni var svo fylgt eftir með tónleikaferðalagi um Norður- land og stórum útgáfutónleikum í Reykjavík. „Búið er að selja vel á annað þúsund diska. Það verður að teljast afrek út af fyrir sig í ljósi þess hve geisladiskasala hefur dreg- ist saman,“ segir hann léttur í bragði. Jesus Christ Superstar Kórinn sat ekki auðum höndum um páskana heldur tók þátt í upp- færsla söngleiksins Jesus Christ Su- perstar. „Það var ótrúlegur skóli og mikil upplifun. Ég vil meina að kór- inn hafi svolítið stolið senunni,“ seg- ir Óskar kátur. Aðspurð segir Elva Ösp að þátttaka kórsins í söngleiknum hafi verið frábær upplifun. „Ég er nokk- uð viss um að fáir hafi gert sér grein fyrir að kórinn í sýningunni hafi bara verið venjulegur kirkjukór úr þjóðkirkjunni,“ segir hún. Tónleik- arnir fengu frábæra dóma og segir Óskar standa til að gera þetta að ár- legum viðburði. Kórinn hefur einnig sungið með fjöldanum öllum af poppsöngvurum hér á landi. Ber þar helst að nefna Björgvin Halldórsson, Heru Björk, Regínu Ósk, Pál Rósinkranz, Eyþór Inga, Stefán Hilmarsson, KK, Bubba og fleiri. Stefnir kórinn á að halda tvenna tónleika á komandi haust- misseri og jólatónleika undir yfir- skriftinni Syngjum jólin inn. „Þá er- um við með blöndu af hátíðlegum jólalögum og léttari gospellögum og blöndum því saman við upplestur,“ segir Óskar. Hann hvetur því alla sem vettlingi geta valdið til að sækja kórinn heim og syngja duglega með. Ljósmynd/Guðjón Hafliðason Söngur Mikið var um dýrðir á útgáfutónleikum kórsins eftir útgáfu geisladisksins Með fögnuði sem inniheldur alíslenska og frumsamda gospeltónlist. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 „Ég held að innan við 10% við- skiptavina minna hafi mótaða hug- mynd um markmið með smíði á nýjum vef og enn færri hafa spáð í efnið á vefnum áður en þeir óska eftir til- boði í vef.“ Í Bók- inni um vefinn – Sjálfshjálparkveri fyrir metn- aðarfulla vef- stjóra, vitnar höf- undurinn, Sigurjón Ólafsson, í framangreint samtal sitt við vefráð- gjafa um íslenska vefmenningu. Þótt Sigurjón hafi ekki haldbærar tölur telur hann næsta víst að tilfinn- ing ráðgjafans sé rétt. Enda ekki að ástæðulausu að hann réðst í að skrifa handbók fyrir þá sem sinna vefstjórn, reynda vefstjóra sem og nýliða í vef- umsjón. Hann langaði að rétta vef- stjórum svolitla hjálparhönd, eins og hann segir í bókinni. Samstarfsaðili Sigurjóns við gerð bókarinnar er Hug- smiðjan og Vefakademía Hugsmiðj- unnar, en Iðnú gefur bókina út. Viðleitni til að mæta þörf „Vefstjórar hafa orðið út undan þegar kemur að fræðslu í vefgeir- anum. [...] Þörfin er hins vegar mikil þar sem vefstjórnendur fá yfirleitt vefinn í fangið án nauðsynlegrar þjálfunar og fræðslu. Bókin um vef- inn er viðleitni til að mæta þessari þörf,“ segir Sigurjón, sem unnið hef- ur við vefstjórn frá 1997. Hann rekur eigin ráðgjöf, kennir við Háskóla Ís- lands og miðlar fróðleik um vefmál á funksjon.net. Í bókinni fer Sigurjón nokkrum orð- um um ríkjandi misskilning á starfi vefstjórans og leiðir lesendur í allan sannleikann. Vandi vefstjórans felst í því að hann er ekki útlærður í neinu fagi, þótt starf hans krefjist yfirgrips- mikillar þekkingar á mörgum sviðum. Fyrst og síðast snúist starf hans þó um almenna skynsemi. Í bókinni er farið yfir helstu þætti sem vefstjóri þarf að kunna skil á, t.d. undirbúning verkefna, skrif og skipu- lag, vefhönnun og notendaviðmót, samband við notendur, innri vefi, að- gengismál, tækni og markaðs- setningu. Sjálfshjálparkver Bókin um vefinn Sigurjón Ólafsson, höf- undur Bókarinnar um vefinn. Vefstjórum rétt hjálparhönd Bókin um vefinn. „Ég hef aldrei verið með svona kór sem blandar saman hefðbundinni kirkjutónlist og alvöru gospeltónlist eins og hún gerist best,“ segir Óskar Einarsson, kórstjóri Kórs Lindakirkju, en hann hefur verið viðloðandi gospel- og kór- starf frá fimmtán ára aldri. Segir hann kórinn vinna ákaf- lega vel saman og koma und- irbúinn til leiks. „Í kórnum er fólk alls staðar af höfuðborg- arsvæðinu, til dæmis frá Mos- fellsbæ, Álftanesi eða Hafn- arfirði. Fólk tengist því ekki kórnum út af hverfinu heldur sækir það í félagsskapinn burt- séð frá staðsetningunni,“ segir Óskar og telur að tónlistin sem kórinn spilar leiki þar stórt hlut- verk. Í kórnum eru nú um fimmtíu manns og segir Óskar að færri komist að en vilji. „Þetta er meira lúxusvandamál,“ segir hann léttur í bragði en inntöku- prófunum hefur verið hætt í bili. Kórfélagar alls staðar að ÁHUGINN RÆÐUR FÖR Óskar Einarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.