Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
„Þetta verkefni fer vel af stað og er gott dæmi um
hvernig reynsla íslenskra fyrirtækja af erlendum verk-
efnum getur nýst hér heima,“ segir Garðar Már Birgis-
son, sem stýrir verkefninu fyrir hönd Þulu – Norræns
hugvits ehf. Hann segir það ánægjulegt að vinna þetta í
samstarfi við Lyfjaver og Öldrunarheimili Akureyrar
því að báðir aðilar séu með skýra framtíðarsýn um hag-
nýtingu upplýsingatækni til þess að ná fram rekstrar-
hagræði og auknu öryggi.
Hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Þula hóf starf-
semi fyrir rúmlega þremur árum og hefur frá byrjun
eingöngu unnið að verkefnum fyrir heilbrigðisstofn-
anir í Noregi, en fyrir ári var farið að horfa til tæki-
færa á íslenskum markaði. Félagið hefur sérhæft sig í
heilbrigðistengdri upplýsingatækni með áherslu á
lausnir sem snúa að verkferlum í lyfjaumsýslu.
Félagið hefur vaxið jafnt og þétt, en í upphafi störf-
uðu hjá því sjö sérfræðingar með langa reynslu af heil-
brigðistengdri upplýsingatækni. Í dag eru hjá félaginu
12 starfsmenn og að jafnaði nokkrir hugbúnaðarsér-
fræðingar í verktöku frá erlendum samstarfsaðila.
Meginstarfsemin er á Akureyri en tveir fastráðnir
starfsmenn eru í Noregi.
Verkefni Þulu í Noregi hafa verið af tvennum toga.
Annað meginverkefnið er unnið fyrir tvö stór heil-
brigðisumdæmi í Noregi og stuðlar það að auknu hag-
ræði við birgðahald lyfja hjá sjúkrahúsum og sjúkra-
húsapótekum ásamt því að samþætta mismunandi
hugbúnaðarlausnir, t.d. skömmtunarvélmenni og loft-
drifin dreifingarkerfi. Það er hugbúnaðarlausnin sem
nú er verið að laga að íslenskum markaði
Hitt meginverkefni Þulu er unnið samkvæmt samn-
ingi við norska heilbrigðisráðuneytið. Sú lausn hefur
hlotið nafnið E-resept FM og er mjög viðamikil eining
fyrir rafræn lyfjafyrirmæli. Sú lausn var í upphafi mið-
uð að heimilislæknum en hefur einnig verið innleidd á
sjúkrahúsum í Mið- og Vestur-Noregi. Útbreiðsla þess-
arar lausnar er umtalsverð og hefur hún verið sett upp
á yfir 1.000 stöðum. Til marks um umfang má segja að
annar hver rafrænn lyfseðill í Noregi sé sendur úr
kerfinu.
Aðspurður segir Garðar að norsk heilbrigðisyfirvöld
séu frekar framsækin þegar kemur að innleiðingu hug-
búnaðarlausna sem tengjast rafrænni sjúkraskrá og
ekki síst lausnum fyrir stuðning við rafræn lyfja-
fyrirmæli.
„Fyrir einu og hálfu ári ákváðum við að horfa til þess
að koma vörum okkar og reynslu á aðra markaði og
þótti nærtækast að horfa fyrst til Íslands. Við teljum að
hér séu spennandi tækifæri.“ thorunn@mbl.is
Þróun hugbúnaðar fyrir
norskan markað nýtt hér
Ört stækkandi hugbúnaðarfyrirtæki á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hugbúnaður Garðar Már Birgisson verkefnisstjóri og
Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Þulu.
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
Á tveimur af fimm heimilum á Öldr-
unarheimilum Akureyrar er verið
að prófa íslenskan hugbúnað sem
heldur meðal
annars utan um
rafræna lyfja-
skráningu og
lyfjalager.
Hugbúnaðinn
þróaði fyrirtækið
Þula – Norrænt
hugvit ehf. fyrir
norska heilbrigð-
iskerfið. Hug-
búnaðurinn geng-
ur undir heitinu
Alfa og styður við verkferla í inn-
kaupum, dreifingu og birgðahaldi
lyfja. Þessi íslenska hugbúnaðar-
lausn sem hefur nú að hluta til verið
heimfærð á íslenska heilbrigðis-
stofnun er tilraunaverkefni sem
hófst í desember sl. og lýkur í nóv-
ember nk. Er hún samstarf þriggja
aðila, Öldrunarheimila Akureyrar,
Þulu – Norræns hugvits ehf. og
Lyfjavers, sem er brautryðjandi í
tölvustýrðri lyfjaskömmtun. Verk-
efnið hlaut nýsköpunarstyrk frá
Vaxtarsamningi Eyjafjarðar.
Öruggari lyfjaskömmtun
Markmið með notkun hugbúnað-
arins er m.a. að ná fram hagræðingu
í rekstri og auka öryggi í lyfja-
skömmtun og umsýslu lyfja. Halldór
S. Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Öldrunarheimila Akureyrar-
bæjar, segir mikilvægt að nýta vel-
ferðartækni og nútíma aðferðir til
að efla og bæta þjónustuna og starf-
semina í velferðarþjónustunni eins
og öðrum greinum atvinnulífsins.
„Þetta tilraunaverkefni er virki-
lega spennandi og hefur gefið mjög
góða raun. Allir verkferlar verða
öruggari og ætla má að töluverð
hagræðing hljótist af því að nota
hugbúnaðinn. Þá er þetta mun ein-
faldara og umhverfisvænna því það
bætir nýtingu og minnkar kostnað
vegna fyrningar lyfja því að kerfið
vaktar birgðastöðuna og sendir raf-
rænar tilkynningar eða pantanir eft-
ir því hver birgðastaðan er.
Ég er fullviss um að ef öll öldr-
unarheimili á landinu notuðu þetta
kerfi gætu sparast verulegir fjár-
munir og tími, sem hvort tveggja
eru takmarkaðar auðlindir innan
heilbrigðiskerfisins,“ segir Halldór.
Hann bendir á að víða sé óhagræði í
velferðarkerfinu sem nýsköpun í
þjónustu og velferðartækni gætu
mögulega leyst á einfaldari hátt en
nú er, eins og virðist í þessu tilfelli.
Nýir möguleikar opnast
„Við fáum líklega nýja möguleika
og mun meira út úr þessu verkefni
en við héldum upphaflega, því að
fyrst og fremst vildum við auka og
samræma betur lyfjaskráningu með
rafrænum aðferðum.
Eftir því sem minni tími fer í
lyfjaumsýslu og alla skriffinnsku
sem henni fylgir gefst meiri tími til
að sinna skjólstæðingunum,“ segir
Halldór og bendir á að það hljóti að
vera markmiðið.
Hann segir að af reynslunni af
Alfa-verkefninu að dæma bendi allt
til að hagkvæmt sé að hugbúnaður-
inn verði í framhaldinu tekinn upp á
öllum heimilum hjá Öldrunar-
heimilum Akureyrarbæjar.
Ná hagræðingu með hugbúnaði
Á tveimur öldrunarheimilum á Akureyri er verið að prófa íslenskan hugbúnað sem m.a. heldur utan
um rafræna lyfjaskráningu og lyfjalager Miklir fjármunir sparast og meiri tími gefst til að sinna fólki
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Lyfjaherbergi Bryndís Björg Þórhallsdóttir, starfsmaður Öldrunarheimilis Akureyrar, sýnir starfsstöð í öðru lyfja-
herberginu þar sem Alfa-verkefnið um rafræna lyfjaskráningu er unnið og er hluti lyfjalagersins fyrir aftan hana.
Halldór S.
Guðmundsson
Vinningar
Bi
rt
án
áb
yr
g›
ar
Volkswagen Passat Comfortline 1.4 TSI, 4.890.000 kr.
49124
Greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti 1.000.000 kr.
72661
154475
Sumarhappdrætti
Krabbameins-
félagsinsÚtdráttur17. júní 2015
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr.
Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr.
1244
3156
4057
6333
10370
10413
12006
13158
13589
13723
14193
15094
16611
18139
20900
20957
22708
25561
28409
29111
29159
29278
29709
29949
30935
31097
31150
31211
31422
32913
35739
36189
37728
38549
39626
40507
41915
45836
46034
47175
47677
48962
49472
52406
53307
53310
55125
55163
58900
59465
59622
60950
63391
64199
65621
67242
68031
69189
69873
70337
74392
75247
75823
77091
77192
77990
83477
84627
84735
85516
86370
88177
91178
92944
94077
94105
94733
96888
98416
98607
101659
105188
105429
105643
106769
109161
109794
110358
114885
115127
115552
115773
117103
118564
120410
120592
122307
124331
124364
125754
128850
130819
132049
133650
135789
140679
140806
142686
143305
143949
143973
144928
145895
145924
146897
148519
148692
152118
152974
153482
936
3812
5330
5761
8409
9783
10597
12304
14483
15950
16193
19219
23958
26984
34498
34546
35583
37144
41461
43666
45730
46116
51530
51556
52848
53333
53613
54445
55213
57507
58515
59003
62385
62850
63559
66552
67782
67907
70744
70755
73516
74349
76108
76695
77599
78773
80293
81675
83249
84355
85055
87060
88839
89424
90738
91261
91831
93350
94121
95184
97624
97875
98373
99436
100307
102748
103472
103727
104486
105498
108516
111310
111563
111637
111782
112602
112656
114746
121762
122221
123420
126629
127469
129550
136370
136621
140387
143033
144860
145562
145627
146637
147246
147445
149499
150418
151918
153664
153887
154641
Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning.
Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a›
Skógarhlí› 8, sími 540 1900.
Byrja› ver›ur a› grei›a út
vinninga þann 2. júlí nk.