Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Þrjár sýningar verða opnaðar á Kjar- valsstöðum í dag, föstudag, klukkan 17. Þetta eru sýningarnar Júlíana Sveinsdóttir og Ruth Smith: Tvær sterkar, Veflistaverk Júlíönu Sveins- dóttur og Anni Albers: Lóðrétt / lá- rétt og sýning á verkum eftir Jó- hannes Kjarval sem nefnist Út á spássíuna. Tvær sýninganna, Tvær sterkar og Lóðrétt / lárétt, eru haldnar í tilefni af því að öld er liðin frá því konur fengu kosningarétt hér. Tvær sterkar Á sýningunni Tvær sterkar gefur að líta verk eftir Júlíönu Sveins- dóttur (1889-1966) og hinnar fær- eysku Ruth Smith (1913-1958). Lista- konurnar eiga margt sameiginlegt. Báðar fæddust á vindbörðum eyjum í Norður-Atlantshafinu, Júlíana á Heimaey og Smith á Suðurey í Fær- eyjum. Leiðir beggja lágu á Lista- akademíið í Kaupmannahöfn en þær voru meðal fyrstu kvenna heimaland- anna sem gerðu myndlist að ævi- starfi. Einsemd einangraðra sam- félaga birtist í verkum þeirra frá heimahögunum, sem urðu þeim að yrkisefni allan starfsferilinn. Ekki síst hin sterku öfl hafsins og náttúran sem þær túlkuðu með mikilli næmi fyrir litum og birtu. Sýningin gefur yfirlit yfir feril beggja sem landslags- málara, en þær lögðu einnig rækt við gerð mannamynda. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Lóðrétt / lárétt Samhliða starfi sínu sem málari átti Júlíana Sveinsdóttir farsælan og athyglisverðan feril sem listvefari og fjallar sýningin um þann hluta ferils hennar. Hér eru veflistaverk hennar sýnd ásamt verkum þýska Bauhaus- vefarans og myndlistarmannsins Anni Albers (1899-1994) en hún er al- mennt talin einn áhrifamesti vef- listamaður síðustu aldar. Báðar byrj- uðu fyrir tilviljun að vefa og í stað þess að nota hefðbundna tækni fóru þær eigin leiðir og voru óhræddar við að gera tilraunir með óhefðbundin efni. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir og meðsýningarstjóri Sig- ríður Guðjónsdóttir. Óstöðvandi sköpunarþrá Á sýningunni Út á spássíuna – texti og pár í list Kjarvals er horft til þeirrar þekktu áráttu Jóhannesar S. Kjarval (1885-1972) að varðveita allt og ekkert, skrifa og teikna á hvað- eina sem hönd á festi. Ótrúlega margt slíkt hefur varðveist og á sýn- ingunni er grafið niður í þennan einkaheim Kjarvals og fjöldi teikn- inga og ýmis skrif dregin fram þar sem hann samþættir texta og teikn- ingu. Mörg verkanna eru nánast sjálfsprottin og óreiðukennd, þau spegla óstöðvandi sköpunarþrá og kvikan huga listamannsins. Sum þeirra draga fram dekkri hlið en þá sem flestir þekkja en hér má einnig sjá uppköst að bréfum sem gefa vís- bendingu um fjölbreytt og falleg sambönd hans við fólk. Sýningar- stjórar eru Æsa Sigurjónsdóttir og Kristín Guðnadóttir. Sterkar konur, vefnaður og pár  Sýning með verkum eftir Júlíönu Sveinsdóttur og hina færeysku Ruth Smith opnuð á Kjarvals- stöðum  Einnig sýnd verk eftir Bauhaus-vefarann Annie Albers og textar og pár eftir Kjarval Sterk sýn Sjálfsmynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur frá árinu 1925. Júlíana ólst upp í Vestmanaeyjum og málaði bæði landslagsmyndir og portrett. Öflug Sjálfsmynd eftir Ruth Smith frá 1941. Smith lést hálffimmtug að aldri en skildi eftir sig tilkomumikil verk og djúp spor í færeysku listalífi. Vefnaður Röggvateppi eftir Júlíönu Sveinsdóttur frá 1965 til 1966. Pár Á Kjarvalssýningunni má sjá verk þar sem orð og riss vindast saman. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Hvað er svona merkilegt við það? er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Bogasal Þjóðminjasafnsins í dag. Sýningin er framlag Þjóðminjasafns- ins á aldarafmæli kosningaréttar ís- lenskra kvenna og stendur út árið. „Tímamót gefa tilefni til þess að staldra við og velta fyrir sér stöðu mála, hvað hafi áunnist og hvert sé stefnt,“ segir Margrét Hallgríms- dóttir þjóðminjavörður, en á sýning- unni er sjónum beint að aðstæðum og störfum kvenna í 100 ár. „Við höfum nýtt heimildir úr Ljós- myndasafni Íslands, sem er innan vé- banda Þjóðminjasafnsins, og heim- ildir sem felast í þeim safnkosti sem Þjóðminjasafnið varðveitir. Í tengslum við sýningar á vegum Þjóð- minjasafnsins þarf alltaf að eiga sér stað töluverð rannsóknar- og hönn- unarvinna, af því sýningar í safni eru þess eðlis að þær fela alltaf í sér miðl- un og árangur þess faglega starfs sem safnið stendur fyrir sem er fólgið í söfnun, rannsóknum og miðlun á þeim heimildum sem menningararf- urinn felur í sér.“ Glaðlegur tónn sleginn Að sögn Margrétar beinir sýningin sjónum jafnt að hvunndagskonum og afrekskonum sem látið hafa til sín taka. „Á sýningunni er m.a. skyggnst inn í líf kvenna sem eru fulltrúar þeirra sem stigið hafa fram í störfum sem áður voru aðeins unnin af körl- um; kvenna sem hafa unnið afrek á sviði stjórnmála, í embættisstörfum eða á sviði lista og íþrótta,“ segir Margrét og tekur fram að á sýning- unni sé sleginn glaðlegur tónn og margvíslegum árangri fagnað. „Konur hafa látið verkin tala og mikið hefur áunnist í baráttunni fyrir jöfnum rétti kynjanna, en samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum er Ísland í fremstu röð hvað varðar stöðu kvenna. Það er vel, en auðvitað er enn verk að vinna og vegferðin heldur áfram,“ segir Margrét og tekur fram að markmið sýningarinnar sé ekki að koma með tiltekna skoðun eða nið- urstöðu heldur fremur að velta upp spurningum hvað hafi áunnist á sl. 100 árum og hvert sé stefnt. Það er hlutverk safna að vera vettvangur íhugunar og vekja þannig til umhugs- unar um hvað eina og ekki síst mann- réttindi almennt. „Þegar spurt er hvað sé svona merkilegt við það að konur hafi feng- ið kosningarétt og við séum að ná ár- angri í jafnréttismálum og þar með í mannréttindamálum þá finnst mér svarið felast í auknum lífsgæðum fyr- ir alla. Spurningin er hvort aukið jafnrétti sé leiðin til að bæta líf okkar allra,“ segir Margrét og tekur að lok- um fram að sýningin kallist með skemmtilegum hætti á við grunnsýn- ingu safnsins sem fjallar um sögu Ís- lands frá upphafi. „Þar er stiklað á öldum meðan stiklað er á áratugum í nýju sýningunni þar sem saga jafn- réttisbaráttu kvenna er sett í sam- hengi við menningarsöguna al- mennt.“ Morgunblaðið/Golli Á sýningunni „Konur hafa látið verkin tala,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.  Hvað er svona merkilegt við það? í Þjóðminjasafninu Hvað hefur áunnist á hundrað árum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.