Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Ískáldsögu japanska rithöfund-arins Hiromi Kawakami,Stjörnur yfir Tókýó, segir frátæplega fertugri skrifstofu- konu í þessari miklu borg, Tsukiko Omachi að nafni. Hún lifir einföldu lífi sem virðist fyrst og fremst snúast um vinnuna; hún býr ein, hefur lítil sam- skipti við ættingja, hefur átt í skamm- vinnum ástarsamböndum sem henni virðist standa á sama um en hún læt- ur eftir sér að sækja bari og þykir gott að drekka bjór og sake. Omachi segir frá og sagan hefst á því þeg- ar hún hittir á einum barnum virðulegan mann sem kenndi henni japönsku og bókmenntir í menntaskóla og hún kallar einfaldlega Sensei, kennara. Sensei er kominn á eftirlaun og í ljós kemur að þrátt fyrir talsverðan aldursmun þá eiga þó skrifstofu- konan og kennarinn fyrrverandi sitt- hvað sameiginlegt. Þau taka að mæt- ast yfir forvitnilegum matarréttum og drykk, þar sem kennarinn er fulltrúi gamalla hefða, karlmennsku og skáldskapar, en yngri konan er rótlausari, ekki eins bundin af siðum og regluverki, en sækir í félagsskap Sensei. Í ljós kemur að hann á sér for- vitnilega sögu, þar var til að mynda óvenjuleg eiginkona sem lesandinn fær smám saman að heyra meira um. Þá hittir Omachi gamlan vin, jafn- aldra, sem býður upp á aðra leið í líf- inu en í fylgd með gamla kennaranum milli bara og veitingastaða. En það er með Sensei sem Omachi heldur síðan út fyrir borgina í ævintýralega sveppatínsluferð og upplifir nýja reynslu, „að vera umkringd örsmáum lifandi verum“ (54) og lítur heiminn eftir það öðrum augum, skilur að eng- ar manneskjur eru eins, allir eiga sitt eigið einstaka líf. Þetta er hófstillt og látlaus frásögn úr menningarheimi ólíkum okkar, saga um siði og formfestu, einsemd í mannmergðinni, um leyndarmálin sem fólk getur búið yfir, en fyrst og fremst er þetta hugljúf saga um ólíka einmana einstaklinga sem ná saman á athyglisverðan hátt og láta hvor öðr- um líða vel, meðan það varir. Höfundurinn Hiromi Kawakami segir hugljúfa sögu frá Tókýó. Einsemd og ástir í Japan Skáldsaga Stjörnur yfir Tókýó bbbnn Eftir Hiromi Kawakami. Kristín Jónsdóttir þýddi. Bjartur - Neon, 2015. Kilja, 208 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Nýútkomin hljómplata hljómsveit- arinnar Of Monsters and Men, Be- neath the Skin, náði þriðja sæti á bandaríska listanum yfir mest seldu plöturnar þar í landi, Billboard, í vikunni. Platan er sú mest selda á Íslandi og einnig í Kanada og seld- ust 61.000 eintök af henni í fyrstu vikunni frá útgáfudegi. Hljóm- sveitin hefur með þesu slegið fyrra met sitt á Billboard-listanum en fyrsta hljómplata hennar, My Head Is an Animal sem kom út árið 2012 utan Íslands, náði 6. sæti listans í apríl það ár. Ljósmynd/Meredith Truax Vinsæl Of Monsters and Men. Plata OMAM í 3. sæti á Billboard Tveir viðburðir verða haldnir í menningarhúsinu Mengi í kvöld og á morgun, fyrir utan tónleika á dagskrá hátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music. Í kvöld kl. 21 kemur fram hljómsveitin Stafrænn Hákon sem er að leggja lokahönd á níundu hljómplötu sína, Dula. Á tónleikunum munu meðlimir flytja nýja tónlist í bland við eldri. Annað kvöld kl. 20 mun listafólkið Joshua- Michéle Ross og Yvette Molina sýna verkið The Suitable World eða Hinn klæðilegi heimur. The Suit- able World er heimildarverkefni þar sem fylgt er eftir 28 daga ferðalagi um Ísland þar sem ein og sömu jakkafötin eru notuð, segir í tilkynningu. Stafrænn Hákon og jakkaföt Tónleikar Stafrænn Hákon. Tveir viðburðir verða í kvöld, föstu- dag, á dagskrá Midsummer Music- hátíðarinnar sem Víkingur Heiðar Ólafsson stýrir. Klukkan 20 hefjast í Norðurljósasal Hörpu tónleikarnir Pictures at an(other) Exhibition. Á efnisskránni eru verkin „Cheap Imitation“ eftir John Cage, „Suite Italienne“ og „Double Canon „Rao- ul Dufy in Memoriam““ eftir Igor Stravinsky, „Canon in Memory of Igor Stravinsky“ og „Suite in The Old Style“ eftir Alfred Schnittke, og „Pictures at an(other) exhibition eftir Modest Mussorgsky“. Flytj- endur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Pauline Sachse, Sayaka Shoji, Anna-Liisa Bezrodny, Skúli Sverr- isson, Víkingur H. Ólafsson, Krist- inn Árnason, Davíð Þór Jónsson og Pétur Grétarsson. Í Mengi hefjast klukkan 23 tónleikarnir Gráa svæð- ið #1, með spunasessjónum og gjörningum „af fínustu sort“. Morgunblaðið/Einar Falur Fjölbreytilegt Davíð Þór Jónsson spinnur með Skúla Sverrissyni í Mengi. Myndir á annarri sýningu og spuni Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Íslenska kvikmyndin Albatross verður frumsýnd í dag, fyrsta kvikmynd leikstjórans Snævars S. Sölvasonar í fullri lengd. Hann hóf nám í Kvik- myndaskóla Íslands árið 2012 þegar hann ákvað að elta drauma sína. „Ég lærði upphaflega fjár- málaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og lauk BS-prófi þaðan en sá síðan að áhuginn lá annað og tók þá ákvörðun að gera það sem mig hefur alltaf langað að gera í stað þess að vinna við eitthvað sem ég hélt á sínum tíma að tryggði mér öruggar og góðar tekjur,“ segir Snævar, en hann er léttur í lund og það má skynja áhugann og kappið frá hon- um og því augljóst að hann er kominn á rétta hillu í lífinu. „Við erum sett í kassa þegar við erum sex ára og tekin upp úr honum mörgum árum seinna og rétt stúdentsskírteini. Þá eru margir áttaviltir og vita ekki hvað þeir eiga að gera. Sjálfum hafði ég alltaf gaman af kvikmyndum en mér fannst það fjar- lægur draumur að geta orðið kvikmyndaleikstjóri enda horfum við allt of mikið til stórra nafna í Hollywood og trúum því ekki að við getum þetta sjálf. Síðan lét ég bara slag standa og er að gera það sem mig hefur alltaf dreymt um.“ Byrjaði á öfugum enda Kvikmyndir kosta sitt og ekki er fyrir alla að ráðast í gerð kvikmyndar í fullri lengd, en Snævar fór öfuga leið á við flesta íslenska kvikmyndaleik- stjóra og framleiðendur. „Ég var ekkert að sækja um styrki í Kvikmyndasjóð eða aðra menning- arsjóði,“ segir hann. „Ég gerði bara myndina fyrst og fór síðan að velta því fyrir mér hvort hægt væri að fá styrki. Það er ekki ódýrt að gera kvikmynd, en myndin mín fjallar um strák sem eltir kær- ustuna sína til Bolungarvíkur og er myndin því tekin upp þar að mestum hluta. Það hjálpaði mikið að vera sjálfur að vestan og eiga í hús að venda þar. Launakostnaður og uppihald er oftast stór hluti af kostnaði við kvikmyndagerð en vegna þess að við vorum með unga en auðvitað efnilega leik- ara í myndinni og fengum mikla aðstoð fyrir vest- an var kostnaðurinn minni en hann hefði getað orðið annars.“ Tækjabúnaður kostar alltaf sitt en Snævar segir nýja tækni hafa leyst eldri og dýrari vélar af hólmi og því sé strax orðið auðveldara að taka upp og klippa stórar myndir. Leitaði í eigin reynslubanka Handritið að verkinu skrifaði Snævar sjálfur, en hann leitar í eigin reynslubanka. „Þetta er saga um Tómas, sem er ungur og ást- fanginn maður sem ákveður að leggja framtíð- arplönin á hilluna til að elta kærustu sína vestur á firði þar sem hann ræður sig í sumarvinnu hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur. Ekki beint það sem hann hafði hugsað sér eftir háskólanám en ástin spyr hvorki um stað né stund. Þar kynnist hann ansi skrautlegum samstarfsmönnum og virkilega metnaðarfullum yfirmanni sem þráir ekkert heitar en að fá stórmót á golfvöllinn í Bolungarvík og líst Tómasi ekki beint á blikuna. Allt gerir hann þetta þó fyrir hina einu sönnu en svo dynja áföllin yfir. Þetta er því saga um ungan mann sem er að finna sig í lífinu, kannski svolítið eins og ég upplifði sjálf- ur eftir að hafa lokið fjármálaverkfræðinámi en langaði að gera eitthvað annað,“ segir Snævar og bætir við að einhverjir vinir og ættingjar gætu þekkt karaktereinkenni sín í myndinni. „Á sýningu myndarinnar fyrir vestan þekktu sumir sig en það var allt gert í góðu og enginn var sár eða reiður.“ Albatross fer í sýningu í öllum helstu kvik- myndahúsum landsins. Á Bolafjalli Í stillu úr myndinni má sjá hvar þrír ungir menn velta fyrir sér aðstæðum til svifvængjaflugs við gömlu ratsjárstöðina á Bolafjalli. Ástfangið borgarbarn í ævintýri fyrir vestan Gaman Leikstjórinn að gantast við þá Pálma Gestsson og Guðmund Kristjánsson (Mugga) á milli takna á kvikmyndinni Albatross.  Kvikmyndin Albatross eftir leikstjórann Snævar S. Sölvason frumsýnd í dag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.