Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015
ein besta manneskja sem ég hef
kynnst.
Hún elti draumana sína og
ekkert var ómögulegt fyrir
þetta náttúruundur, sem hún
Hulda var.
Tíminn er því miður ekki allt-
af hliðhollur okkur, 11 ára vin-
átta er bara dropi í hafið. Ég
hélt að við hefðum nægan tíma
og myndum ná að njóta þess á
efri árum að hittast meira.
Hjartað mitt brestur, missir
okkar allra er mikill.
Ég votta fjölskyldu og vinum
Huldu innilegustu samúð.
Við hittumst á ný í Nangijala,
mín kæra.
Þín vinkona,
Inga Dóra Björnsdóttir.
Frá fyrstu kynnum sá ég að
þarna var á ferðinni kona í
sendiför. Með hugsjón í fyrir-
rúmi að skapa aðstæður fyrir
börn til að þroskast og dafna í
skapandi umhverfi. Ég dróst
strax að Huldu og hlustaði á
hennar visku. Þrátt fyrir ann-
ríki gaf Hulda sér tíma til að að-
stoða mig í verkefnum tengdum
Nýsköpunarkeppni grunn-
skólanemenda þar sem alúð
hennar, kraftur og hugmynda-
ríki svifu yfir vötnum, hvort
sem var á fundum eða í vinnu-
smiðju.
Hulda hafði í nokkur ár unnið
með skapandi samstarfsaðilum í
Bretlandi að draumum sínum.
Tom Shea samstarfsmaður
hennar var búinn að sjá hvað
hugsjón hennar og starf með
FAFU, var dýrmætt og gaf
henni frelsi til að skapa. Í þessu
samstarfi geislaði Hulda af gleði
og ástríðu. Þegar ég heyrði í
Huldu þá var hún annað hvort á
hvolfi inn í eldhússkápum að
mála, stússast með börnunum
sínum eða vinna að spennandi
frumgerðum.
Hulda gaf sér alltaf tíma í
amstri dagsins til að ræða allt
milli himins og jarðar. Hulda
var hamingjusöm með Halldóri
eiginmanni sínum og afskaplega
stolt móðir.
Það er kannski táknrænt að
Hulda vann ötullega að því
ásamt Halldóri á síðasta ári að
koma fjölskyldunni fyrir í
draumahúsinu sínu þar sem allir
fá rými til að vaxa og þroskast.
Hulda var spennt yfir stund-
unum sem hún átti eftir að vera
í bílskúrnum að skapa og hanna
frumgerðir. Eitt sinn kom ég
við hjá henni, þá var hún með
pabba sínum að mála og gera
fínt í bílskúrnum, spennt eins og
barn á jólunum með pensil í
hendi.
Nýlega sagði Hulda að sterk-
ur kraftur væri að koma yfir
hana með hugmyndir að betra
menntakerfi sem var henni of-
arlega í huga og hún væri að
leita að öflugum konum og körl-
um til að vinna með henni í
grasrótarstarfi þar sem unnið
yrði að því að efla menntakerfið
í þá átt að gefa börnum tæki-
færi til að vaxa í skapandi um-
hverfi.
Hún var stolt af Play Iceland
ráðstefnunni sem hún er frum-
kvöðull, þar sem fólki hvaðan-
æva úr heiminum, sem starfar
með börnum á leikskólaaldri, er
boðið að koma til Íslands í
vinnusmiðju, kynntast starfi á
íslenskum leikskólum, deila
hugmyndum og njóta þess sem
Ísland hefur uppá að bjóða. Það
er gríðarlegt högg fyrir land og
þjóð að þessi fallega hugsjóna-
kona sem framkvæmdi einbeitt
það sem hún brann fyrir sé nú
farin til englanna langt fyrir
aldur fram.
Hulda var hugrökk, einlæg
og hugmyndarík, ef hún vissi að
fólk átti í erfiðleikum kom hún
með lausnir.
Eitt sinn stóð ég fyrir vanda
og hún gerði sér lítið fyrir og
bauð sig fram um að stíga
ákveðið skref til að hjálpa mér
að leysa hann með sinni fram-
taksemi.
Þetta var svo innilegt og
óeigingjarnt og þegar ég hugsa
um þetta fyllist ég djúpu þakk-
læti fyrir tíma hennar sem ég
veit núna að var af skornum
skammti í þessu lífi.
Með söknuði kveð ég fallegu
og hugdjörfu vinkonu mína,
hana Huldu Hreiðarsdóttir,
frumkvöðul, hugsjónakonu,
dóttur, eiginkonu og móður. Um
leið sendi ég mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu henn-
ar, Halldórs og barna þeirra.
Anna Þóra Ísfold.
Lífið er ekki sanngjarnt. Ef
það er einhver þarna uppi, þá er
afskaplega erfitt að sjá hvernig
sá hinn sami getur verið almátt-
ugur og hvað þá góður. Af
hverju gerir hann þá hluti eins
og að taka frábæra móður frá
börnunum sínum og eiginmanni
án fyrirvara? Af hverju tekur
hann yndislega vinkonu frá
stórum hóp? Af hverju tekur
hann manneskju úr þessum
heimi sem gerir veröldina betri
og ríkari? Og ekki ríkari af ver-
aldlegum auði sem skiptir engu
máli. Því ef það var einhver sem
ég hef kynnst í þessu lífi sem
lagði lítið virði í veraldlegan auð
þá var það hún Hulda okkar.
Hún vissi hvað virkilega skipti
máli.
Allt sem hún gerði var til að
gera heiminn betri, meira skap-
andi, skemmtilegri og litríkari.
Tilgangurinn með FAFU var
aldrei að velta milljörðum og
græða milljarða. Tilgangurinn
var að bæta heiminn með því
dýrmætasta sem við eigum:
Börnunum okkar. Með því að
hjálpa þeim að leysa úr læðingi
allt sem þau eru fær um verður
heimurinn betri. Og hún var
loksins komin í þá stöðu að geta
gert akkúrat það. Hún Hulda
okkar var farin að blómstra.
Síðast þegar ég hitti hana, um
viku áður en hún fór, var hún
einmitt að tala um hvað hún
elskaði það sem hún væri að
gera og gleðin var smitandi.
Það var líka algjörlega skýrt
hvað skipti hana mestu máli:
Börnin hennar og fjölskylda.
Það er erfitt að finna móður
sem var jafn mikill þátttakandi í
lífi barnanna sinna. Óþreytandi
störf fyrir foreldrafélagið, af-
mælispartý, búningaföndur,
dund og dúllerí. Það var ynd-
islegt að heyra hana tala um
þau. Mér finnst ég þekkja þau
bara á því að heyra af þeim og
sjá myndir og vildi óska þess að
ég þekkti þau í raun því þá gæti
ég betur stutt þau á þessum erf-
iðu tímum.
Við, sem vorum þeirra for-
réttinda aðnjótandi að eiga hana
að vinkonu í leik og starfi, feng-
um vinkonu sem stóð alltaf með
manni, var hvetjandi en jafn-
framt gagnrýnin og sagði sína
skoðun. Maður vissi alltaf hvar
maður stóð þegar Hulda var
annars vegar, hún var alltaf til
staðar fyrir mann og það var
dýrmætt að geta hent á milli
hugmyndum og fengið hjá henni
aðstoð. Hrein, bein og traust.
Við gátum kjaftað um heima og
geima og símtöl til að tjékka á
einhverju smotteríi teygðust
ósjaldan vel á aðra klukku-
stundina.
Dillandi hláturinn er hljóð
sem ég vil aldrei gleyma. Það
varð víst aldrei af „viðskipta-
“fundinum sem við vorum alltaf
að plana ofan í Bláa lóninu sem
kennir manni að fresta ekki
hlutunum.
Hugsanir mínar og styrkur
eru hjá Halldóri og börnunum á
þessum erfiðu tímum. Ég veit
að við í Xenia hópnum hugsum
allar til þeirra og vonumst til að
geta létt undir með þeim á ein-
hvern hátt.
Það verður langur tími þar til
við meðtökum þennan missi og
lengi veit ég að ég á eftir að
teyja mig til að taka upp tólið,
eða smella til að senda skilaboð
og muna svo að hún er ekki
lengur. Og það er sárt og það er
ósanngjarnt. Elsku Huldan mín,
hvar sem þú ert. Ég sakna þín
óendanlega.
Knús xo.
Þóranna Kristín Jónsdóttir.
Það er erfitt að setjast niður
og skrifa þessi orð til minningar
um hana Huldu mína.
Mér finnst eins og ég hafi
alltaf þekkt hana Huldu, en við
þekktumst þó ekki nema í nokk-
ur ár. Kynni okkar hófust þegar
nokkrar konur ákváðu að taka
sig saman og búa til stuðnings-
net fyrir konur í nýsköpun. Þær
eru fáar og finnst stundum að
það sé einmanalegt að standa í
þessu frumkvöðlabrasi.
Fyrirtæki Huldu, Fafu, hafði
háleit markmið. „Við erum ekki
að selja búninga, við erum að
þróa hugmyndafræði,“ sagði
hún með þjósti þegar maður
reyndi að átta sig á því hvað
Fafu væri að gera. En þrátt fyr-
ir skilningsleysi mitt á hug-
myndafræði um þroska barna
æxlaðist það þannig að ég tók
sæti í stjórn Fafu. Fafu var þá
nýbúið að fá inn örlitla fjárfest-
ingu og þær hjá Fafu voru með
stóra drauma sem voru í litlu
samræmi við fjármagnið sem
fyrirtækið hafði að vinna með.
Enda fór svo að aurinn kláraðist
fljótt, eldmóðurinn lét á sjá og
lítið virtist framundan nema
loka fyrirtækinu og láta draum-
inn deyja.
Þetta var erfitt ferli fyrir
Huldu og reyndi mikið á hana.
En á þessum tíma kynntist ég
Huldu vel og fann hversu mikið
var í hana spunnið. Henni tókst
að átta sig á því hvaða hlutir
það væru sem skiptu hana máli;
hvað væri þess virði að berjast
fyrir og hverju mætti sleppa.
Fyrir henni skipti fyrirtækið
í sjálfu sér ekki miklu máli.
Hennar draumur snérist um
hugmyndafræði Fafu og að
koma henni á legg. Kollegi
hennar í Bretlandi sá að í henni
bjuggu einstakir eiginleikar og
bauðst til að kaupa fyrirtækið –
ef Hulda fylgdi með.
Svo fór að Fafu flutti til Bret-
lands og þar fékk Hulda það
bakland sem hún þurfti til að
þróa áfram sína hugmynda-
fræði. Því draumurinn snérist
ekki bara um búninga; ekki þeg-
ar hægt var að smíða innileik-
föng og útileikföng og leikskóla
líka.
Það var gaman að fylgjast
hvernig Hulda blómstraði þegar
kom í ljós að erfiðleikar Fafu á
Íslandi snérust um skort á fjár-
magni og stuðningi en ekki það
að hugmyndafræðin væri mark-
laus. Þegar baklandið var komið
og hún hafði svigrúm til að
skapa – þá virtust henni engin
takmörk sett.
Það var samt stundum erfitt
að fylgjast með. Hulda hafði
nefnilega takmarkaðan áhuga á
því að segja manni hvað hún
væri búin að gera; hugurinn var
alltaf að takast á verkefni dags-
ins í dag – eða þá morgundags-
ins.
Það er einmitt það sem við
þurfum að gera núna – takast á
við morgundaginn. En án þess
að geta pingað Huldu í stutt
spjall eða heyrt hana hlæja.
Síðustu skilaboðin sem ég
fékk frá henna voru „life is ran-
dom“ .
Hulda mín, það er svo satt.
Takk fyrir að vera hluti af lífi
mínu – svo miklu stærri hluti en
árafjöldinn segir til um.
Dóri minn, börn, systkini,
foreldrar og aðrir aðstandendur.
Þið voruð lánsöm að fá að hafa
Huldu í lífi ykkar. Ég votta ykk-
ur mína innilegustu samúð.
Helga Waage.
Fleiri minningargreinar
um Huldu Hreiðars-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Helga DagmarJónsdóttir
fæddist í Reykja-
vík 23. júlí 1944.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
13. júní 2015.
Foreldrar
Helgu voru Jón
Ingiberg Bjarna-
son, f. 8. júní.
1921, d. 10. febr-
úar 1983, og Þóra
Níelsína Helga Hákonardóttir,
f. 16. maí. 1926, d. 19. sept-
ember 2011. Eiginmaður Þóru,
Sveinn Kristinsson, f. 5. ágúst
1920, d. 4. nóvember 1977,
gekk Helgu í föðurstað.
Systkini Helgu eru Snjó-
laug, f. 13. ágúst 1947, Mar-
grét, f. 23. febrúar 1951, Auð-
ur, f. 11. júlí 1954, Kristín, f.
22. mars 1956, Áslaug, f. 11.
ágúst 1957 og Hákon, f. 24.
ágúst 1958.
Árið 1960 kynntist Helga
Jóni Edward Wellings, eign-
uðust þau eina dóttur, Petrínu
Guðrúnu, f. 14. desember
1963, eiginmaður
hennar er Vigfús
Vigfússon, f. 1960.
Þeirra börn eru
Vigfús, f. 1983, og
Selma Dögg, f.
1989, sambýlis-
maður hennar er
Egill Jóhannsson,
f. 1988. Þann 12.
október 1967 gift-
ist Helga Jóni
Þorvaldssyni, f.
11. mars 1943. Þau slitu sam-
vistum. Börn þeirra eru Guð-
rún Margrét, f. 24. október
1967. Hennar börn eru
Sandra, f. 1989, Jón Sævar, f.
1997, og Ragnheiður Ósk, f.
2000. Eiginmaður hennar er
Magnús Sigþórsson, f. 1961.
Þorvaldur, f. 16. júlí 1972,
sambýliskona er Áslaug Hrönn
Reynisdóttir, f. 1978. Þeirra
barn er Jón Reynir, f. 2009.
Yngstur er Hákon Rúnar, f.
28. júlí 1976.
Útför Helgu fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 19.
júní 2015, kl. 15.
Elsku mamma okkar er fallin
frá eftir langvarandi veikindi og
sitjum við hér systurnar með
söknuð í hjarta. Það er svo erfitt,
elsku mamma mín, að kveðja þig
en við vitum að nú getur þú skilið
við göngugrindina og labbað
verkjalaus um allt. Ætlum við að
minnast allra góðu stundanna sem
við áttum með þér og geymum
þær minningar í hjörtum okkar.
Alltaf var hlaðborð hjá þér þeg-
ar gesti bar að garði og borðið
svignaði undan smurbrauði og
heimabökuðum kökum.
Ekki má gleyma pönnukökun-
um sem þú gerðir, elsku mamma,
þær voru þær bestu í heimi. Í
seinni tíð þegar þú komst í heim-
sókn til okkar var ávallt spurt
hvort þú ætlaðir ekki að skella í
pönnsur.
Aldrei kvartaðir þú þrátt fyrir
að vera þjökuð af verkjum, alltaf
var stutt í brosið og húmorinn. Á
þínum yngri árum með pabba var
svo farið að dansa, það var þitt líf
og yndi, þegar þið voruð kominn á
dansgólfið myndaðist stór hringur
utan um ykkur og þið voruð klöpp-
uð upp trekk í trekk.
Að endingu viljum við systurn-
ar þakka starfsfólki á hjúkrunar-
heimilinu Eir fyrir að annast
mömmu af svo mikilli natni og hlý-
hug.
Við kveðjum þig, elsku
mamma, með svo miklum söknuði
þangað til við sjáumst aftur. Þínar
ástkæru dætur,
Guðrún og Petrína.
Kveðja til mömmu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku mamma.
Hákon, Þorvaldur og fjöl-
skylda.
Elsku Silla amma okkar.
Það er svo óraunverulegt að þú
sért farin frá okkur. Þrátt fyrir öll
veikindin þá bjuggumst við aldrei
við þessu því að þú varst svo sterk
og reist alltaf upp aftur. Einhvern
tímann verður víst öllu að ljúka og
við reynum að horfa á björtu hlið-
arnar, nú ertu verkjalaus og tilbú-
in í einn snúning.
Þrátt fyrir allt þá var húmorinn
þinn aldrei langt undan og hann
hefur sennilega hjálpað þér í
gegnum ansi margt. Glens og grín
var ávallt við völd þegar þið systk-
inin og börnin ykkar hittust og við
munum minnast þín með bros á
vör.
Við getum ekki kvatt þig án
þess að minnast á pönnukökurnar,
takk fyrir þær allar. Við verðum
að fara að æfa okkur í pönnuköku-
bakstri til þess að halda heiðrinum
á lofti. Við skilum honum áfram til
langömmubarnsins sem er á leið-
inni, þú varst orðin svo spennt fyr-
ir því.
Elsku amma, það er sárt að
kveðja en nú ertu komin á betri
stað þar sem þú bíður sennilega
eftir okkur hinum þegar okkar
tími kemur vel til höfð, naglalökk-
uð og fín. Þín ömmubörn,
Vigfús (Fúsi) og Selma Dögg.
Elsku Silla amma okkar er fall-
in frá. Við vitum að hún er komin á
góðan stað til Þóru langömmu og
við vitum að Assa hundurinn okk-
ar hefur tekið á móti henni dillandi
skottinu.
Hún amma okkar var rosaleg
góð og sterk kona, hún sagði okk-
ur alltaf sögur af okkur þegar við
vorum lítil.
Til dæmis þegar gamli hundur-
inn þeirra át afmæliskökurnar
hans afa þegar hann var 40 ára og
amma var ekki ánægð með hann
Lappa þá.
Hún bakaði rosalega góðar
kökur og bestu pönnukökur í
heimi.
Amma okkar, við munum alltaf
sakna þín. Minning þín mun alltaf
lifa í okkur. Við elskum þig.
Þín barnabörn,
Jón Sævar, Sandra
og Ragnheiður Ósk.
Helga Dagmar
Jónsdóttir
Mig langar að skrifa fáein
minningarorð vegna andláts
tengdaföður míns, Haraldar
Ellingsen. Hann var í stuttu
máli einstaklega skemmtilegur
maður.
Mér fannst alltaf ótrúlegt að
hann hefði gert hagfræði og
vangaveltur um peningamál
þjóðarinnar að ævistarfi sínu.
Haraldur var fyrst og fremst
hagfræðingur andans í mínum
huga, ótrúlega vel lesinn og
gríðarlegur áhugamaður um
andleg málefni.
Hann var í forvitinn um lífið,
spurði óteljandi spurninga um
það sem maður var að fást við
hverju sinni, og var með
skemmtilegar samsæriskenn-
ingar um eitt og annað í heim-
inum.
Haraldur
Ellingsen
✝ Vegna mistakavið vinnslu
minningargreina
eru þessar greinar
birtar aftur. Beðist
er velvirðingar á
mistökunum.
Haraldur Ell-
ingsen fæddist í
Reykjavík 22. maí
1935. Hann lést
þann 9. júní 2015.
Þegar ég heim-
sótti Harald á dán-
arbeði var hann
sæll og glaður, um-
kringdur fjölskyld-
unni og reiðubúinn
að hefja nýtt ferða-
lag. Ég sendi Ás-
björgu Ellingsen,
konu hans, börnum
og barnabörnum
mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Þorsteinn J.
Undanfarið hafa verið út-
skriftir úr framhaldsskólum
landsins. Gamlir nemendur
þeirra minnast liðinna tíma.
Þar á meðal voru 60 ára stúd-
entar frá Menntaskólanum í
Reykjavík, en þeir luku stúd-
entsprófi vorið 1955.
Boðið var til kaffisamsætis í
skólanum. Móttökur voru hlýj-
ar og var það ánægjuleg stund.
Haraldar Ellingsen var saknað,
en hann var ekki með vegna
þess að hann lá þungt haldinn á
sjúkrahúsi og barðist við
krabbamein sem dró hann til
dauða. Í tímans rás hafa margir
úr þessum hópi gengið á vit
feðra sinna og nú mun um
þriðjungur þessa stúdentshóps
vera fallinn frá.
Svo vildi til að við Haraldur
vorum bekkjarbræður í þriðja
bekk. Við áttum heima í austur-
hluta borgarinnar, skammt
hvor frá öðrum, og vorum þess
vegna oft samferða heim úr
skólanum og urðum ágætir
kunningjar. Hann sagði mér
margt af ættmennum sínum og
öðru fólki.
Haraldur valdi sér viðskipta-
og efnahagsmál að lífsstarfi.
Lauk námi í viðskiptafræði við
Háskóla Íslands og jók við
menntun sína erlendis. Hann
starfaði að efnahagsmálum við
ýmsar stofnanir en undirrituð-
um er ekki nánar kunnugt um
störf hans enda ekki dómbær á
þau málefni.
Hann var glaðsinna að eðl-
isfari og hafði ánægju af því að
taka menn tali um ýmis mál-
efni.
Hann velti fyrir sér hinum
ýmsum hliðum mannlífs og
náttúru og urðu það oft
skemmtilegar samræður.
Heilsu hans hrakaði nokkuð
hin síðari ár en hann bar sig þó
vel. Ásamt sinni góðu eigin-
konu, Ásbjörgu, tók hann þátt í
bekkjarferðum og árlegum
kirkjuferðum árgangsins, fé-
lagsstarfi eldri borgara, stund-
aði sund o.fl.
Samúðarkveðjur eru færðar
eiginkonu hans, börnum og fjöl-
skyldum þeirra.
Ólafur Jónsson.