Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.06.2015, Blaðsíða 21
Skúli Halldórsson sh@mbl.is Tugmilljónum manna hefur verið nauðugur einn sá kostur að flýja heimili sín sökum stríðsátaka og of- sókna undanfarin ár. Nú er svo komið að tæplega 60 milljón manns eru á hrakningum, helmingur þeirra börn. Ljóst er að þessi gríðarmikli fólksflótti, sem í mann- kynssögunni þykir fordæmislaus, hefur lagt þungar byrðar á mörg ríki sem þola álagið illa til lengdar. Tölur sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna opinberaði í gær varpa skýru ljósi á ástandið í heimi þar sem ný átök virðast reglulega rísa upp og þau eldri sýna lítil merki um rénun. Fólk sem flýr heimalönd sín endar sjaldnast á Vesturlöndum heldur á stöðum þar sem þróun er komin skemmra á veg. Tyrkland, Íran og Pakistan hýsa þannig hvert fyrir sig hátt hlutfall flóttamanna í heiminum. Einn af hverjum fjórum hælisleit- endum hefst við í heimsins fátæk- ustu löndum. Til að mynda njóta mun fleiri skjóls í Eþíópíu og Kenía en í Bretlandi og Frakklandi. Segir í skýrslunni að dreifing flóttamanna á heimsvísu halli verulega á þær þjóðir sem ekki geti talist ríkar. Þrátt fyrir það hefur myndast töluverð andúð í ríkjum Evrópu gagnvart þeim bylgjum fólks sem koma norður yfir Miðjarðarhafið á flótta undan átökum, meðal annars í Erítreu og Sýrlandi. Evrópusam- bandið hefur samt sem áður hætt við að leita samþykkis hjá Örygg- isráði SÞ fyrir því að beina valdi gegn smyglurum sem reyna að koma fólki yfir hafið, ásamt því að eyðileggja skip þeirra. Íhuga hernaðaraðgerðir á hafi Sambandið hyggst þó hefja fund- arhöld á mánudag um hvort hefja skuli hernaðaraðgerðir á alþjóða- hafsvæði í Miðjarðarhafinu, en fyrir slíkar ráðstafanir er óþarft að leita blessunar ráðsins. „Á öld fordæmislauss fólksflótta þurfum við fordæmislausa mannúð- araðstoð. Við þurfum að endurnýja skuldbindingar alþjóðasamfélags- ins um að skýla skuli því fólki sem flýr átök og ofsóknir,“ segir for- stöðumaður Flóttamannastofnun- arinnar í yfirlýsingu sem fylgdi skýrslunni. Fordæmislaus fólksflótti  Ný skýrsla SÞ varpar ljósi á fjölda flóttamanna í heiminum  Flestir sem flýja heimalönd sín enda í vanþróuðum löndum AFP Landganga Fólk á flótta frá Afganistan myndað við landgöngu á grísku eyjunni Lesbos. Konur og börn má víða finna á ströndum og í borgum eyjarinnar, örmagna eftir ferðalag um Eyjahafið. Eftir skráningu er fólkið eitt á báti. Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 2015 Skúli Halldórsson sh@mbl.is Evrópusambandið er tilbúið að framlengja viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi um 6 mánuði til viðbótar. Var ákvörðun um þetta tekin af sendiherrum sambandsríkjanna í Brussel á miðvikudag og er búist við að hún verði staðfest á fundi utanrík- isráðherra sömu ríkja snemma í næstu viku. Ákvörðunin er til þess fallin að slá á ótta margra um að beiskar og ár- angurslausar samningaviðræður við Grikki, um lán til handa ríkisstjórn landsins, myndu gera Rússum kleift að rjúfa samstöðu sambandsríkj- anna. Hafa meðlimir Evrópuþings- ins látið í ljós áhyggjur sínar af því að forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, myndi mögulega nota neitunarvald landsins til að hindra frekari þvingunaraðgerðir og þannig reyna að tryggja ríkinu lána- pakka frá Rússum. Þurfa aðeins eitt ríki af 28 Stjórnvöld í Kreml hafa enda bar- ist hart gegn því að þvinganirnar verði framlengdar, en þeim var kom- ið á í kjölfar þess að Rússland inn- limaði Krímskagann frá Úkraínu í mars á síðasta ári. Fyrir ákvörðun um slíkar aðgerðir þarf einróma samþykki allra 28 sambandsríkjanna að koma til, svo Kremlverjar þurfa aðeins að snúa einu þeirra á sína sveif til að hindra framlengingu. Nú virðist hins vegar sem þeim hafi mistekist að tryggja sér atkvæði frá nokkru þeirra landa sem sýnt hafa þvingunum lítinn áhuga, en auk Grikklands má þar nefna Kýpur og Ungverjaland, og hafa Rússar þó biðlað til þeirra statt og stöðugt, samkvæmt heimildum bandaríska dagblaðsins New York Times. Bandarísk yfirvöld hafa þrýst á helstu Evrópuríkin um að viðhalda þvingunum og fengu þau loforð frá Angelu Merkel Þýskalandskanslara og öðrum leiðtogum á G7-fundinum í síðustu viku, um að þær yrðu áfram til staðar þangað til Rússar hjálpa til við að koma á friði í Úkraínu. Rússum mistekst að rjúfa samstöðu í ESB AFP Pútín Svo virðist sem Kremlverjum hafi mistekist að snúa einhverju sam- bandsríkjanna á sína sveif til að hindra framlengingu efnahagsþvingana. 60 milljónir manna í heiminum eru á flótta undan átökum og ofsóknum. 14 milljónir manna flúðu heimili sín á síðasta ári samkvæmt tölum SÞ. ‹ FÓLK Á FLÓTTA › » SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON ÍSLENSKAR KILJUR VIKAN 10.06.15 - 16.06.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Ljós af hafi M.L.Stedman Ég á teppi í þúsund litum Anne B. Ragde Stjörnur yfir Tókýó Hiromi Kawakami Hilma Óskar Guðmundsson Hamingjuvegur Liza Marklund Blóð í snjónum Jo Nesbø Tapað fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Auga fyrir auga Roslund & Hellström Rótlaus Dorothy Koomson Skuggadrengur Carl-Johan Vallgren

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.