Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 FRÉTTASKÝRING Brynja B. Halldórsdóttir brynja@mbl.is Í deild eigin viðskipta í Kaupþingi var stunduð stórfelld markaðs- misnotkun 2007-2008 með því að sett voru inn mörg kauptilboð í hlutabréf. Með því var eftirspurn eftir bréf- unum ranglega gefin til kynna en eft- irspurnin kom nær öll frá bankanum sjálfum. Þá var ranglega látið líta svo út að erlend félög hefðu lagt fé til kaupa á hlutum í bankanum en í raun voru kaupin fjármögnuð með lánveit- ingum frá bankanum sjálfum. Þannig var fé hans stefnt í verulega hættu með lánveitingum, en félögin voru eignalaus og ekki í rekstri. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem dæmdi í gær sjö fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir sinn þátt í markaðsmisnotkun og umboðssvikum. Tvö ákærðu, Magnús Guðmundsson og Björk Þór- arinsdóttir, voru sýknuð. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri bankans, var dæmdur í fjög- urra og hálfs árs fangelsi. Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmda- stjóri útlána, var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Tveir starfsmenn eigin viðskipta Kaup- þings, þeir Birnir Sær Björnsson og Pétur Kristinn Guðmarsson, voru dæmdir í 18 mánaða skilorðisbundið fangelsi en refsing fellur niður eftir tvö ár haldi þeir almennt skilorð. Einar Pálmi Sigmundsson, fyrrver- andi forstöðumaður eigin viðskipta, fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Bæði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður bankans, fengu hegningarauka vegna fyrri brota. Þannig var Sigurður dæmdur til eins árs fangelsisvistar til viðbótar við fyrri fjögurra ára fangelsisdóm úr Al Thani-málinu en Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing en sú fimm og hálfs árs fangelsisrefsing sem hann fékk í sama máli. Kröfum ákæruvaldsins á hendur Björk Þórarinsdóttur, fyrrverandi fulltrúa í lánanefnd bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, var ýmist vísað frá dómi eða þau sýknuð. Hreiðar Már, Sigurður, Ingólfur, Einar, Birnir Sær og Pétur Kristinn voru taldir hafa í sameiningu stundað markaðsmisnotkun með hlutabréf út- gefin af bankanum sjálfum á tæplega árs tímabili með framsetningu til- boða og viðskipta í sænsku og ís- lensku kauphöllinni. Viðskiptin eru sögð hafa tryggt óeðlilegt verð sem hafi verið til þess fallið að gefa verð bréfanna ranglega til kynna. Kaup fjármögnuð af bankanum Þá voru Hreiðar Már, Sigurður og Magnús ákærðir fyrir markaðs- misnotkun fyrir að hafa komið á við- skiptum með hluti í Kaupþingi og ranglega látið líta út eins og félögin Holt Investment Group, Fjárfesting- arfélagið Mata og Desulo Trading Limited hefðu lagt fé til kaupanna. Í raun hefði Kaupþing fjármagnað þau með lánveitingum, þannig að bankinn hefði borið fulla markaðsáhættu af hlutunum. Þá hefðu lánveitingarnar verið veittar nær án allra viðbót- artrygginga, fyrir utan bréf í Exista sem Holt Investment lagði að veði. Héraðsdómur sló því föstu að um- rædd sala hefði gefið ranglega til kynna framboð og eftirspurn eftir bréfunum. Fjárhagsleg áhætta hefði öll verið Kaupþings, sem hefði ekki haft aðrar tryggingar en bréf í sjálfu sér. Aðeins Ingólfur var sakfelldur fyrir þennan hluta ákærunnar en aðrir sýknaðir. Lánuðu út fyrir heimildir sínar Þá voru þeir Hreiðar Már, Sig- urður, Ingólfur, Magnús og Bjarki ákærðir fyrir umboðssvik með því að fara út fyrir lánveitingarheimildir sínar og stefna fé bankans í verulega hættu. Þannig veitti bankinn áð- urnefndum erlendum félögum, auk fjárfestisins Kevins Stanford, lán til kaupa á hlutum í bankanum. Voru þau veitt án samþykkis lánanefndar bankans, að mestu án viðbótartrygg- inga og án mats á greiðslugetu og eignarstöðu félaganna. Bjarki var sakfelldur fyrir tvær lánveitingar til Holt Investment Grroup en Sigurður og Hreiðar Már fyrir þá þriðju. Einnig var Bjarki dæmdur fyrir þrjár lánveitingar til Desulo Trading og Hreiðar Már fyrir eina lánveitingu til þess félags. Hreiðar Már var einn dæmdur fyrir lánveitingu til Kevins Stanford. Þá var talið ósannað að ákærðu hefðu veitt lán til Fjárfestingarfélagsins Mata og allir sýknaðir vegna þess. Sýndarkaup og ímynduð eftirspurn  Héraðsdómur dæmir sex fyrrverandi starfsmenn Kaupþings í fangelsi, tveir fá hegningarauka og tvö sýknuð  Markaðurinn blekktur með ímyndaðri eftirspurn og fé bankans stefnt í verulega hættu Morgunblaðið/Eggert Dómsuppkvaðning Sakborningar mættu ekki í héraðsdóm í gær til að heyra dóminn, aðeins verjendur þeirra. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Lokaður Facebook-hópur leigubíl- stjóra var kærður til Persónuverndar í gær. Með kærunni er farið fram á að Persónuvernd rannsaki upplýsinga- öflun sem fer fram á síðunni. Samkvæmt skjáskotum af efni sem birtist í hópnum, og Morgunblaðið hefur undir höndum, hafa meðlimir hópsins, sem eru tæplega 800 talsins, m.a. deilt leynilegri myndbandsupp- töku, myndum af skilríkjum farþega, upplýsingum um að leigubílstjórar taki síma og vegabréf í „pant“ og myndum af farþegum. Þá er þar að finna umræður um að tiltekinn far- þega beri að varast, þar sem viðkom- andi sé HIV-smitaður. Virðist sem svo að upplýsingunum sé ætlað að koma í veg fyrir að svindlað sé á leigubílstjórum. Hafa ekki tekið kæruna fyrir Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Persónuvernd barst stofnuninni kæra í gær er snýr að Fa- cebook-hópi leigubílstjóra. Kæran hefur ekki hlotið efnislega meðferð og af þeim sökum fengust ekki frek- ari upplýsingar um innihald hennar. Sæmundur Kristján Sigurlaugs- son, framkvæmdastjóri Hreyfils- Bæjarleiða, fékk fyrst veður af Face- book-hópnum og kærunni til Persónuverndar þegar Morgunblað- ið leitaðist eftir viðbrögðum hans. Gert að loka síðunni, í hvelli! Hópurinn ber heitið „Hreyfill- Bæjarleiðir“ en Sæmundur segir að hópurinn tengist stöðinni ekki með nokkrum hætti og forsvarsmönnum hópsins sé óheimilt að nota nafn stöðvarinnar. „Við hörmum það að menn skuli vera að tjá sig um einhverja persónu- lega reynslu úr starfi. Þagnarskylda er regla númer eitt, tvö og þrú,“ segir Sæmundur. Annar tveggja stjórn- enda hópsins er leigubílstjóri hjá Hreyfli. Sæmundur segir að honum verði gert að loka síðunni samstundis „og það í hvelli!“. „Ég get lítið sagt annað en það að þetta samræmist alls ekki stefnu Hreyfils. Það verður tekið á þessu hjá okkur eftir helgi þó svo að þetta sé stöðinni óskyld síða.“ Deila myndum af farþeg- um á lokaðri Facebook-síðu  Hópur leigubíl- stjóra kærður til Persónuverndar Morgunblaðið/Ómar Persónuvernd Framkvæmdastjóri Hreyfils-Bæjarleiða segir hópinn ótengdan stöðinni. Þó verði tekið á málinu innan stöðvarinnar eftir helgi. Ákærunni er skipt upp í þrjá kafla. Í fyrsta kaflanum voru Birnir Sær, Pétur Kristinn, Einar Pálmi, Sig- urður og Hreiðar Már dæmdir fyrir markaðsmisnotkun í formi hluta- bréfakaupa eigin viðskipta bank- vestment og Desulo Trading. Sig- urður var einnig dæmdur vegna lánveitingar til Holts en allir ákærðu voru sýknaðir í tengslum við Mata enda ósannað að þeir hefðu lánað félaginu. ans. Í öðrum kafla var Ingólfur einn dæmdur fyrir markaðsmisnotkun með milligöngu um sýndarkaup. Í þeim þriðja voru Bjarki og Hreiðar Már dæmdir fyrir umboðs- svik vegna lánveitinga til Holt In- Sjö dæmdir af níu ákærðum HVER VAR DÆMDUR FYRIR HVAÐ? Hreiðar Már Sigurðsson Sigurður Einarsson Bjarki Diego Ingólfur Helgason Einar Pálmi Sigmundson Birnir Sær Björnsson Pétur Kristinn Guðmarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Stórfengleg náttúra Suður-Þýskalands lætur engan ósnortinn, þar sem umlykjandiAlpafjöllin og blómlegar sveitir skreyta dásamlegt landslagið.Við heimsækjumArnarhreiður Hitlers, tærasta stöðuvatn Evrópu, Königssee, njótum náttúrufegurðar í Ettal, virðum fyrir okkur víðáttuna frá tindi Zugspitze og heimsækjum eyjarnar Herren- og Fraueninsel á siglingu um vatnið Chiemsee. Verð: 222.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir 14. - 23. ágúst Tignarleg fjöll&töfrandihallir Sumar 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.