Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 10

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Þetta var allt tilviljunumháð,“ segir IngibjörgGeirsdóttir sem ásamt eig-inmanni sínum, Snorra Guðmundssyni, rekur ferðaþjón- ustufyrirtækið Skotgöngu í Skot- landi, sem sérhæfir sig í skipulögð- um gönguferðum fyrir Íslendinga. „Þetta byrjaði þannig að ég fór að fara með vinkonur mínar í göngu- ferðir um svæðið eftir að við fluttum til Skotlands. Á meðan karlarnir fóru í golf þá skelltu golfekkjurnar sér í göngu,“ segir Inga létt í bragði en fyrirtæki þeirra hjóna blómstrar sem aldrei fyrr nú tæpum tíu árum síðar. Bjóða þau bæði upp á hópferðir þar sem þau skiptast á að sjá um far- arstjórn og ferðir þar sem hóparnir ganga leiðirnar á eigin vegum. „Það er leikur einn að fara þetta sjálfur. Við sjáum þá um að skipu- leggja gistingar og farangursflutn- inga á leiðinni. Leiðin er vel merkt og fær hópurinn kort og allar hand- hægar upplýsingar áður en lagt er af stað.“ Fallegasta svæði landsins „Aðalleiðin sem við förum kall- ast West Highland Way en hún þyk- ir langfallegust og skemmtilegust,“ segir Inga en leiðin er einir 153 kíló- metrar og tekur það sjö daga að ganga hana á enda. Liggur hún á milli Milngavie, úthverfis Glasgow, og Fort William. Um 100 þúsund manns ganga hana árlega en hún liggur í gegnum eitt fallegasta svæði landsins. „Farið er meðfram vötnum, Skotgengur um sveitir Skotlands Hjónin Ingibjörg Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson fluttu til Skotlands fyrir tólf árum og eiga nú og reka ferðaþjónustufyrirtækið Skotgöngu (Scot Walks Ltd.) sem sérhæfir sig í fjölbreyttum gönguferðum fyrir Íslendinga. Vinsælasta leiðin er sjö daga ganga um West Highland Way sem liggur um fallegustu svæði landsins. Bæði er hægt að ganga með og án fylgdar hjónanna. Fjör Inga og Snorri þykja afar fróð um staðhætti og menningu auk þess að vera létt og skemmtileg, eins og fram kemur í umsögn göngugarpa. Útsýn Hér horfa danskir göngugarpar í ferð með Skotgöngu yfir bæinn Kinlochleven. Í fjarska sjá þau hvar þau höfðu komið niður daginn áður. Í dag kl. 14 að Austurmörk 23, í húsi leikfélagsins í Hveragerði, fer fram glæsilegt bókauppboð á fornbókum í tilefni af opnun bókamarkaðarins Bókabæjanna austanfjalls í Hvera- gerði. Mun Anna Birna Þráinsdóttir, Sunn- lendingur með meiru, stjórna uppboð- inu með sínum einstaka hætti. Verður ýmsa kjörgripi að finna á uppboðinu, m.a. eftirfarandi: Harmsaga ævi minnar eftir Birki- land, Norsk lög Hrappseyjarprents frá 1779, Færeyingasaga frá 1832, Saga Ólafs Tryggvasonar frá 1892, Grallari frá 1739, Orðskviðasafn Guðmundar á Staðastað frá 1809, Hauksbók frá 1892, Íslenskir sjávarhættir, Árituð Hvalasaga Jóhannesar Kjarvals, Björn og Sveinn eftir Megas, Enemond eftir Dunganon, Kortasaga Íslands og margt fleira. Heildarlisti yfir bækur sem boðnar verða upp verður birtur á heimasíðu Bókabæjanna austanfjalls: www.bokabaeir.is. Vefsíðan www.bokabaeir.is Glæsilegt úrval Hluti þeirra bóka sem verða boðnar upp í dag. Bókauppboð á fornbókum Kjarval og töfraraunsæi nefnist ritsmiðja fyrir 8-12 ára börn í hugmyndasmiðjunni á Kjarvals- stöðum sem verður í boði í dag kl. 13-16. Kjarval málaði margar myndir af vinum sínum og setti þá gjarnan í ævintýralegt um- hverfi. Í ritsmiðjunni skrifa börn- in sögur um vini sína eða fjöl- skyldur innan ramma töfraraunsæis og gæða hvers- dagsleikann ævintýrablæ. Ekki þarf að skrá sig á námskeiðin og þátttaka er ókeypis en gott er að mæta tímanlega. Leiðbeinandi er Markús Már Efraím en í haust mun hann stjórna fleiri rit- smiðjum. Endilega … … farið í ritsmiðju með börnin Vinir Kjarval málaði margar myndir af vinum sínum og skrifaði texta við. Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá sögulegu kjöri Vigdísar Finnboga- dóttur í embætti forseta Íslands verður efnt til hátíðardagskrár á Arnarhóli á morgun, sunnudag, kl. 19.40-21.10. Fjöldi listamanna kemur fram, en dagskránni er ætlað að höfða til alls almennings, ekki síst ungs fólks. Félagar úr blásarasveitinni Wonderbrass leika, Edda Þórarins- dóttir og Felix Bergsson flytja brot úr sápuóperunni Leitin að Jörundi í tónlistarstjórn Karls Olgeirssonar og Hjörleifur Hjartarson kynnir brot úr Sögu þjóðar. Þá mun færeyska söngkonan Ei- vør Pálsdóttir og dönsku og sænsku óperusöngvararnir Palle Knudsen og Ylva Kihlberg flytja kveðjur frá frændþjóðum með söng sínum. Hljómsveitirnar Baggalútur og Samaris leika og syngja og ungt tónskáld, Már Gunnarsson, flytur frumsamið lag til Vigdísar. Sviðs- höfundar og leikarar frá Listahá- skóla Íslands og Stúdentaleikhús- inu varpa með sínum hætti ljósi á Þjóðin sem valdi Vigdísi - Hátíðardagskrá á morgun Ungt tónskáld flytur frumsamið lag til Vigdísar Finnbogadóttur Ljósmynd/Róbert Ágústsson Glæsilegur forseti Vigdís ávarpar fólk af svölum eftir forsetakosningar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin brúðkaupsgjöf. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir þvott í uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Allt fyrir eldhúsið Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–18

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.