Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 14

Morgunblaðið - 27.06.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 „Smíðin hefur dregist, það er ágreiningur um steypumál, sem er vonandi að leysast,“ segir Andrés Sigurðsson hjá Loftorku. Fyr- irtækið sér um að smíða göngubrú sem á að tengja Norðlingaholt og Selás í Árbæ. Brúarsmíðin hefur tafist mikið en fyrsti auglýsti frá- gangur á skilti við smíðina var í maí. Þegar ljóst varð að það myndi ekki standast var talað um lok júní. Nú er enginn auglýstur frágangur, bara talað um 2015. Brúin er 70 metra löng en auk þess er verið að gera 1,5 kílómetra stíg með lýsingu og 350 metra reiðstíg ásamt öryggisgirðingu. Þá á að endurgera leiksvæði og búa til áningarstað. Búið að steypa brúargólfið en eftir er að spenna hana upp Búið er að steypa brúargólfið og á eftir að spenna hana upp. „Það er flókið mál að útskýra í stuttri blaðagrein,“ bætir Andrés við. Vegfarendur hafa veitt því athygli að lítið virðist hafa verið unnið við smíðina undanfarnar vikur og stendur brúin því ókláruð með þeirri sjónmengun sem því fylgir. Hann segir að jarðvegsvinnan sé í fullum gangi og frágangur vegna þess í fullum gangi. Hann vonar að hann verði ekki í þessari brúarsmíð miklu lengur. „Þetta vonandi klárast áður en langt um líður.“ benedikt@mbl.is Deilur um steypuvinnu tefja brúarsmíð  Göngubrú yfir Breiðholtsbraut tefst enn frekar Morgunblaðið/Árni Sæberg Stopp Brúargólfið var steypt fyrir þó nokkru. Síðan hefur lítið gerst við brúna yfir Breiðholtsbraut. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Stjórnmálamenn líta á túlkun sem þjónustu en ekki sem réttindi. Það fer gífurlega í taugarnar á okkar skjólstæðingum,“ segir Hjörtur H. Jónsson, formaður Heyrnarhjálp- ar, félags heyrnarskertra á Íslandi. Fjárveitingar til félagslegs tákn- málstúlkasjóðs hafa sætt gagnrýni, en notendum sjóðsins hefur fjölgað ár frá ári. Voru 161 árið 2010 en 193 í fyrra. Tómur sjóður í mánuð Veittar voru 24,6 milljónir í túlkasjóðinn á fjárlögum ársins en í gær ákvað ríkisstjórnin að hækka fjárframlagið um 6 milljónir. Hjörtur segir að sjóðurinn sé í fyrsta sinn rekinn þannig að árinu sé skipt í fjögur tímabil, þrjá mán- uði í senn. Nú þegar öðru tímabili er að ljúka hafi sjóðurinn löngu verið orðinn tómur. „Þessi viðvarandi skortur á túlkaþjónustu gerir það að verkum að heyrnarlausir eru útilokaðir frá viðburðum í daglegu lífi og þeim er ekki gert kleift að taka þátt í sam- félaginu. Fyrir heyrnarskerta er sambærileg þjónusta rittúlkun. Þar ritar einhver það sem sagt er og það birtist á skjá og þeir geta lesið. Sú túlkun er nánast ekki til í dag.“ Helsta verkefni eða þjónustuteg- und sem sótt var um í sjóðinn á síðasta ári var atvinna en undir það fellur t.d. at- vinnuviðtöl, starfsmannfund- ir, námskeið tengd atvinnu s.s. öku-, lyft- ara- og meira- próf og tölvu- námskeið. Næst kom símatúlkun, svo félagsleg þátttaka og í fjórða sæti voru samskipti við banka, tryggingafélög, fasteignasala, lög- menn, síma- og tölvuþjónustufyr- irtæki. Hjörtur segir að það hafi verið illmögulegt að slíta hverja krónu frá ríkinu í sjóðinn og því hafi ver- ið svolítið sárt að sjá fréttir af stofnun jafnréttissjóð og að 50 milljónir á ári eigi að vera varið til verkefna sem ætlað er að efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hér- lendis á stöðu þeirra. „Í fyrsta lagi vil ég segja að ég er hlynntur jafnrétti, það er gefið. En það fer í taugarnar á mér að á Íslandi árið 2015 eru ákveðnir hópar sem búa ekki við jafnrétti. Heyrnarlausir eru einn af þessum hópum og annar hópur er fólk sem er mikið heyrnarskert sem hefur ekki táknmál sem sitt mál,“ segir Hjörtur. Túlkun telst réttindi en ekki þjónusta  Notendum félagslegs táknmáls- túlkasjóðs hefur fjölgað ár frá ári Ljósmynd/Sigríður Dagbjartsdóttir Mótmælt Bifhjólafólk hefur mótmælt tómlætinu með pústkerfum sínum. Segja að heyrnarlausir geti ekki látið í sér heyra en pústkerfin þeirra geti það. Hjörtur H. Jónsson menntun minni hér en í nágranna- löndunum,“ segir Karl. Eins bendir Karl á að nýlegar kannanir sýni að launamunur á milli háskólamenntaðra og ómennt- aðra sé minni en annars staðar. „Almennt skilar háskólamenntun fólki ekki eins miklu starfsöryggi og launum hér og annars staðar. Að einhverju marki má skrifa þetta á háskólakerfið, sem útskrifar fólk með menntun sem ekki er eftir- spurn eftir,“ segir Karl. Meira menntaðir á markað Hann bendir á að þær kynslóðir sem eru að fara út af atvinnumark- aði séu alla jafna ekki með háskóla- menntun á sama tíma og hátt hlut- fall þeirra sem koma inn á atvinnu- markað hefur sótt sér háskóla- menntun. „Slíkt varpar enn frekara ljósi á þörfina fyrir atvinnusköpun fyrir háskólamenntaða,“ segir Karl. einnig að skýra þetta að hluta,“ segir Karl. Einnig telur hann aðhald á veg- um hins opinbera, þar sem gjarnan fyrirfinnast störf fyrir háskóla- menntað fólk, hafa áhrif. „Þetta sýnir að við byggjum á stóriðju, iðnaði og ferðaþjónustu og það vantar betri jarðveg fyrir nýsköp- un,“ segir Karl. Minni háskólamenntun Árið 2000 voru 23% þeirra sem voru á atvinnuleysisskrá með fram- haldsskólapróf, sem er jafnt hlut- falli háskólamenntaðra á atvinnu- leysisskrá nú. „Hafa þarf í huga að háskólamenntuðum hefur fjölgað gríðarlega á vinnumarkaði og auð- vitað hafa orðið til mörg störf fyrir þennan hóp en þeim hefur ekki fjölgað nægilega hratt miðað við hvað háskólamenntun hefur aukist mikið. Þrátt fyrir það er háskóla- Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Háskólamenntun á fyrsta stigi, þ.e. BA- og BS-próf, er kannski farin að líkjast því sem stúdents- próf var fyrir 30-40 árum. Menn þurfa oft á tíðum að sækja sér meistarapróf að auki til að standa betur að vígi á atvinnumarkaði,“ segir Karl Sigurðsson, sérfræð- ingur hjá Vinnumálastofnun. Helg- ast orð Karls af því að hlutfall há- skólamenntaðra á atvinnu- leysisskrá var 23% árið 2014 og hefur aldrei verið hærra sam- kvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Vaxið um 15% frá árinu 2000 Var hlutfall háskólamenntaðra á skrá hjá Vinnumálastofnun 8% árið 2000 og 17% árið 2012. Síðustu tvö ár hefur þetta hlutfall hins vegar hækkað um þrjár prósentur, bæði 2013 og 2014. Á atvinnlueysisskrá árið 2014 voru 1.483 háskólamennt- aðir en þeir voru 2.157 árið 2010 þegar mest lét. Störfum háskóla- menntaðra hefur því fjölgað frá efnahagshruni en fjölgunin hefur verið hægari en hjá fólki með menntun á grunn- og framhalds- skólastigi. Karl Sigurðsson segir hluta ástæðunnar þann að mest hefur orðið til af störfum í ferðaþjónustu þar sem hlutfallslega minna er af störfum fyrir háskólamenntaða. „Eins er að mörgu leyti erfitt um- hverfi í efnahagslífinu fyrir nýsköp- un, hátækni og fleiri hluti sem þarfnast fjárfestinga og það kann BA- og BS-próf hætt að skapa sérstöðu  Háskólamenntaðir 23% atvinnulausra árið 2014 Hlutfall atvinnulausra á skrá eftir menntun Heimild: Vinnumálastofnun 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 20 14 Grunnskóli Framhaldsskóli Háskóli Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, telur að tölur Vinnumálastofn- unar sýni að ekki hafi tekist sem skyldi að færa samfélagið úr viðjum iðn- aðarsamfélags. „Við erum stödd í miðri samfélagsbyltingu, upplýsinga- og tölvubylt- ingu. Heimur iðnbyltingarinnar er heimur gærdagsins og nú þarf menntun fólks að taka mið af því og allra helst þarf menntakerfið að vera í far- arbroddi samfélagsbreytinganna. En hér, eins og annars staðar, hafa at- vinnuhættir ekki náð að fylgja þessari hröðu þróun eftir,“ segir Þórunn. „Tölur Vinnumálastofnunar staðfesta því miður vondan grun okkar í BHM um stöðu háskólamenntaðra á íslenskum vinnumarkaði, ekki síst há- skólamenntaðra kvenna eftir hrun. Konur eru 28% atvinnulausra með há- skólamenntun. Það þýðir ekki að þessar sömu konur hafi kastað menntun sinni á glæ, heldur að á vinnumarkaði er tilfinnanlegur skortur á fjöl- breytni og nýsköpun sem stuðlar að fjölgun nýrra starfa fyrir fólk með alls konar háskólamenntun.“ Erum stödd í samfélagsbyltingu ATVINNUHÆTTIR HAFA EKKI NÁÐ AÐ FYLGJA ÞRÓUN EFTIR Háskóli Íslands Hátt hlutfall fólks á at- vinnuleysisskrá er með háskólamenntun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.