Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 15

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 PIPAR\TBW A • SÍA • 151922 Í Rekstrarlandi aðstoða sérfræðingar okkar við rétt val á hjálparvörum við þvagleka en ávallt er um einstaklingsbundnar lausnir að ræða. Eitt mesta úrval af hjálparvörum sem í boði er við þvagleka er frá hinum vandaða danska framleiðanda Abena. Vörurnar fást í öllum stærðum og gerðum og búa yfir rakadrægni sem hæfir hverju tilfelli fyrir sig þannig að auðvelt er að finna lausn sem hentar hverjum og einum. Abena vörurnar eru flestar umhverfisvænar og framleiddar með það að markmiði að auka á þægindi notenda. Þær eru mjúkar viðkomu, þægilegar og umfram allt lítt áberandi. Skírteinishafar geta nú leitað beint til Rekstrarlands til þess að fá slíkar vörur afgreiddar auk þess sem við sjáum um að koma vörunum heim til notenda án aukakostnaðar. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími 515 1100www.rekstrarland.is Upplýsingar fást í síma 515 1100 eða á heilbrigdi@rekstrarland.is. REKSTRARLAND býður upp á hágæðavörur við þvagleka sem samþykktar eru af Sjúkratryggingum Íslands Almennir saksóknarar hjá embætti sérstaks saksóknara fengu aftur- virka launahækkun þrjú ár aftur í tímann eftir úrskurð kjararáðs hinn 16. desember síðastliðinn. Tveir saksóknarar embættisins fóru þess á leit við kjararáð að laun þeirra yrðu endurskoðuð eftir að kjararáð úrskurðaði um launakjör staðgengils sérstaks saksóknara fyrr á árinu. Laun staðgengils voru hækkuð afturvirkt. Mánaðarlaun saksóknara við embættið voru frá 1. september samkvæmt launaflokki 502-134 og þeim greiddar 15 einingar fyrir alla yfirvinnu er starfinu fylgdi þann mánuðinn. Frá og með 1. október 2011 voru þeim greiddar 28 ein- ingar á mánuði fyrir alla yfirvinnu. Einingin er eitt prósent af launa- flokki 502-132, nú 7.153 krónur. Ekki hafa fengist upplýsingar frá kjararáði eða Fjársýslu ríkisins um það hver heildarfjárhæðin hafi ver- ið sem greidd var til saksóknar- anna tveggja vegna launa- hækkunarinnar. Saksókn- arar hækka  Kjararáð hækkar laun aftur um þrjú ár Morgunblaðið/Ómar Kaup Laun saksóknara hjá sér- stökum saksóknara hækkuðu. Framkvæmdasýsla ríkisins skoðar nú hvort húsnæði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu við Skógar- hlíð 6 gæti hýst alla starfsemi emb- ættisins. Frá sameiningu þriggja sýslu- mannsembætta á höfuðborgar- svæðinu um síðustu áramót hefur þess verið beðið að allt starfsfólk geti starfað undir sama þaki, en embættið starfar nú á þremur stöðum. „Það hefur verið skoðað hvort húsnæðið geti hýst emb- ættið. Tillaga liggur ekki fyrir enda á eftir að skoða aðra þætti, svo sem kostnað, hvort skipulag húsnæðisins henti starfseminni og hvort hagkvæmara sé að breyta húsnæðinu eða taka annað hús- næði á leigu. Það er eðlilegt að skoða húsnæðið við Skógarhlíð enda er alltaf byrjað á að kanna það húsnæði sem stofnanir eru í. Einnig er kannað hvort til sé hús- næði í eigu eða langtímaleigu rík- isins sem kæmi til greina,“ segir Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. „Þetta hlýtur að skýrast á einhverjum vikum, við þurfum að klára okkar vinnu og síðan er lögð fram tillaga að lausn.“ Aðspurð segir Halldóra málið ekki vera í sérstökum for- gangi en vonast til að flutning- urinn gæti gengið upp á árinu. „Auðvitað tekur þetta einhvern tíma en það eru ekki margar vikur sem fara í þetta. Hvort þetta næst svo á árinu fer eftir ýmsu. Margir koma að þessu en ég held að vilji sé til að klára þetta hratt,“ segir Halldóra. Skógarhlíð í skoðun Morgunblaðið/Júlíus Húsnæði Beðið er eftir því að öll starfsemi sýslumanns verði í einu húsnæði.  Leitast við að koma allri starfsemi undir eitt þak Veðrið lék við keppendur og gesti á Landsmóti UMFÍ 50+ sem hófst á Blönduósi í gær. Góð veðurspá er fyrir helgina, en mótið stendur fram á sunnudag. Um fjögur hundruð kepp-endur eru skráðir til leiks. Keppendur í botsía hófu leik í íþróttahúsinu um hádegið í gær og keppni í skotfimi á skotsvæði Markviss síðar um daginn. Stærsti keppnisdagurinn er í dag, laugardag. Byrjað er snemma á morgunleikfimi í íþróttahúsinu. Al- menn keppni hefst klukkan átta og stendur fram á kvöld. Ómar Bragi Stefánsson fram- kvæmdastjóri sagði að allir kepp- endur og gestir væru með bros á vör. Með bros á vör á Landsmóti UMFÍ 50+ Botsía Mótið hófst með miklum látum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.