Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í bæjarhlaði á Skerðingsstöðum í Hvammssveit stendur gamall stræt- isvagn og bryður mélin. Gæðing- urinn er merktur leið 8. Var lengi til brúks í borginni og fór um Laugar- áshverfið. Í Dalasýslu verður í þess- ari Morgunblaðsgrein þó farin önn- ur leið, það er Fellsströnd, fyrir Klofning og inn Skarðsströnd. Þetta er 93 kílómetra spotti sem er fáfar- inn, enda er þar ekki margt sem telst aðdráttarafl í ferðaþjónustu. En það kann að breytast. Hér er ægifögur náttúra, lítt spillt af mannana menjum. Einnig nafntog- aðir sögustaðir. Og við fjörur og fjöll er örninn stundum á sveimi. Hér er kóngsríki arnarins. Sjá til sveimandi arna Leiðin liggur um Vestfjarðaveg inn Hvammssveit frá Búðardal, en rétt áður en komið er að Svínadal er beygt til vinstri inn á skýrt merktan Fellsstrandarveg, malarborinn og hlykkjóttan. Það er forsmekkurinn; hér erum við komin í hið gamla Ís- land. Þjóðminjasafn í raunheimi. Gjarnan eru þarna gömul hús og margir bæir komnir í eyði. Hér stendur tíminn í stað svo áratugum nemur. En hér eru merkir staðir sem vitna um menningu fyrr á tíð. Hér er Krosshólaborg, klettastapi þar sem landnámskonan Auður djúp- úðga lét reisa krossa, enda gerðist hún kristin áður almennt varð á Ís- land. Til minningar um Auði er á borginni steinkross mikill, reistur fyrir um hálfri öld. Og héðan er stutt að Hvammi, fæðingarstað Snorra Sturlusonar, sagnameist- arans sem lengst sat í Reykholti í Borgarfirði. Hvammur og Skerðingsstaðir eru á sömu torfu. Talsvert utar, þá kom- ið á Fellsströnd, er Staðarfell, höfð- ingjastaður aldanna þar sem rekinn var húsmæðraskóli lungann úr 20. öld. Svo fóru grautargerð- arakademíur úr móð og þá var flutt í skólahúsið með meðferðarstöð SÁÁ. Rétt 35 ár eru síðan starfsemi þar hófst og í meðferð koma um 400 karlar á ári. Á veginum neðan við bæinn sjást gjarnan á rölti strákar, sem telja að sjái þeir til sveimandi arna sem hafast við í hólmanum út af Staðarfelli takist þeim verða edrú til framtíðar. Nokkru utan við lágan Ytrafells- múla, sem þó setur sterkan svip á umhverfið, er Vogur hvar er nýlegt sveitahótel. Í nágrenni Vogs er skóglendi áberandi þar sem Kjar- laksstaðará fellur fram. Við bæinn Kvennahól út undir Klofningi vekur Möltukross sem festur er á girðing- arhlið fyrir heimreiðina athygli. Þá eru á húsum næpur eða húnar, líkir því sem gerist á stjórnarbyggingum í Kreml í Garðaríki. Þarna situr í einbýli biskupinn Peter Michael Micari og er einn í söfnuði sínum sem er í kaþólskum anda. Á útskaga þeim sem gengur fram í Breiðafjörð – og er hér til umfjöll- unar – er Klofningsfjall yst. Fram af því gengur lágur rani, Klofningur kallaður. Milli kletta og fjalls geng- ur skarð sem þjóðvegurinn liggur um. Þegar í gegnum það er komið blasir Skarðsströnd við með útsýni yfir allan norðanverðan Breiðafjörð, þar sem Vaðalfjöllin eru áberandi kennimark. Horft frá hringsjánni Af Klofningi, þaðan sem Langeyj- arnes gengur fram, sést út nesið og vestast er Snæfellsjökull. Séð frá hringsjá á Klofningi ber margt skemmtilegt fyrir augu, svo sem strýturnar úti á miðjum firði. Þetta eru Klakkseyjar. Sagt er að Dala- maðurinn Eiríkur rauði hafi verið þar um skeið fyrir rúmlega 1000 ár- um. Það var í aðdraganda þess að hann lagði í haf til Grænlands sem síðar leiddi af sér landnám nor- Kóngsríkið við Klofning  Í Dölum stendur tíminn nánast í stað  Farið fyrir Strandir  Auðlindir víða að finna  Saga alda er víða nálæg  Eigi skal gráta Björn bónda, sagði Ólöf ríka Morgunblaðið/Sigurður Bogi  Minnismerki um Auði djúpúðgu er á stapanum Krosshólaborg í Hvammssveitinni.  Í gömlu grautargerðarakademíunni á Staðarfelli er nú rekin meðferðarstöð SÁÁ. Dalaleið Grunnkort/Loftmyndir ehf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Ska rðss trön d Saur bær Klofningur Hva mm ss ve it Fellsströnd  Blaðamaður kannar staðhætti á Klofningi.  Sverð landnemans Geirmundar heljarskinns átti að vera á Grafardrangi  Höfuðbólið og kirkjustaðurinn Skarð er ættarsetur margra alda.  Minnismerki í Saurbæ um þrjú Dalaskáld. „Hér er talsvert um ref og mikilvægt að vinna á þeim dýrbít og sigra,“ segir Guð- mundur Thorarensen. Hann er Skarðsstrendingur að uppruna, er frá bænum Heinabergi og stóð við af- leggjarann þangað heim þeg- ar blaðamaður var vestra. „Héðan flutti ég sex ára gamall með fólkinu mínu, það er 1972, úr nánast ann- arri veröld en hér er nú. Þá var hér búið á flestum jörð- um. En ég vil halda tengslum við svæðið. Það er fínt að skreppa hingað, standa með kíkinn úti í vegkanti og leita að grenjum sem maður ligg- ur svo á með byssuna. Hér eru vargar í véum.“ Verðum að sigra dýrbítinn GUÐMUNDUR THORARENSEN LEITAR VARGA Í VÉUM Grenjaskytta Guðmundur við heimreiðina að Heinabergi með kíkinn góða í handarkrikanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.