Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 20
Dýrmætur kveðskapur grafinn upp verið mjög hógvær. Eftir Helgu liggur fjöldinn allur af kvæðum í handritum en um 100 titlar eru í væntanlegri bók. Ljóðin eru nokkuð fjölbreytt en ljóst er að hún hafði góð tök á fjölbreyttum brag- arháttum. Formið er hefðbundið þar sem flest allt er rímað, hvort tveggja innrím og endarím svo dæmi séu tekin. Sum ljóðanna eru erfiljóð sem hún orti fyrir og um sveitunga sína. Þá er forvitnilegur bálkur sem hún yrkir árið 1915 um allar húsfreyjur í Fljótshlíðinni og eru vísurnar alls 87 talsins. Einnig eru ljóðabréf sem hún sendi bróður sínum sem bjó í Reykjavík og frænda sem bjó í Grindavík þar sem hún segir fréttir úr sveitinni. Þegar Helga lést var kassa sem innihélt m.a. skrif hennar komið fyrir á Skógum undir Eyja- fjöllum í vörslu Þórðar Tómassonar, stofnanda Skógasafnsins. „Ég vissi alltaf af þessum hand- ritum hennar en það var ekki fyrr en í febrúar 2013 sem ég fékk aðgang að þeim og kom þá skáldskapnum á tölvutækt form,“ segir Ásta. Hún segir handritin hafa verið í misjöfnu ástandi og eflaust margt týnt sem Helga hafi ort um ævina. Þó nokkur skáld eru ættuð úr Fljótshlíðinni og var til að mynda skáldið Þorsteinn Erlingsson (1858- 1914) samtíða Helgu þó að hann hafi verið aðeins eldri. „Ég veit að hún dýrkaði Þorstein. Hún hefur eflaust munað hann en ég veit samt ekki til þess að þau hafi átt í einhverjum samskiptum,“ segir Ásta. Hún var sjálf 14 ára þegar Helga lést í hárri elli og segist hefðu viljað spyrja hana að svo mörgu, svona eftir á að hyggja. En útgáfa á verkum Helgu verður að duga að sinni sem mun draga upp mynd af íslenskri alþýðukonu sem ól manninn í hlíðinni fögru.  Ljóð Helgu Pálsdóttur (1877-1973) verða gefin út í fyrsta skipti í haust  Orti langan kvæðabálk um húsfreyjur í Fljótshlíð 1915  Þakklætisvottur fyrir trúmennsku við fjölskylduna í þrjá ættliði Ljósmynd/Helga Sigurðardóttir Afreksbikar Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá, hlaut viðurkenningu og afreksbikar Fljótshlíðar fyrir varðveislu menningarverðmæta. SVIÐSLJÓS Bjarni Steinar Ottósson bso@mbl.is Í vikunni kom út ritið Helgistaðir við Hafnarfjörð, skrifað af Gunn- laugi Haraldssyni. Ritið er í tveimur bindum og telur um 1.500 síður. Í fyrra bindinu er fjallað um Garða- prestakall hið forna, sem síðar varð Hafnarfjarðarsókn, og í seinna bindinu fjallað um sögu Hafnar- fjarðarkirkju eins og hún var stofn- uð 1914 og þær kirkjur sem seinna bættust við á svæðinu. Æviágripum presta í Hafnarfirði og í Garði forð- um eru gerð skil, en þar þjónaði m.a. Jón Vídalín, seinna biskup. Ritið kemur út í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá stofnun kirkjusóknarinnar. Auk Gunnlaugs kom að verkinu ritnefnd skipuð þeim Sigurjóni Péturssyni for- manni, Jónatan Garðarssyni og sr. Gunnþóri Þ. Ingasyni. Ritferlið hófst árið 2003 þegar leið að 90 ára afmæli kirkjunnar, en Sigurjón og Jónatan sátu þá í rit- nefnd. Sigurjón segist ánægður með hvernig verkið þróaðist. Langt ferli að baki „Þegar fyrst var búið til minnis- blað um umfangið og hverjir gætu hugsanlega verið kaflarnir kom fljótlega í ljós að þetta var miklu meira verk sem við vildum semja. Þegar við lítum til baka finnst okkur það hafa verið lukkuspor að drífa ekki í að gefa út 90 ára sögu heldur gefa hana almennilega út 100 ára. Þegar farið var að kafa meira í heimildir fyrir fyrsta bindið gerðu menn sér grein fyrir því að þar var stór kafli, sem er forsagan.“ Sig- urjón segir vinnu við verkið ekki hafa staðið samfleytt yfir allan ára- tuginn síðan, en Gunnlaugur sinnti einnig á þessum tíma ritun sögu Akraness. „Nokkur kraftur var í vinnunni fram til 2006. Hann fær frí frá störfum hjá okkur og kemur svo aftur 2013. Þá er settur kraftur í þetta.“ Magnús Gunnarsson, formaður sóknarnefndar Hafnarfjarðarkirkju, segir að kostnaðurinn við verkið nálgist 45 milljónir króna að prent- unarkostnaði meðtöldum. Nokkrir styrkir fengust til verksins en megn- ið af kostnaðinum bar sóknin sjálf. Ánægðir með verkið Magnús er afar ánægður með af- raksturinn. „Kirkjunni og kirkju- legu starfi eru gerð gríðarlega góð skil.“ Ritið sé þó ekki síður saga mannlífs og þróunar þess í gegnum árin. „Fyrir mig sem Hafnfirðing eru það ekki bara atburðir sem mað- ur hefur upplifað frá degi til dags á liðnum árum. Maður nær að ylja sér við minningu þeirra sem gengu á undan manni sem maður hefur heyrt talað um.“ Sigurjóni, formanni ritnefndar, er við útgáfuna sérstaklega hugsað til Krýsuvíkurkirkju. Henni eru gerð ítarleg skil í ritinu, en kirkjan, eins og hún stóð þá, var brennd árið 2010. Í ritinu er farið yfir sögu Krýsuvíkurkirkju og nágrennis hennar. Gunnlaugur segist víða hafa leitað fanga við söfnun heimilda, enda sögusviðið stórt. „Það er stanslaus leit. Maður leitaði uppi allar hugsan- legar frumheimildir sem manni hug- kvæmdust. Svo auðvitað allar prent- aðar heimildir.“ Lítið hafi þó verið skrifað um Garða áður. Áhersla er lögð á það í ritinu að fara ítarlega í það hvernig öllum kirkjurekstri og lífi fólks var háttað á prestssetrinu forðum, að sögn Gunnlaugs, en í ritinu er jafnframt gerð grein fyrir öllum kirkjugripum sem enn má festa hönd á. Stanslaus leit að heimildum  Saga Hafnarfjarðarkirkju frá 1914 og forvera hennar, Garðaprestakalls, skráð frá landnámi  1.500 síðna verk í tveimur bindum komið út  Æviágrip allra presta aftur á Sturlungaöld 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Í Garðaprestakalli hinu forna voru mörg guðshús reist í gegnum aldirnar. Fyrir utan kirkjurnar á Görðum var Bessastaðakirkja hin höfuðkirkjan. Hennar sögu hafa verið gerð góð skil áður. Þá var á miðöldum kirkja á Hvaleyri en elstu heimildir um hana eru frá 15. öld. Henni var þjónað frá Görðum fram á miðja 18. öld. Þýskir og enskir kaupmenn á Háagranda við Hvaleyri byggðu sér guðs- hús þar upp úr 1530 sem stóð fram að einokun 1604. Tvö bænhús í einhverri mynd stóðu svo við Setberg og Óttarsstaði. Skýrt er frá sögu allra þessara kirkna í ritinu, bæði í máli og myndum. Kirkjum prestakallsins lýst KIRKJUHALD Ljósmynd/Sigurjón Pétursson Ritnefnd og söguritari, f.v.: Jónatan Garðarsson, Sigurjón Pétursson, Gunnlaugur Haraldsson og sr. Gunnþór Þ. Ingason Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarkirkja Kirkjan varð aldargömul árið 2014. Hafnfirðingar voru heldur seinir að reisa sér kirkju, að sögn Gunnlaugs Haraldssonar, en það var hluti af þeim deilum sem leiddu til stofnunar Fríkirkjunnar. Helga Pálsdóttir (1877-1973) var vinnukona hjá þremur ættliðum á bænum Grjótá í Fljótshlíðinni. Hún kom fyrst á Grjótá þegar hún var 17 ára gömul og var þá hjá langömmu og langafa Ástu. Hún dvaldi þar um nokkurn tíma en fór svo á aðra bæi í vinnu- mennsku en kom aftur árið 1922 og þá varð ekki aftur snúið. Eins og margir aðrir í sam- bærilegri stöðu á þessum tíma naut Helga ekki mikillar mennt- unar. Í æsku fékk hún kennslu í kirkjunni á Teigi eins og önnur börn. „Þegar við vor- um í barnaskólanum sagði hún okkur sögur af skólagöngunni sinni. Kuldinn var svo mikill í kirkjunni að blekið fraus oft í blek- byttunum yfir nóttina. Þar voru kirkjubekkirnir notaðir sem borð og börnin krupu á kné við þá. Það var ekki mulið undir þetta fólk,“ segir Ásta og bendir á að ótrúlegt sé hversu fær hún hafi verið og vísar til orðkynngi Helgu. Hlaut litla skólagöngu GRJÓTÁ Í FLJÓTSHLÍÐ Skáldkona Helga Páls- dóttir var hagmælt. VIÐTAL Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Þetta eru allt of miklir dýrgripir til þess að láta þá týnast,“ segir Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, en hún hefur safnað sam- an kveðskap alþýðukonunnar Helgu Pálsdóttur (1877-1973), sem var vinnukona á Grjótá stærsta hluta ævi sinnar. Í haust kemur út bók með ljóðum hennar sem Bókaútgáf- an Sæmundur á Selfossi gefur út. Ásta segir Helgu verðskulda að hæfileikum hennar séu gerð góð skil enda hafi hún verið einstaklega hag- mælt. Starfaði hjá þremur ættliðum „Ég lít líka á þetta sem þakklætis- vott til hennar fyrir alla þá trú- mennsku sem hún sýndi okkur fjöl- skyldunni, öllum þremur ætt- liðunum, en hún var eins og amma okkar systkinanna.“ Ásta hlaut viðurkenningu og af- reksbikar Fljótshlíðar á 17. júní há- tíð Fljótshlíðinga fyrir að varðveita menningarverðmæti. Í umsögn dóm- nefndar segir m.a. „Það er vel við hæfi nú á 100 ára afmæli kosninga- réttar kvenna að halda á lofti verk- um einnar af hinum dæmigerðu ís- lensku alþýðukonum sem margar hverjar voru hæfileikaríkar en sök- um hógværðar og lítillætis höfðu sig lítið eða ekkert í frammi.“ Ásta tekur undir umsögnina að því leyti að hún telur að Helgu sjálfri hefði eflaust ekki litist á umstangið í kringum bókaútgáfuna því hún hafi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.