Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 26

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR LÍKA FYRIR DÖMURNAR Patricia er að klæðasig í fötin.“ Hérhefði mátt sparaorðin og segja: Patricia er að klæða sig. Tilvitnunin er úr þýðingu á nýrri danskri skáldsögu. Úr sömu þýðingu: „Það er alveg dimmt þarna inni.“ Hugsanlega hefði mátt orða betur: aldimmt/ kol- dimmt/ mjög dimmt. Og: „Snyrtingin er ótrú- lega lítil, hann rétt kemst inn og getur varla snúið sér við þegar hann er búinn að loka dyrunum.“ Hvers vegna ekki: loka að sér (og sleppa dyrunum)? Atriði sem þessi koma oft fram í þýðingum; okkur hættir til að fylgja í blindni orðalagi frumtextans, við „förum út af sporinu“ í eigin máli, sbr. þetta: „Hann líður um í rökkrinu inn á milli hillnanna“. Hér sitjum við uppi með hræðilega ljótt eignarfall fleirtölu: hillnanna. Það hefði leyst allan vanda að segja: „innan um hillurnar“. Gamall og góður félagi bað mig stundum að fara yfir textana sína. Ég setti þá stundum lítið „t.“ á spássíuna; það þýddi tilgerð. Þetta fór í taugarnar á félaganum en sem betur fer hætti hann ekki að tala við mig. Oft set ég „t.“ í hug- anum á spássíur bóka. Dæmi um tilgerð er það þegar menn „berja augum“ þetta eða hitt (=horfa á, sjá, skoða). Í fyrrgreindri þýð- ingu kemur orðið „skraml- andi“ fyrir þrisvar í sömu málsgrein: móðir kemur „skramlandi … skramlandi með sín löngu mjóu bein … skramlandi og faðmar son sinn…“. Annað dæmi um „t.“: „Og sjálfur er Thomas skekinn yfir að sjá Rose svona á sig komna.“ Sami Thomas „fékk hressilegt drag í bakið“. En Alicia „dragnar skrokknum nær sófaborðinu“. „Og nú, þegar dyrnar opnast, finnst Thomasi sem birtan innan úr húsinu flæði yfir þá eins og hrönn af gulbrúnum eyðimerkursandi“ (hér kallar orðið „hrönn“ fram t-ið á spássíuna). En „áin streymir jaðigræn gegnum borgina“. „Pat- ricia horfir á hann ofandottin og hálfskelfd“. Úr sömu þýðingu: „…hún graðgar ísnum í sig“. Konan mín sagðist ekki þola þetta orð: graðgar. Stundum set ég skammstöfunina „fl.“ (= flatneskja) á spássíur. Dæmi úr umræddri þýðingu: „Skrifa ljóð“ (tvítekið með stuttu milli- bili; mér finnst að menn megi yrkja ljóð eða semja þau); það er „óró- leiki í gangi“; og strax á eftir er „umræðuefni í gangi“. „Þau sáu líka líkpokann úr sterku plasti sem átti að setja lík föðurins í.“ Ef þetta hefði verið orðað svona í sveitasíma (feisbók) hefði ég ekki gefið því „lík“ (like). Enn eitt dæmi um „fl.“: „Thomas finnur að Patriciu finnst þetta óþægilegt“ (sömu eða svipuð orð endurtekin með stuttu millibili, sbr. líka: Thomas dregur hægt niður í ljósinu í ljósakrónunni). „Hér standa þau á toppi heimsins.“ Væri ekki fallegra að segja: „á tindi heimsins“ (ég hef tekið eftir því að fjallatindar hafa orðið að víkja fyrir fjallatoppum seinni árin). Óviljandi fyndni í margnefndri þýðingu: Maloney er „með hausinn á kafi inni í skjalaskápnum“. Og andartaki síðar kemur hann „eldrauður út úr skápnum“. „t.“ = tilgerð Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Getty Images/Hemera Orð „...okkur hættir til að fylgja í blindni orðalagi frumtextans...“ Áensku er til hugtakið „The Establishment“.Samkvæmt ensk-íslenzkri orðabók er hægt aðþýða það með orðum eins og „hin ráðandi öfl“eða „þeir sem með völdin fara“. Wikipedia segir að í Bretlandi sé þetta hugtak gjarnan notað yfir leiðandi stjórnmálamenn, æðstu embættismenn, sérfræðinga, að- alinn, fjármálamenn, iðnjöfra o.s.frv. Þegar horft er til þeirra umbrota, sem verið hafa í okkar samfélagi allt frá hruni og kannski á vissum tímabilum áð- ur, má velta því fyrir sér, hvort þau snúist í grundvallar- atriðum um „uppreisn“ almennra borgara gegn „ráðandi öflum“ í íslenzku samfélagi. Hver eru „hin ráðandi öfl“ (The Establishment) í okkar samfélagi? Þau eru ekki bundin við einn flokk. Fremur má segja að innan þessa hugtaks rúmist forystusveit stjórn- málastéttarinnar svonefndu í öllum flokkum og á öllum tímum svo og þröngur hópur æðstu embættismanna og sérfræðinga, forystusveitir at- vinnulífs og nú orðið verkalýðs- hreyfingar og kannski að ein- hverju leyti menningarlífs. Og ekki má gleyma hinum gömlu ætt- arveldum, sem öldum saman hafa haft sérstakan sess í samfélaginu á þessari einangruðu eyju og eru ekki dauð úr öllum æðum. Áhrif þessara hópa eru ekki föst stærð. Sjálfstæðis- flokkurinn spannar öðrum flokkum fremur þetta litróf allt stærðar sinnar vegna. Framan af skiptust heildsalar og útgerðarmenn á um að vera áhrifamestu hóparnir innan þess flokks. Á tímabili voru áhrif verkalýðsmanna innan flokksins býsna sterk og lengi hafa nokkur ættarveldi ver- ið eins konar kjölfesta í flokknum. En valdastaða þessara hópa hefur alltaf verið á mikilli hreyfingu, bæði innan þess flokks svo og í samfélaginu öllu, og töluverð breyting á þeim hópi einstaklinga, sem við sögu hafa komið. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé sér- staklega nefndur til sögunnar hafa „hin ráðandi öfl“ á Ís- landi alltaf átt fulltrúa í öllum flokkum. Skýrasta dæmið um það er kannski að um árabil töldu útgerðarmenn sig ekki eiga betri vin í herbúðum stjórnmálamanna en Lúð- vík Jósepsson, þingmann og ráðamann í Sósíalistaflokkn- um. Að þessu fyrirbæri – „hinum ráðandi öflum“ á Íslandi – er vikið hér vegna þess, að það er áleitin spurning, hvort umbrotin í samfélaginu á undanförnum árum, sem hafa birtzt í mótmælum á Austurvelli, upprisu samfélagsmiðl- anna sem vettvangs fyrir skoðanaskipti almennings og al- mennri óáran í samskiptum fólks, séu í raun eins konar „uppreisn“ almennra borgara gegn „ráðandi öflum“, sem áratugum og jafnvel öldum saman hafa ráðið ferðinni í samfélaginu, alveg óháð stjórnmálaflokkum samtímans. Það var samstæður hópur stjórnmálamanna úr flestum flokkum, æðstu embættismanna og sérfræðinga, álits- gjafa úr röðum háskólamanna o.s.frv. sem hvatti þjóðina til að samþykkja samninga, sem gerðir voru um Icesave. „Hin ráðandi öfl“ vildu samþykkja. Þjóðin sagði nei – hingað og ekki lengra. Það eru ekki mörg dæmi um slíka uppreisn gegn „hinum ráðandi öfl- um“ – kannski Uppkastið 1908? Jón Gnarr hefði aldrei orðið borgarstjóri í Reykjavík – embætti sem hann gegndi í fjögur ár – nema vegna þess uppreisnaranda, sem var að búa um sig undir yfirborðinu hjá „venjulegu fólki“. Það er sami uppreisnarandi sem er á ferð, þegar skoð- anakannanir sýna Pírata sem langstærsta stjórn- málaflokkinn og ekki lengur óhugsandi að Birgitta Jóns- dóttir verði næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta er ekki vísindaleg grein- ing á stöðu þjóðmála á Íslandi. Hún byggist á tilfinningu og því að fylgjast með umræðum í fjöl- miðlum og á samskiptamiðlum. Þeir samfélagsstraumar sem hér eru gerðir að umtals- efni eru ekki einskorðaðir við Ísland. Þeir eru á ferð um alla Evrópu. Fólk er ekki lengur tilbúið til að treysta forsjá „hinna ráðandi afla“ í sameiginlegum málum. Hér á Íslandi er hrunið meginskýringin á því. Annars staðar eru skýringarnar margþættari og flóknari en þær eru m.a. ástæðan fyrir því að Danski þjóðarflokkurinn var sig- urvegari þingkosninganna í Danmörku. Að sumu leyti lítur fólk á „hin ráðandi öfl“ sem forrétt- indastétt, eins og þá, sem steypt var af stóli í Frakklandi 1789. Lítið dæmi um að „þeir sjá um sig“ eru upplýsingar sem hugveitan Open Europe birti fyrir skömmu þess efnis að valdaparið Kinnock lávarður, fyrrverandi leiðtogi brezka Verkamannaflokksins, og kona hans hefðu með stjórnmálastörfum sínum tryggt sér sameiginlega lífeyri, sem nemur tæpum 40 milljónum íslenzkra króna á ári en tekið skal fram að drjúgur hluti þess kemur vegna starfa hjá Evrópusambandinu. Það er sama Evrópusamband og vill skera niður lífeyri láglaunafólks í Grikklandi, sem nemur á bilinu 600-800 evrum á mánuði eða sem svarar 90-120 þúsund krónum á mánuði. Ef þetta er að einhverju marki rétt lýsing á því sem kalla má hjartslátt þjóðfélagsins blasir við að aðferðin til að veita þessum straumum út í samfélagið í upp- byggilegan farveg er að breyta stjórnskipan landsins á þann veg að beint lýðræði verði grundvallarþáttur hennar, að fólkið í landinu taki sjálft ákvarðanir um meginstefnu í grundvallarmálum, sem Alþingi útfæri svo í smáatriðum í löggjöf. Meginþáttur í slíkri stjórnskipan er bylting í upplýs- ingamiðlun til almennings, sem getur með nútíma- samskiptatækni haft aðgang að öllum sömu upplýsingum um málefni þjóðarbúskaparins og „hin ráðandi öfl“ hafa nú. Skilja stjórnmálaflokkar þetta? Stendur yfir uppreisn gegn „ráðandi öflum“? Hvað eiga Uppkastið 1908 og Icesave sameiginlegt? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Hinrik VIII af Tudor-ætt erkunnastur fyrir að hafa kvænst sex sinnum og slitið tengsl biskupakirkjunnar við páfadóm. En hann sýslaði einnig talsvert um Ís- land, á meðan hann ríkti á Englandi 1509-1547, enda leituðu margir Englendingar hingað norður. Til dæmis er þess getið árið 1528, að 149 fiskiskip sæktu Íslandsmið, en fiskiskipafloti Englendinga var þá um 440 skip. Það er í frásögur fær- andi, að Danakonungar buðu Hinrik VIII Ísland þrisvar, en hann hafn- aði öllum boðunum. Fyrst sendi Kristján II erindreka til Hinriks árið 1518 og bað um 100 þúsund flórína lán gegn veði í Ís- landi og Færeyjum (en flórínur voru gullpeningar, kenndir við borgina Flórens, og hafði hver að geyma 3,54 g skíragulls; miðað við núverandi gullverð næmi þessi upp- hæð nú um 14 milljónum Banda- ríkjadala). Ekki varð af viðskipt- unum, en þó voru gerð drög að lánasamningi. Kristján II var valtur í sessi og varð árið 1523 að flýja ríki sitt. Eitt síðasta verk hans áður var að senda nýjan hirðstjóra til Íslands, Týla Pétursson, sem hafði gegnt embætti hér áður, 1517-1520, og þótt óeirða- samur. Týla kom illa saman við hirðstjórann, sem fyrir var á Bessa- stöðum, Hannes Eggertsson, en auk þess lék sá grunur á, að Týli ynni að því að koma landinu undir Eng- landskonung. Var Týli dæmdur óbótamaður á Alþingi um sumarið, og lét Hannes Eggertsson höggva hann þá um haustið. Þegar Hinrik konungur spurði aftöku Týla til Lundúna, tilkynnti hann Kristjáni konungi í desember 1523, að hann hefði alls engan áhuga á því að ríkja yfir þessu landi. Ári síðar, 1524, reyndi Kristján II aftur að fá lán hjá Hinrik VIII með veði í Íslandi og Færeyjum, en fékk engar undirtektir, enda landflótta. Einn af eftirmönnum Kristjáns II á konungsstóli í Danmörku, Krist- ján III, reyndi síðan 1535 að bjóða Hinrik VIII Ísland gegn láni og stuðningi í erjum, sem hann átti þá í, svokölluðu Greifastríði, en Englandskonungur vísaði boðinu á bug. Hinrik VIII hefði viljað eignast virki við Eyrarsund, en hafði alls engan áhuga á hinni hrjóstugu eyju langt út á Atlantshafi, þótt þúsundir þegna hans veiddu þar fisk á hverju ári. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þrisvar boðið Ísland

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.