Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Til sölu grunnur af tveggja hæðar einbylishúsi á miklum útsýnisstað. Grunnur og undirstöður hafa verið steyptar ásamt að lagnir komnar. Frekari upplýsingar á fasteignasölu. Laugarbrekka 23, HúsavíkLaugarbrekka 23, úsavík Sími: 461 2010 Um árabil hefur staða AFLs sparisjóðs verið erfið og óvissa um rekstrarhæfi sem hefur takmarkað möguleika sjóðsins til að veita ein- staklingum og sér- staklega fyrirtækjum öfluga fjármálaþjón- ustu. Nú stendur sam- runi AFLs sparisjóðs og Arion banka fyrir dyrum eftir að í ljós kom hve alvarleg staða sparisjóðsins í raun er. Ráðist er í samrunann til að koma í veg fyrir frekara tjón og tryggja hagsmuni við- skiptavina sparisjóðsins, starfsfólks, stofnfjáreigenda og skattgreiðenda. Þegar samruninn er um garð geng- inn munum við hjá Arion banka leggja okkur fram um að þjónusta vel íbúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar. Við samrunann bætist útibú á Siglu- firði við útibúanet bankans en Arion banki er í dag með útibú bæði á Ólafs- firði og Sauðárkróki. Nokkur umræða hefur skapast um AFL sparisjóð og fyrirhugaðan sam- runa við Arion banka. Tel ég því rétt að fara aðeins yfir forsögu málsins og koma staðreyndum á framfæri. Arion banki hefur stutt við AFL frá 2009 Arion banki kom fyrst að AFLi ár- ið 2009 þegar bankinn eignaðist 94,5% hlut í sparisjóðnum samkvæmt ákvörðun FME. Sparisjóðurinn kom mjög laskaður út úr fjármálahruninu. Þrátt fyrir að Arion banki hafi nú um árabil átt nánast allt stofnfé þá hefur hann ekki haft eignlegt forræði yfir sjóðnum og ekki haft aðrar upplýs- ingar um rekstur sparisjóðsins en fram koma í ársreikningum hans. Þetta kann að hljóma einkennilega þar sem stofnfé er nánast allt í eigu bankans og AFL hluti af samstæðu Arion banka, en þetta hefur engu að síður ver- ið raunin. Það gefur auga leið að þetta hefur ekki verið ákjósanleg staða. Engu að síður hefur Arion banki stutt ötullega við AFL spari- sjóð og reynt eftir fremsta mætti að skýra stöðu og framtíð sjóðs- ins.  Niðurfelling skulda: Arion banki felldi skilyrt niður skuldir að fjárhæð 2,4 milljarðar króna á árinu 2011 til að tryggja rekstr- arhæfi sjóðsins en eigið fé var orð- ið verulega neikvætt. Engir aðrir, hvorki stofnfjáreigendur né aðrir, lögðu AFLi til fjármagn á þeim tíma.  Fjármögnun: Arion banki er eini aðilinn sem hefur veitt AFLi lang- tímalán frá árinu 2009 og er í dag eini lánveitandi AFLs fyrir utan innstæðueigendur. Að auki hefur bankinn breytt lánum sem ekki voru víkjandi í víkjandi lán og ítrekað framlengt lán til sjóðins.  Stutt við rekstur: 60% af þjónustu- tekjum sparisjóðsins eru til- komnar vegna fjarvinnsluþjónustu sem Arion banki hefur um árabil keypt af AFLi.  AFL boðinn til sölu: Á árinu 2011 auglýsti bankinn stofnfjárhluti sína til sölu en hvorki fjárfestar né aðrir stofnfjárhafar sýndu áhuga. Eitt tilboð barst sem ekki var hægt að ganga að.  Stofnfjárhöfum gert kauptilboð: Arion banki gerði öðrum stofnfjár- höfum tilboð um kaup á þeirra hlut og var þeim boðið 75% yfir bók- færðu virði eiginfjár. Við þetta jókst hlutur bankans úr 95% í rúm 99%, án þess þó að bankinn fengi forræði yfir sparisjóðnum.  Orðið við óskum stjórnvalda: Stjórnvöld hafa ítrekað óskað eftir svigrúmi til að koma að málum sjóðsins og hefur það ávallt verið veitt. En því miður þá kom ekkert út úr þeirri viðleitni og engin rík- isstjórn hefur verið tilbúin til að leggja AFLi sparisjóði til fjár- magn. Á sama tíma hafa aðrir sparisjóðir þar sem ríkið fór með meirihluta stofnfjár, sumir hverjir í betri stöðu en AFL, sameinast Landsbankanum og má þar nefna SPKef, Sparisjóð Vestmannaeyja og nú mögulega Sparisjóð Norður- lands. Það má vel rökstyðja að sá dráttur sem á málum varð vegna þessara óska hafi aukið á tjón bankans. Frá árinu 2009 hefur Arion banki þannig verið eini aðilinn sem hefur raunverulega sýnt í verki að hann er reiðbúinn að styðja við AFL sparisjóð og þar með það samfélag sem sjóð- urinn þjónustar. Uppfyllti ekki eiginfjárkröfur FME um síðustu áramót Um síðustu áramót varð ljóst að AFL sparisjóður uppfyllti ekki eig- infjárkröfur Fjármálaeftirlitsins, en Fjármálaeftirlitið hafði ekki fram- kvæmt sérstaka skoðun á stöðu sjóðsins fram að þeim tíma. Fékk stjórn sjóðsins tímabundinn frest frá eftirlitinu til að leiðrétta þá stöðu. Ábending endurskoðenda sjóðsins í ársreikningi AFLs fyrir árið 2014 sýnir glögglega hversu erfið staða sjóðsins var. Í skýringum með árs- reikningnum kemur meðal annars fram:  Eigið fé sjóðsins var 780 milljónir króna og sjóðurinn uppfyllti ekki kröfur Fjármálaeftirlitsins um eig- infjárhlutfall.  Ekki hafi tekist nægjanlega vel að greiða úr málum viðskiptavina í kjölfar efnahagshrunsins.  Vanskil voru töluverð eða um 1,7 milljarðar króna og að upplýsingar sem liggja þar til grundvallar á einstökum lánum og lánasöfnum séu ekki fullnægjandi.  Lán voru færð niður um 460 millj- ónir en að töluverð óvissa sé í því mati.  Á árinu 2012 færði sparisjóðurinn til tekna, vegna ágreinings um lög- mæti erlendra lána (skulda sjóðs- ins), 941 milljón króna. Neikvæð niðurstaða fyrir sjóðinn úr þeim ágreiningsmálum gæti valdið því að bakfæra þyrfti 711 milljónir króna.  Vafi lék á rekstrarhæfi sjóðsins og óvissa ríkti um hvort sjóðurinn gæti innleyst eignir og staðið við skuldbindingar sínar við eðlileg rekstrarskilyrði. Alvarleg staða Sökum þess að eignfjárkrafa AFLs var komin langt undir lögbundin mörk fékk Arion banki í samráði við Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseft- irlitið heimild til að fara með yfirráð yfir sparisjóðnum, með það að mark- miði að selja sjóðinn. Ný stjórn var kjörin sem skipuð er starfsfólki bank- ans. Til að undirbúa söluferlið var KPMG fengið til að meta útlánasafn sjóðsins. Meðal annars í ljósi ábend- ingar endurskoðanda í ársreikningi þótti full ástæða til að gera það áður en sjóðurinn yrði seldur. Niðurstaða þeirrar úttektar sýndi að staða sjóðsins var mun alvarlegri en áður var talið. Taldi KPMG að eignir sjóðsins væru ofmetnar um rétt tæpan milljarð króna umfram það sem áður var talið. Eftir að FME og sérstakir kunnáttumenn, sem höfðu eftirlit með söluferlinu, höfðu yfirfarið vinnu KPMG þótt ógjörn- ingur að halda áfram með söluferlið og samþykkti Samkeppniseftirlitið að Arion banki mætti sameina AFL bankanum. Allir eftirlitsaðilar, Fjár- málaeftirlitið, Samkeppniseftirlitið og Seðlabankinn, voru þannig upplýstir um alvarleika málsins og FME hefur síðan áréttað að það telur mat KPMG vera áreiðanlegt. Ágreiningur um lögmæti breytir ekki stöðunni Fram hefur komið að ágreiningur sé um lögmæti erlendra lána AFLs sparisjóðs, þ.e. um hluta skulda sjóðs- ins við Arion banka sem eru í erlendri mynt. Til að taka á þessum ágreiningi ákvað sjóðurinn að höfðu samráði við Arion banka að leita til dómstóla. Einn dómur er fallinn, AFLi í óhag, þ.e. umrædd lán voru talin lögmæt. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Það er rangt að úrlausn þessara mála breyti einhverju um grafalvarlega stöðu sjóðsins, það myndi hún ekki gera jafnvel þó öll álitamál féllu AFLi í vil. Villandi umræða um samfélagssjóð Í lögum um sparisjóði er kveðið á um samfélagssjóð. Slíkur sjóður verður aðeins til við slit sparisjóðs ef eigið fé er umfram stofnfé við slit sjóðsins. Því miður fer fjarri að þetta sé staðan hjá AFLi sparisjóði.  Stofnfé AFL sparisjóðs er 1.522 milljónir króna.  Um síðustu áramót vantaði 742 milljónir króna upp á að eigið fé væri jafnt stofnfé sparisjóðsins.  Í ofanálag eru eignir sjóðsins of- metnar um tæpan milljarð króna samkvæmt mati KPMG.  Þau lagalegu ágreiningsmál sem eru uppi á milli Arion banka og AFLs vegna erlendra lána gætu í besta falli, ef þau féllu öll sjóðnum í vil, aukið eigin fé sjóðsins um 300 milljónir.  Það er hins vegar líklegra að málin falli sjóðnum í óhag og þá þarf að bakfæra áðurnefndar 711 milljónir króna.  Allar líkur standa því til að eigið fé sjóðsins sé verulega neikvætt. Allt tal um samfélagssjóð í þessu samhengi er því ábyrgðarlaust og að- eins til þess fallið að villa um fyrir al- menningi. Erfitt er að átta sig á hvað mönnum gengur til með slíkum mál- flutningi, á ég t.a.m. við ummæli bæj- arstjóra Fjallabyggðar í fjölmiðlum. Í þessu sambandi er einnig rétt er að nefna að við slit sjóðsins munu óháðir aðilar koma að málum og meta hvort til staðar sé óráðstafað eigið fé. Framtíðaráform Arion banka í Fjallabyggð Þegar samruni AFLs og Arion banka verður um garð genginn þá munum við hjá Arion banka veita íbú- um í Fjallabyggð og Skagafirði góða fjármálaþjónustu með reynslumikið starfsfólk í forsvari. Á Siglufirði verð- ur starfrækt útibú sem hefur burði til að veita einstaklingum og fyr- irtækjum öfluga fjármálaþjónustu.  Við munum starfrækja útibú bæði á Ólafsfirði og Siglufirði.  Við munum verða með enn öflugri þjónustu á Sauðárkróki.  Áframhald verður á þeirri fjar- vinnslu sem farið hefur fram fyrir Arion banka á Siglufirði en um helmingur starfsmanna AFLs sinnir fjarvinnslu fyrir Arion banka. Vonir okkar standa til að eiga gott samstarf og ánægjuleg viðskipti við íbúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar og vera góður samstarfsaðili í þeim verkefnum sem einstaklingar og fyr- irtæki taka sér fyrir hendur. Eftir Harald Guðna Eiðsson »Ráðist er í samrun- ann til að koma í veg fyrir frekara tjón og tryggja hagsmuni við- skiptavina, starfsfólks, stofnfjáreigenda og skattgreiðenda. Haraldur Guðni Eiðsson Höfundur er forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. AFL sparisjóður og Arion banki Hjúkrunarfræðingar byrjuðu með hug- myndina um verkfall á sjúkrahúsum með því að segja upp störfum í kjarabaráttu og hindra með þeim hætti starf- semi sjúkrahúsanna, því þeir höfðu ekki verkfallsrétt, að þeirra sögn, þá. Síðan fara læknar í kjaradeilu við ríkið í október 2014 og eru þá þegar komnir með takmarkaðan verkfalls- rétt sem var hagrætt eftir því sem hentaði í stöðunni hverju sinni. Í apríl 2015 fara hjúkrunarfræðingar aftur í kjaradeilu við ríkið og þá eru þeir komnir með verkfallsrétt með tak- mörkunum eins og læknar. Það hefur engin skýring verið gefin á því hvern- ig læknar og hjúkrunarfræðingar öðl- uðust þennan verkfallsrétt. Lög- reglumenn eru undir sömu lögum og sjúkrahúsin. Þeir hafa ekki takmark- aðan verkfallsrétt. Hvers vegna? Eru þeir ekki nógu hálaunaðir til að geta tekið ákvarðanir sem brjóta gegn stjórnarskrárlögum eins og læknar og hjúkrunarfræðingar hafa gert? Undarlegt er að þeir sem eiga að þjónusta sjúklinga geti tekið ákvörð- um um það hvort eða hvenær sjúk- lingur fái þjónustu og valda þeim þannig bæði líkamlegum og and- legum þjáningum. Það er spurning hvort menntun brenglar hugarfarið svo að menn skynji ekki mun á réttu eða röngu? Hámenntaðir menn tóku yfir bankana á sínum tíma og sóuðu fjármunum eins og óvitar, sökktu þjóðfélaginu í botnlausar skuldir sem þjóðin á langan veg enn í að geta losn- að við. Þjóðin hefur verið þeirrar skoð- unar að læknar og hjúkrunarfólk ættu að hafa góð laun. Það er samt ekki hægt að styðja þá þvingunar- aðferð sem notuð hefur verið síðastliðna níu mánuði. Hún tilheyrir hvorki heiðarleika né mennsku. Mér finnst það ömurlegt að heyra fólk tala um að það sé verið að brjóta lög og mannréttindi á hjúkr- unarfræðingum, en aldrei einu orði á að brotin séu réttindi á sjúkum, þeir virðast vera drasl sem fólki er sama um. Lög hafa verið sett á verkfall hjúkrunarfræðinga og munu flestir vera þeirrar skoðunar að eftir níu mánaða þjónustuhömlur væri kominn tími á að stöðva þetta þrátefli. Samt hafa hjúkrunarfræðingar tækifæri til að semja áður en gerðardómur yrði settur. Ríkisvaldið þarf líka að hafa það í huga um hvað þeir sömdu við lækna. Hjúkrunarfræðingar eru par nær læknum í menntun en verkafólki. Þegar þessari maraþon-verkfalls- hrinu lýkur verður að stokka upp launakerfið því þetta ástand má ekki koma upp aftur. Þá myndu verkfalls- aðgerðir harðna og leiða til þess að lífi sjúkra yrði fórnað fyrir málstaðinn, því þeir eiga ekki stuðning nema ör- fárra. Sjúkir réttlausir Eftir Guðvarð Jónsson Guðvarður Jónsson »Undarlegt er að þeir sem eiga að þjónusta sjúklinga geti tekið ákvörðun um það hvort eða hvenær sjúklingur fái þjónustu. Höfundur er eldri borgari. Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.