Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 31

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 ✝ ValgerðurJónsdóttir fæddist 30. ágúst 1932 á Skarði í Dalsmynni, S- Þingeyjarsýslu. Hún lést 9. júní 2015 á dvalarheim- ilinu Grenilundi á Grenivík. Foreldrar henn- ar voru Jón Jó- hannsson bóndi á Skarði, f. 26.8. 1889 á Skarði, d. 24.2. 1975, og Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 7.12. 1897 á Hlöðum á Grenivík, d. 24.10. 1987. Systkini Valgerðar: 1) Jó- hann Pétur, f. 27.2. 1922, d. 16.7. 1922. 2) Jóhann Pétur, f. 25.7. 1923, d. 27.1. 1924. 3) Ein- ar, f. 23.12. 1924, d. 20.2. 1972. 4) Guðmundur Sveinn, f. 14.9. 1926, d. 17.5. 1969. 5) Skírnir, f. 10.3. 1928, d. 23.7. 2007. 6) Sig- urður, f. 5.5. 1929, d. 15.4. 1931. 7) Sigurlaug. f. 15.7. 1931. 8) Drengur, f. 13.7. 1943, d. 13.7. 1943. Valgerður giftist 12.10. 1957 Daða Eiðssyni sjómanni, f. 17.1. 1932 í Sörlatungu í Hörgárdal, d. 5.2. 1981. Faðir hans var Eið- ur Jónsson, f. 1.6. 1898 í Syðra- Kálfskinni, Árskógshreppi, d. 17.3. 1941. Móðir hans var Lí- ney Guðmundsdóttir, f. 3.3. 1911 í Bandagerði í Glerárþorpi, Glæsi- bæjarhreppi, d. 24.2. 1988. Valgerður og Daði bjuggu lengst af á Grenivík. Val- gerður fluttist til Akureyrar árið 1993 en fluttist aft- ur til Grenivíkur er hún flutti á Grenil- und 2010. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Sig- urlaug, f. 5.10. 1953. Maki Ár- mann Óskar Jónsson, f. 1.1. 1956. 2) Sigrún Jóna, f. 4.10. 1955. Maki Finnur Finnsson, f. 8.6. 1953. 3) Líney Soffía, f. 9.1. 1957. Maki Gísli Sigurgeir Árnason, f. 17.12. 1949. 4) Her- mann Skírnir, f. 4.8. 1958. Maki Ólöf Tryggvadóttir, f. 3.6. 1958. 5) Jórlaug Valgerður, f. 10.7. 1960. Maki Jón Stefán Ingólfs- son, f. 15.2. 1958. 6) Jón Heiðar, f. 10.2. 1962, d. 4.9. 1964. 7) Jón Heiðar, f. 18.8. 1964. Maki Lára Svansdóttir, f. 21.2. 1965. 8) Svava Guðrún, f. 1.9. 1965. Maki Gestur Ragnar Davíðsson, f. 22.8. 1964. Barnabörn Val- gerðar eru 19 og barna- barnabörnin eru 29. Útför Valgerðar fer fram frá Laufáskirkju í dag, 27. júní 2015, kl. 13.30. Elskulega amma Klara, sem langaði frá barnæsku að verða gullsmiður, en fékk aldrei. Amma var bæði stór og sterk- ur persónuleiki sem ég leit alltaf upp til. Mér fannst sem barni hún vera stórmerkileg að eiga svona mörg börn og barnabörn. Þetta hlyti að vera einstakt. Ég komst nú að því síðar að fjöldi afkom- enda var ekki alveg einsdæmi, en að mörgu öðru leyti var amma al- veg einstök. Hún var fyrir það fyrsta algjör snillingur í höndun- um. Bæði í að skapa og búa til, flíkur, – munir og handverk, jafn- víg á allt. Einnig var hún iðulega að laga, breyta og betrumbæta, og þá var alveg sama hvort það var smíðavinna, rafmagn eða annað, í minningunni gat hún lag- að allt. Amma að gera við eitt- hvað var alveg dæmigert fyrir annars vegar nýtnina og hins vegar sjálfsbjargarviðleitnina. Þessi atriði lærði ég af henni og tel hafa verið afar hollt veganesti. Annað sem ég lærði af ömmu er að gefast aldrei upp. Amma var mikið þráablóð og ef hún ein- hvern tíma beit eitthvað í sig þá var algjörlega vonlaust að reyna að fá hana til að breyta því eitt- hvað, hún gaf sig aldrei. Ég er einmitt mjög þakklát fyrir það veganesti frá ömmu að hafa kennt okkur hinum þessa einurð og staðfestu, sem einkenndi hana og hjálpaði í mörgum aðstæðum. Margar af skemmtilegustu minningum mínum um ömmu tengjast ferðalögum. Útilegur í Fjörður og Flateyjardal, ferðir í hjólhýsið í Skóginum, sumarbú- staðaferðir eða dagsferðir í Mý- vatnssveit. Ömmu var alveg sama hvort var verið að fara stutt eða langt, hún var algjör túristi og vildi alltaf fara með í allar ferðir. Svo sagði hún sögur út í eitt alla ferðina, af alls konar fólki sem hún hafði kynnst hér og þar eða heyrt um. Hún varð aldrei uppi- skroppa með sögur. Hún naut sín algjörlega í þessum ferðum og sagði alltaf þegar henni var skutl- að heim „þetta var nú aldeilis túr“, sama hvort var verið að koma úr ferðalagi um Vestfjarða- kjálkann eða bara Eyjafjarðar- hringinn. Ég man eftir einu atriði frá sokkabandsárum mínum. Þá vorum við stórfjölskyldan í úti- legu um verslunarmannahelgi á Sigríðarstöðum. Við amma sátum við varðeldinn og deildum bjór- flösku og capri-sígarettu. Þá fannst mér að ég ætti klárlega svölustu ömmu í öllum heiminum. Við amma gerðum þetta bara ein- ar og sér og hún var ekkert að klaga neitt í mömmu. Það var nefnilega þannig að það sem gerðist hjá ömmu, það var bara hjá ömmu og hún kjaftaði aldrei frá. Sérstaklega ef gengið var á hana með spurningum, þá gat maður treyst því að hún segði ekkert. Að lokum fylgir með þetta ljóð sem ég samdi til ömmu að kvöldi dánardags hennar: Sofnuð og kvatt hefur þennan heim. Friðsæl og hvílir nú rótt hjá þeim, feðgum sem sárt var að sakna, ljúft verður hjá þeim að vakna, þeir taka þér höndum tveim. (Lísbet Vala Snorradóttir) Elsku amma, takk fyrir allt og allt, sem í mínu tilfelli er ýmis- legt. Þú verður bara gullsmiður á himnum, þín var þörf í önnur verkefni í þessu lífi. Með virðingu og vinsemd. Lísbet Vala Snorradóttir. Valgerður Jónsdóttir ✝ Bergljót Bald-vinsdóttir fæddist í Reykjavík 26. febrúar 1938. Hún lést 1. júní 2015. Foreldrar Bergljótar voru Baldvin Sigurðs- son, f. 24. 6. 1906, d. 6.5. 1980, og Kristín Sigurð- ardóttir, f. 26. 7. 1912, d. 19.11. 1988. Bergljót var elst fimm systkina, næstur henni í röðinni kom Sigurður Valberg, f. 1941, d. 1980, Hrafnhildur, f. 1942, Valborg Elísabet, f. 1944, og Herdís Dröfn, f. 1954. Begga kynntist eiginmanni sínum, Arnþóri, árið 1954 og eignuðust þau 5 börn. Börn Bergljótar og Arnþórs; 1) Gylfi Þór, f. 1954. 2) Sigríður Arna, f. 1957, maki Sævar Siggeirsson, f. 1957, börn þeirra; a) Arnþór Snær, maki Elísabet Ólafsdóttir og eiga þau tvo syni, Arnald Kjárr og Patrek Kjárr. b) Bergrún Ír- Ingvar Óskarsson, dóttir þeirra er Eydís Björt og fyrir á Sigdís soninn Einar Anton. b) Þórdís Björt, sambýlismaður Einar Kristinn Þorsteinsson. c) Arn- þór Freyr, unnusta Ásdís Rún Bjarnadóttir. 5) Kristján Freyr Arnþórsson, f. 1964. Bergljót stundaði hefðbundið barnaskólanám í Miðbæjarskól- anum fram til 10-11 ára aldurs þegar hún fór í Austurbæj- arskólann, þaðan sem hún lauk unglingaprófi. Hún útskrifaðist síðan úr Gagnfræðaskóla verk- náms eftir 2ja ára nám. Þar lærði hún ýmsar verklegar greinar svo sem saumaskap, matreiðslu og fleira. Utan heim- ilis vann hún meðal annars við saumaskap hjá Saumastofunni Bót, þar sem hún saumaði há- tískufatnað fyrir tískuversl- unina Karnabæ. Vann hún eld- hússtörf á Hótel Esju og hjá Sjálfsbjörgu í Hátúni þar til hún hætti störfum árið 2005. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. is, maki Andri Óm- arsson og eiga þau tvo syni, Darra Frey og Hrannar Þór og c) Sigrún Erna, sambýlis- maður Stefán Breiðfjörð, sonur hans er Tristan Breiðfjörð 3) Bryn- dís, f. 1961, maki Bergþór Baldvins- son, f. 1960, börn þeirra; a) Baldvin þór, maki Brynja Vilhjálmsdóttir og eiga þau tvær dætur, Berglindi Elmu og Kristrúnu Ýr. b) Birna Dögg, sambýlismaður Hörður Sveinsson og eiga þau tvær dætur, Bryndísi Theodóru og Margréti Viktoríu. c) Þorbjörg, sambýlismaður Hörður Jó- hannsson, Þorbjörg á eina dótt- ur Söru Benediktu Elvan, sonur Harðar er Hreiðar Ernir. d) Bergþóra Hrund. 4) Kristín, f. 1963, maki Sigþór Sveinn Más- son, f. 1959, börn þeirra; a) Sigdís Þóra, sambýlismaður Það er ekki auðvelt að setjast niður og skrifa þessi orð. Begga amma var svo stór hluti af lífi mínu og að eiga að draga það saman í örfáum orðum hvað hún var mér mikils virði er ógjörn- ingur. Ég á ótal góðar æsku- minningar um ömmudekur í Fífuhvamminum en það sem virkilega situr eftir eru árin sem við amma unnum saman í eld- húsi Sjálfsbjargarheimilisins. Það er dýrmætur fjársjóður að hafa fengið að kynnast henni, ekki sem ömmu, heldur Beggu; þeim vandvirka vinnuþjarki sem hún var. Daginn sem ég hóf störf, 16 ára gömul í mínu fyrsta alvörusumarstarfi, var mér sagt að ég væri með hendurnar henn- ar ömmu, ekki bara af því að við værum með líkar hendur, heldur þóttum við bera okkur eins að við grænmetisskurðinn. Það fannst mér eitt það besta hrós sem ég hafði fengið því ef ég líktist henni á einhvern máta þá hlyti ég að vera alveg ágæt. Amma var glæsilegasta kona sem ég hef séð og kynnst. Henni var annt um útlitið, fór aldrei ómáluð út úr húsi og bar sig vel, hvar sem hún kom. Vinnuklæðn- aðurinn í eldhúsinu var hinsveg- ar hvítur bolur, víðar pastel- grænar bómullarbuxur og óklæðileg svunta. Amma hefði þó skammlaust getað hoppað upp á tískupallana eftir vakt, því hún var alltaf fallega förðuð, hárið óaðfinnanlegt og eyrna- lokkarnir á sínum stað. Það skipti engu máli hverju hún klæddist, það geislaði af henni hvert sem hún fór. Brosið henn- ar ömmu og dillandi hláturinn lýsti upp herbergið og jafnt heimilismenn og samstarfsfólk sögðu mér að þau vonuðu alltaf að Begga eldri væri á vakt. Amma kom vel fram við alla sem hún afgreiddi og aðstoðaði í mat- salnum, sýndi þeim virðingu, og lagði sig fram um að gera dag- inn þeirra betri. Hún settist oft niður hjá heimilisfólkinu til að spjalla og ég, Begga yngri, fylgdist með Beggu eldri og gerði mitt besta í að líkjast henni. Ég náði þó aldrei sömu færni þegar kom að kökuskreyt- ingum, en amma var algjör meistari í eldhúsinu og gat töfr- að fram dýrindis veislu á ör- skammri stundu. Við unnum saman í fimm ár, og ég hélt áfram í tvö ár eftir að hún hætti að vinna. Nær daglega var spurt um Beggu eldri og var hennar sárt saknað af heimilisfólki og starfsfólki. Ég vissi því vel hvað ég var heppin að eiga hana að og geta leitað til hennar hvenær sem ég vildi. Þegar við vorum tvær saman á vakt gátum við talað um allt milli himins og jarðar og einn daginn fórum við að ræða dauð- ann. Ég, óharðnaður unglingur- inn, vildi fá að eiga ömmu mína eins lengi og mögulegt var en amma sagðist örugglega myndu kveðja áður en ég eignaðist mín eigin börn. Ég sagði það vera al- gjöra vitleysu, hún myndi að sjálfsögðu mæta í fermingar- veislu barnanna minna. Hvorug okkar hafði rétt fyrir sér. Amma varð langamma strákanna minna tveggja. Sá eldri, fimm ára, á yndislegar minningar um lang- ömmu sína, faðmlögin, kexskúff- una og dekrið. Sá yngri, tæplega fimm mánaða, fær að heyra allar sögurnar af fallegu langömmu sinni, sem elskaði hann svo mik- ið, þann stutta tíma sem þau áttu saman. Við Beggurnar fáum vonandi að vera aftur saman á vakt seinna. Bergrún Íris Sævarsdóttir. Bergljót Baldvinsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KÁRI STEINGRÍMSSON húsasmiður, Breiðuvík 5, andaðist á heimili sínu 16. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 15. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Sigríður Guðjónsdóttir, Steingrímur P. Kárason, Þórhildur Einarsdóttir, Guðjón G. Kárason, Sóley Ómarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Melabraut 9, Seltjarnarnesi, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þann 29. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á að láta Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. . Guðmundur Jóhannesson, Bergljót Helga Jósepsdóttir, Alexander Jóhannesson, Helga Hafsteinsdóttir, Anna B. Jóhannesdóttir, Steingrímur Ellingsen, Guðlaug I. Hecker, Gary Hecker, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SVEINBJÖRN BJARNASON, Barrholti 26, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 13. . Lillý S. Guðmundsdóttir, Aldís Sigurðardóttir, Bjarki Sigurðsson, Anna Jódís Sigurbergsdóttir, Birna Mjöll Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGMAR EYJÓLFSSON, Hraunbæ 16, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Skógarbæ 22. júní. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju 1. júlí kl. 13. . Ágústa Sigmarsdóttir, Ingvar Þorsteinn Þórðarson, Jóna Kristín Sigmarsdóttir, Eyjólfur Sigmarsson, Judit Schroth Sigmarsson og barnabörn. Frænka okkar, GUÐBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR THORARENSEN, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 21. júní, verður jarðsungin frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn fimmtudaginn 2. júlí kl. 14. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Danielsen og Magnús Danielsen. Elskulegi pabbi, tengdapabbi og afi, GUÐMUNDUR ÞÓR ÁSMUNDSSON, Teigagrund 4, Laugarbakka, varð bráðkvaddur 14. júní í Barcelona. Útför fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 15. Minningarathöfn og jarðsetning duftkers fer fram á Melstað í Húnaþingi vestra miðvikudaginn 8. júlí kl. 14. Kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinssjúka. . Guðbjörg I. Guðmundsdóttir, Hermann Hermannsson, Katrín Guðmundsdóttir, Liam Molloy, Almar Þór, Brónagh Rán og Berghildur Björt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.