Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 32

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Elsku hjartans vinkona mín. Hvað það er sárt að kveðja þig. Þú lífs- glaða galopna hjarta sem gafst og gafst. Fylltir heilu videospólurnar með lífs- krafti þínum og kveiktir stóra elda í litlum hjörtum í kringum þig. Ég var þetta litla hjarta. Ég leit upp til þín því þú fylltir mig innblæstri. Að horfa á þig hverfa inn í spuna leiks og lífs gaf mér óbilandi von á mannsandanum og því óendanlega ljósi sem hann getur framkallað. Þú kenndir mér að fara alla leið inn í ástríð- una, að gleyma mér og gefa mér sköpuninni á vald. Að alast upp við hlið þér og sjá þig stækka og blómstra hefur verið mér mikil hvatning og því er ég þér æv- inlega þakklát. Þú leist á hvern dag sem nýtt upphaf, nýtt tæki- færi. Mér er svo minnisstæð okkar stærsta vinastund þegar við ákváðum að innsigla vináttu okk- ar. Það var ekki nóg að setja upp vinabönd eða hanga saman á hverjum degi, nei það skyldi far- ið alla leið. Ég man ég var skelk- uð en spennt þegar við skárum okkur báðar í lófana til þess að innsigla vináttuna með vasahníf sem ég stal frá pabba. Ég fékk gæsahúð þegar ég sá blóðið renna. Það endaði svo með helj- arinnar hláturskasti þegar við föttuðum að þú hafðir skorið þig í vinstri höndina og handabandið blóðuga því aðeins á ská. En það skipti engu. Mistök voru ekki til. Allt var eins og það átti að vera. Okkar blóðuga handaband var öðruvísi en öll blóðug vinahanda- bönd heimsins. Og þannig var okkar vinátta einstök. Við gerðum allt saman þar sem við bjuggum hlið við hlið í Mosfellsbænum. Við vorum öruggar í bómull sveitarinnar og þar gat ekkert stöðvað okkur. Við vorum dálítið sykur og súkkulaði sem bökuðu ekki bara vandræði heldur líka heljarinnar drasl. Ég er svo þakklát foreldr- um okkar fyrir þá endalausu þol- inmæði sem okkur var sýnd þeg- ar við breyttum allri stofunni fyrir kvikmyndatöku, grófum fataskáp móður þinnar í sundur Hulda Hreiðarsdóttir ✝ Hulda Hreið-arsdóttir fædd- ist 16. júlí 1982. Hún varð bráð- kvödd 5. júní 2015. Útför Huldu fór fram 19. júní 2015. fyrir búninga og héldum vöku fyrir þeim með söng og leik. Saman skoðuð- um við mörk líkam- ans í hálfvitalegum nútímadansi, tókum upp besta þátt Bay- watch seríunnar þar sem þú tróðst vatnsblöðrum inn á sundbolina okkar fyrir bobbinga og saman urðu hugir okkar að ein- um í samstarfinu. Allt var hægt, takmörkin engin. Og alltaf var farið alla leið. Og þessi ástríða fylgdi þér í gegnum allt lífið. Auðvitað. Að sjá þig vinna að hugsjón þinni við að stuðla að bættu umhverfi fyrir börn þessa heims var svo fallegt og hvetjandi. Þegar ég hugsa til þín í dag sé ég dansandi rauðhaus í sundbol í Reykjabyggðinni að bíða eftir mér. Ég sef yfir mig og gat varla klárað seriosið því ég er svo spennt að hlaupa yfir til þín. Ég er komin með hatt og sjal og þú ert búinn að kveikja á kamer- unni. Ævintýri dagsins bíða okk- ar, glettin og óútreiknanleg. Lilja Birgisdóttir. Elsku Hulda. Við sitjum hérna vinkonurnar og rifjum upp gaml- ar og góðar minningar um þig. Þrátt fyrir mikla sorg og vantrú þá komumst við ekki hjá því að hlæja. Við höfum þekkst frá því við vorum 6-7 ára þar sem vina- hópurinn okkar varð til í 1. SHG árið 1988 í Mosfellsbæ. Þú varst alltaf uppátækjasöm og hugmyndarík. Í því samhengi má nefna „Grín og glens“, klúbb- inn okkar „GG“, sem var með höfuðstöðvar á heimili þínu. Þar voru ófáar sýningar settar upp, t.d. Grease, þar sem þú fórst á kostum í gervi ofurtöffarans Danny Zuko. Við tókum að okkur að troða upp í afmælum bekkjar- félaga við misjafna hrifningu. Að ógleymdum árlegum Eurovision endurgerðum okkar þar sem for- eldrar grenjuðu af hlátri en syst- kini og nágrannar klóruðu sér í höfðinu yfir skrípalátunum. Símablaðið var líka stórmerki- legt rit sem við stofnuðum. Þar varst þú í fararbroddi sem rit- stjóri. Tímaritið innihélt skrítlur og myndasögur sem sumar voru heimagerðar en aðrar fengnar að láni. Að ógleymdum uppspunn- um viðtölum við mismerkilegt fólk. Við seldum bekkjarfélögum og foreldrum áskriftir en gáfum svo bara út eitt tölublað. Í heimsókn til Sesselju kenn- ara okkar fundum við mikilvæg- ar fornleifar. Við tengdum þess- ar „minjar“ horfnum heimum og glötuðum sálum sem gengu með- al vor. Um leið og munirnir komu í hús urðum við varar við drauga- gang sem hræddi úr okkur líftór- una með tilheyrandi öskrum og skrækjum. Við hlupum af vett- vangi og Helga systir þín var fengin til að skila minjunum. Seinna komumst við að því að þær enduðu í ruslatunnunni heima hjá þér. Þá er minnisstætt þegar þú bauðst þig fram sem formann nemendaráðs í gaggó. Þér fannst félagslífinu í skólanum vera ábótavant. Þá tók við einn sá mest spennandi vetur í minni gagnfræðinga í Mosó. Vetur stútfullur af skemmtilegum nýj- ungum líkt og Valentínusarhátíð- arhöldum þar sem skólinn var skreyttur í hólf og gólf með bleikum og rauðum hjörtum. Jólaföndur skólans var einnig sett á stera með okkur sem sjálf- skipuðum partýstjórum og plötu- snúðum. Á menntaskólaárunum kynn- ist þú Halldóri, lífsförunauti þín- um og hófuð þið snemma búskap og dembduð ykkur í barneignir. Á þeim árum áttum við kannski ekki mikla samleið þar sem við hinar herjuðum flestar á nám er- lendis á meðan þú varst hér heima að ala upp snillinga fram- tíðarinnar. Þó náðum við saman á ný og vinátta okkar var jafn sterk og gáskafull sem fyrr. Elsku vinkona. Það sem stendur upp úr hjá okkur varð- andi minningar um þig á þessari örlagastundu er glettnin, lita- dýrðin, frjósami hugurinn og skemmtilegu frásagnirnar. List- rænu eiginleikarnir og sköpunin. Hvað börnin þín voru lánsöm með móður sem og öll börn sem þú snertir við í gegnum FAFU. Við höfðum margt að læra af þér og litum upp til þess hver þú varst og hvernig þú lifðir þínu lífi. Þú ert enn að kenna okkur, nú síðast á hörmulegan hátt hversu brothætt og dýrmætt lífið er. En ekki síst hversu mikilvægt það er að fylgja hjartanu og draumum sínum, skapa sér og öðrum góðar minningar og njóta líðandi stundar. Takk fyrir allt sem þú varst okkur. Meira: mbl.is/minningar Hrafnhildur, Inga, Íris, Nanna, Sara, Sólveig og Svala. Það er af mikilli sorg sem ég skrifa til að segja að okkar fagra, skapandi og umhyggjusama hug- sjónarkona Hulda lést í svefni snemma að morgni föstudagsins 5. júní 2015. Eftir að hafa unnið með henni undanfarin fimm ár fékk ég að kynnast visku hennar og ást á öllu og fyrir það er ég ólýsanlega þakklátur. Hún skapaði margt og þar framar öllu þrjú falleg börn sem nú eru að verða að sterku og færu ungu fólki. Ég get vart ímyndað mér hve þungbær sárs- auki þeirra og hins stóíska eig- inmanns, Halldórs, hlýtur að vera, miðað við hve sárt brott- hvarf hennar hefur reynst mér eftir einungis fimm ára kynni. Þau ykkar sem hafið hitt Huldu þekkið ástríðu hennar fyr- ir leikefnivið sem hvetur og virkjar heilaþroska, sem hún þróaði enn frekar með mér og kollegum okkar, og þá sérstak- lega Doug og Nick. Starf hennar mun lifa áfram og vaxa, þó ekki væri til annars en sem minnis- varði um hæfileika hennar. Þau sem hittu og fengu að kynnast Huldu, æskubrekum hennar og kindarlegum enskum málfarsvillum, urðu sífellt hug- fangnari. Alltaf bjartsýn og kát, alltaf með rakt hárið þegar við hittumst snemma dags og á bak við feimnislegt flissið leyndist verulega hæfileikarík kona sem átti skilið miklu meiri tíma til að njóta lífsins og sjá drauma sína rætast. Þegar ég hitti Huldu fyrst, á lítið spennandi námsgagnasýn- ingu í Coventry, lýsti hún upp salinn. Eftir því sem við kynnt- umst sáum við hvort í öðru ástríðu fyrir því að stuðla að þroska barna langt umfram starfið – það var okkar köllun að tryggja börnum sem besta möguleika til að hefja lífið. Síðar, þegar íslenskir fjárfest- ar hættu að styðja við bakið á Fafu (sem er stytting á enska orðasambandinu „Fair Fun“ – af hverju? Af því að Fafu var og er fair fun!) reyndist nauðsynlegt að klippa á naflastrenginn og flytja Fafu til Englands, þar sem samband mitt við Ísland hófst. Hulda og Ísland voru einfald- lega of góð til að deila ekki með öðrum og þannig varð til Play Iceland. Þar fékk Hulda tæki- færi til að koma á góðum tengslum við fólk víðs vegar um heiminn sem deildu umhyggju hennar og ástríðu. Þetta gerði hún frá einum stað þar sem fólk- ið er jafnvel enn magnaðara en landslagið (og þótt hverir og fossar séu æðislegir – þá er það ekki fyrr en þú hefur komið ná- lægt jökli að þú getir skilið hversu magnað fólkið er). Play Iceland hefur vaxið einsog Topsy og í ár hefur fólk streymt að hvaðanæva úr heiminum, ásamt hinu heimsfrægu barnapersónu- num Elska og Teacher Tom. Hvernig er hægt að halda þessu áfram án Huldu er enn óljóst – En við höldum áfram. Hulda kom yfir til Englands (og Skotlands) í hverjum mánuði og við unnum löngum stundum, saman og hvort í sínu lagi, til að finna leiðir til að þróast áfram – allt í þágu barna, ykkar barna, minna barna, hennar barna – allra barna. Lífið er ósanngjarnt, eins og sagt er dauðinn er enn ósann- gjarnari. Hulda verður ávallt í hjarta mínu og sál og öllu sem ég geri og ég vona að áhrifa hennar gæti áfram í ykkar störfum með börnum. Tom Shea. Ég varð harmi slegin þegar ég frétti af andláti Huldu móður Heiðu, bestu vinkonu dóttur minnar. Sú hlið af Huldu sem ég kynntist var í gegnum dóttur mína Elísabetu. Dætur okkar urðu strax mjög góðar vinkonur á leikskólanum Steinahlíð. Það var mikill samgangur þeirra á milli og vinsælt að fá að leika heima hjá Heiðu. Hulda sinnti fyrirtæki sínu heima fyrir og hafði hún heimilið opið fyrir vin- konuskara dótturinnar og nutu þær allar góðs af. Hulda var mjög viðræðugóð, réttsýn og bjartsýn og virk í foreldrastarfi Vogaskóla. Þarna var greinilega hugrökk manneskja á ferð sem þorði að fylgja eftir sannfæringu sinni. Það var mikil lífsgleði sem fylgdi henni og stutt í hlátur og kátínu. Mig langar að þakka Huldu fyrir öll þau lífsgæði sem dóttir mín hefur þegið fyrir tilstuðlan hennar. Ég votta fjölskyldunni mína dýpstu samúð. Guðrún, mamma Elísabetar. Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – Gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Höfundur ókunnur) Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ragnar s: 772-0800 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA KRISTINSDÓTTIR, Ægisbyggð 9, Ólafsfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar 23. júní. Útför hennar fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí nk. . Kristinn E. Hrafnsson, Anna Björg Siggeirsdóttir, Sigurlaug Hrafnsdóttir, Líney Hrafnsdóttir, Georg Páll Kristinsson og fjölskyldur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN L. HALLDÓRSSON, Laugateigi 38, lögfræðingur og fyrrv. forstöðumaður Skólaskrifstofu Reykjavíkur, sem lést 22. júní, verður jarðsunginn þriðjudaginn 30. júní kl. 13 frá Fossvogskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Ingibjörg Dröfn Sigríksdóttir, Halldór Leví Björnsson, Hjálmey Einarsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Birna Ósk Björnsdóttir, Jón Þór Víglundsson, Helgi Björnsson, Maria C. Mayböck, Ingibjörg Dröfn, Björn Ingi, Anton Björn, Egill Gauti, Elísabet María og Emma Dís. Ástkær dóttir okkar og elskuleg systir, HARPA SIGTRYGGSDÓTTIR, Múlavegi 33, lést af slysförum 24. júní. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 4. júlí kl. 14. . Páll Sigtryggur Björnsson, Þorgerður Magnúsdóttir, Anika Sigtryggsdóttir, Sara Lind Þorgerðardóttir og fjölskylda. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, HALLGRÍMUR ÞORSTEINN TÓMASSON, Snægili 14, Akureyri, lést laugardaginn 20. júní. Útför hans fer fram frá Glerárkirkju miðvikudaginn 1. júlí kl. 13.30. . Svanhildur Dagný Karlsdóttir, Tómas Hallgrímsson, Kolfinna María Níelsdóttir, Guðmundur Ö. Hallgrímsson, Karen Dúa, Elfar Dúa, Anna Dúa og Örn Dúa Kristjánsbörn og afabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR JÓNSSON, Vallargerði 25, Kópavogi, lést 24. júní á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Útförin fer fram í Kópavogskirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. . Agnes Agnarsdóttir, Sigurður Magnússon, Þórey E. Heiðarsdóttir, Magnús S. Thorsteinsson, Agnar Már Heiðarsson, Heiða B. Þórbergsdóttir, Pétur Orri Heiðarsson, Kristín M. Guðjónsdóttir, Magnús Örn Sigurðsson, Sólveig Á. Sigurðardóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.