Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Með þessu ljóði kveðjum við kæra vinkonu sem hvarf allt of fljótt úr lífi okkar allra. Við erum ríkari fyrir að hafa kynnst þeirri einstöku manneskju sem Hulda var. Minning hennar lifir með okkur um ókomna tíð. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Huldu. Auður, Edda, Guðrún og Ólöf. Það var óraunverulegt símtal sem ég átti við Birgi bróður minn föstudagsmorguninn 5. júní. Hann sagði mér að bróð- urdóttir okkar, Hulda Hreiðars- dóttir, hefði dáið í svefni um nóttina. Mér hefur ekki brugðið eins við nokkra frétt sem ég hef fengið. Hvernig má það vera að ung kona í blóma lífsins deyi svona skyndilega og án nokkurs aðdraganda, aðeins 32 ára að aldri. Hulda var næstyngst fjögurra barna Hreiðars bróður og Katr- ínar. Þau systkin ólust upp í Mosfellsbæ, í nánu sambýli við Birgi og Guðrúnu og börn þeirra fjögur. Það hafa verið einhverjir töfrar í jarðveginum eða loftinu þarna, því þessi frændsystkina- hópur er um margt óvenjulegur. Öll hafa þau farið sína eigin leið og gert það sem hugurinn hefur staðið til, og gert það vel. Hulda fór sína leið. Hún fór í gegnum háskólanám, stofnaði fyrirtæki og gerðist hönnuður og útrásarvíkingur af betri sortinni. Og í leiðinni eignaðist hún góðan mann og 3 yndisleg börn. Hún afrekaði þetta án þess að barma sér eða berast á, þetta virtist bara svo sjálfsagt að það tók því varla að ræða um það. Hún var virk í skólastarfi barnanna og hélt vel utan um fjölskylduna, alltaf jákvæð og í góðu skapi. Hún hafði orku og skapgerð sem gerði henni kleift að afreka allt sem hún gerði án sýnilegrar fyr- irhafnar. Nú þegar Hulda er farin af vettvangi er nauðsynlegt að missa ekki sjónir á því sem hún skilur eftir sig, að loknu lífs- hlaupi sem var alltof stutt en þó ríkulegt. Hún sýndi hvað hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi. Hún sýndi að gott fólk getur allt. Og hún skilur eftir handa börn- um sínum og Halldórs dýmæt- asta arfinn, minningu um móður sem þau geta litið til sem fyr- irmyndar alla ævi. Við Anna Sigga vottum Hall- dóri, Ólafi, Hreiðari og Heiðu, Hreiðari og Kötu og systkinum Huldu okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Huldu Hreiðarsdóttur. Jón Ögmundsson. „Á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt.“ (Hallgrímur Pétursson) Þessar línur úr sálminum sem við þekkjum flest og er enn sunginn við jarðarfarir hafa setið í huga mér síðan ég frétti af ótímabæru og óréttlátu andláti hennar Huldu. Hún sem var svo frjó og hugmyndarík, hún sem hafði bæði getu og vilja til að fylgja hugmyndum sínum eftir. Huldu kynntist ég fyrst í Hug- myndahúsi háskólanna rétt eftir hrun. Hún var þá að kynna Fafu- hugmynd sína um opið leikefni og ævintýraheim. Ég hef lengi fylgst með bloggum og fésbók- arsíðum um leikskólamál og allt í einu tók ég eftir að á myndum er- lendis frá sást glitta í grænar skikkjur og strýtulaga húfur. Fafu varð að fyrirbæri sem fólk í hinum alþjóðlega leikskólaheimi veitti eftirtekt og heillaðist af. Ekki bara af flíkunum sem slík- um heldur ekki síst hugmynda- fræðinni og eldmóðinum sem að baki þeirra lá. Í tengslum við hugmyndafræði Fafu og óbilandi áhuga Huldu á að leiða saman fólk varð Play Iceland til, ráð- stefna á Íslandi þar sem leik- skólafólk sem leggur áherslu á sköpun og leik alls staðar að hitt- ist og deilir þekkingu og reynslu nokkra daga á ári. Play Iceland var hugarfóstur Huldu og henn- ar leið til að koma íslensku leik- skólastarfi á framfæri en ekki síst leið til að skapa menntandi samræðu milli ólíkra hugmynda- heima. Það er nefnilega hollt að fá gesti og skoða starfið með þeirra augum. Bæði það sem vel er gert en líka þar sem gestirnir setja spurningarmerki. Hulda lagði hug og hjarta í móttökurn- ar og ég held að það hafi verið á fyrstu ráðstefnunni að nær öll stórfjölskylda Huldu var virkjuð við ólík verkefni. Hulda var talskona leiksins, hugmynda og heilakenninga. Hún var ötul talskona þess að börn ættu rétt á að leika sér í fal- legu umhverfi með margbreyti- legan efnivið sem styddi við þroska þeirra á allan hátt. Sér- staklega lagði hún áherslu á ímyndunaraflið sem hreyfiafl alls annars. Fafu-hugarfóstur henn- ar var leið til að koma þessum hugmyndum í verk. Það eru ekki nema rétt þrjár vikur síðan ég hitti Huldu á fundi með áhugakonum um ævintýri leiksins og upplifunar. Það var svo gaman hjá okkur að Hulda varð of sein til veislu. Einhvern- veginn held ég að það hafi verið einkennandi fyrir hana. Að verða svo gangtekin í núinu að tíminn hvarf. Hún sagði okkur frá nýj- asta verkefninu sínu, hönnun og byggingu leikskóla í London. Við ræddum heilmikið um Play Ice- land í haust og þróun ráðstefn- unnar. En líka um tónhreyfisk- ynjunarkubba sem hana hefur dreymt um að hanna og fram- leiða. Þeir áttu að verða síðari tíma verkefni, þegar hún hefði tíma til að víkka út fókus sinn og bæta við sig nýjum og spennandi verkefnum. Að lokum þakka ég Huldu fyr- ir áhugaverða samfylgd undafar- in ár, fyrir samræður og eldmóð. Fyrir að vera boðberi hugmynda um leikskólastarf, sem byggjast á leik og ímyndun. Fyrir að hafa gefið tíma sinn og orku til vinna að betri framtíð fyrir börn. Fjölskyldu hennar þakka ég fyrir að hafa deilt henni með okk- ur og sendi þeim mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kristín Dýrfjörð. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, ÞORSTEINS J. SIGURÐSSONAR frá Reykholti, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild 2b á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka hlýju og góða umönnun. . Aðalbjörg Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR KRISTINSDÓTTUR, Seiðakvísl 3, Reykjavík, sem lést 19. maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deildum A6 og K1 á Landspítalanum fyrir einstaka umönnun og hlýhug. . Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir, Reynir Vignir, Sveinn Guðmundsson, Birna Guðmundsdóttir, Kolbeinn Finnsson, barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, KATRÍNAR SIGRÚNAR GUÐJÓNSDÓTTUR frá Hemru í Skaftártungu, síðast til heimilis í Langagerði 122, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólksins þar fyrir nærgætni og frábæra umönnun. . Brynrún Bára Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Rúnar Viktorsson, Þórir Páll Guðjónsson, Helga Karlsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ástkæru INGIBJARGAR MELKORKU ÁSGEIRSDÓTTUR, Vesturgötu 154, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. . Fjölskyldan. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU MAGDALENU JÓNSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, áður að Laugarbraut 23, Akranesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilis á Akranesi. Fyrir hönd aðstandenda, . Friðrik Vignir Stefánsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA HELGA INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR frá Barkarstöðum, Miðfirði, Vestur-Húnavatnssýslu, til heimilis að Dalbraut 27, Reykjavík, lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 20. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk þjónustuíbúðanna að Dalbraut 27 fyrir umönnun, alúð og nærgætni. . Benný Þórðardóttir, Páll Sigurðsson, Hjördís Kristinsdóttir, Haraldur Geir Hlöðversson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SVEINBJÖRN JÓNSSON, lést á heimili sínu 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Erna Konráðsdóttir, Elín Dóra Sveinbjörnsdóttir, Alex Páll Ólafsson, Sveinbjörn Ingi Pálsson, Ásrún Karlsdóttir. Þökkum auðsðýnda samúð og hlýju við andlát og útför SIGURJÓNS K. NIELSEN, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður til heimilis að Lækjasmára 4, Kópavogi. . Elín Elísabet Sæmundsdóttir, Gísli Sigurjónsson, Jóhanna H. Bjarnadóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Þóra Björg Ágústsdóttir, Birgir Sigurjónsson, Laufey Sigurðardóttir, Ósk Sigurjónsdóttir, Stefán Örn Magnússon, Sigurjón S. Nielsen, Helga Hillers, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts móður okkar, SIGRÍÐAR HALLDÓRSDÓTTUR vefnaðarkennara. Þökkum sérstaklega starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir umönnun og alúð. . Halldór Sigtryggsson, Herborg Sigtryggsdóttir, Hrafnkell Sigtryggsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns, sonar, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, ARNAR WILHELMS RANDRUP, Keflavík. . Fjölskylda hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.