Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.06.2015, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Starfskraftur óskast Vélsmiðja Hornafjarðar ehf. óskar eftir starfs- krafti í afleysingar á olíubíl í 5-6 vikur frá og með 26. júní. Verður að hafa ADR réttindi. Upplýsingar veittar á staðnum eða hjá Páli Ólafssyni í síma 899-1141. Klassíski listdansskólinn auglýsir eftir skrifstofustjóra / verkefnastjóra til starfa í ágúst 2015. Umsókn með ferilskrá sendist til gudbjorg@ballet.is fyrir 1. júlí. Nánari upplýsingar á www.ballet.is Forstöðumaður Héraðsbókasafns Rangæinga Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar stöðu forstöðumanns Héraðsbókasafns Rangæinga í 100% starf frá 1. september 2015. Héraðsbókasafnið er skóla- og almenningsbókasafn. Forstöðumaður vinnur í nánu samstarfi við sveitarstjóra, skólastjóra Hvolsskóla og stjórn Héraðsbókasafnsins. Starfið felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess. Menntun, reynsla og hæfniskröfur: • Bókasafns- og upplýsingafræði eða annað háskólapróf sem nýtist vel í starfi. • Starfsreynsla á almenningsbókasafni og/eða skólabókasafni. • Reynsla af starfi með börnum og ungmennum og kunnátta á skráningarkerfi, er kostur • Góð þekking á menningarstarfi • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Frumkvæði og skipulagshæfni • Góð tölvukunnátta • Leiðtogahæfileikar og færni í mannlegum samskiptum • Góð kunnátta í íslensku í ræðu og riti • Hæfni til að miðla upplýsingum í töluðu og rituðu mál Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir, forstöðumaður, í síma 861-8687 og 488-4235 eða gunnhildur@bokrang.is Umsóknum með upplýsingum um menntun, starfsferil ásamt kynningarbréfi skal skilað rafrænt fyrir 15. júlí n.k. til gunnhildur@bokrang.is Rangárþing eystra Óska eftir starfi Vélstjóri / skipstjóri Er með full réttindi sem 750 KW/ yfirvélstjóri – 1500 kW 1. vélst. 30Tn/ 65Tn réttindi sem skip- stjóri fiskiskipa eða farþegaskipa. Hef mikla reynslu. Leita eftir tímabundnu eða varanlegu starfi. Áhugasamir sendi svar á box@mbl.is merkt: ,,V - 25905”. Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.