Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 27.06.2015, Qupperneq 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Fag- urt syngur svanurinn“. Hún er vísun í samnefnt þjóðlag sem Bjarni Þor- steinsson skráði í lok 19. aldar eftir gamalli konu sem bjó í dal inn af Siglufirði. Eins vísar þetta til ríku- legs fuglalífs á Siglufirði,“ segir Gunnsteinn Ólafsson, stofnandi og listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíð- arinnar á Siglufirði sem nú er haldin í 16. sinn dagana 1.-5. júlí. „Þjóðlagið verður flutt á tón- leikum Hallveigar Rúnarsdóttur sóprans og Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara í Siglufjarðar- kirkju fimmtu- daginn 2. júlí kl. 20 og fuglar koma víðar við sögu því Sinfóníuhljóm- sveit unga fólks- ins endar hátíðina á því að leika Konsert fyrir fugla og hljóm- sveit, Cantus Articus, eftir Einojuhani Rauta- vaara í Siglufjarðarkirkju sunnu- daginn 5. júlí kl. 14,“ segir Gunn- steinn sem stýrir tónleikunum. „Á sömu tónleikum verður frumfluttur fiðlukonsert eftir Hildigunni Rún- arsdóttur, sem er fyrsti fiðlukonsert sem kona semur á Íslandi og það telst vissulega til tíðinda. Þetta er framlag hátíðarinnar til 100 ára af- mælis kosningaréttar kvenna,“ segir Gunnsteinn, en einleikari er Sólrún Gunnarsdóttir. Þess má geta að tón- leikarnir verða endurteknir í Lang- holtskirkju 7. júlí kl. 20. Býr yfir stórkostlegri rödd Spurður hvað beri hæst á hátíð- inni í ár nefnir Gunnsteinn norska tónlistarhópinn Lux Illuxit sem heldur tvenna tónleika á forn- hljóðfæri. „Miðvikudaginn 1. júlí flytur hópurinn helgisöngva og norsk þjóðlög sem tengjast Ólafi helga Noregskonungi í Bátahúsinu kl. 21.30 og daginn eftir flytur hann píslarvættissöngva sem varðveist hafa í stafkirkjum Noregs í Siglu- fjarðarkirkju kl. 13. Tónlistin sem leikin verður á þessum tvennum tón- leikum hefur að öllum líkindum líka hljómað hérlendis á sínum tíma, því íslensk og norsk menning var sam- ofin fyrr á tímum. Það er því mikill fengur að fá þennan hóp til Íslands.“ Aðspurður hvað hann hafi til hlið- sjónar þegar komi að því að velja saman dagskrárliði líkir Gunnsteinn vinnunni við að setja saman blóma- krans. „Hróður hátíðarinnar hefur borist víða. Það er því mjög mikill áhugi bæði meðal íslenskra og er- lendra listamanna að fá að koma hér fram. Ég get ekki annað en valið það úr sem mér finnst eiga saman. Að stjórna tónlistarhátíð er eins og að búa til fallegan blómakrans. Þú get- ur ekki bara haft græn blóm í krans- inum, heldur verður maður að hafa ríkulegan og litríkan vönd og velja þarf blómin eftir því.“ Að sögn Gunnsteins verður boðið upp á tæplega 20 tónleika dagana 1.-5. júlí á alls fimm tónleikastöðum auk þess sem torgið býður upp á tón- leikahald sé veður gott. „Tónleika- aðstaðan hér er til fyrirmyndar,“ segir Gunnsteinn og bendir á að allir tónleikar eru ein klukkustund að lengd og svo gefinn hálftími til að rölta á næsta tónleikastað. „Auk tón- leika bjóðum við upp á metnaðarfull námskeið dagana 2.-3. júlí. Pétur Björnsson kennir rímnakveðskap, Jamie Laval kennir skoska þjóðlaga- tónlist, félagar í Narinkka-tríóinu miðla nálgun sinni á finnska þjóð- lagatónlist sem þeir kalla finnskt klezmer, Silver Sepp og Kristiina Ehin kenna eistnesk þjóðlög og -dansa og Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur fjallar um Sigursvein D. Kristinsson og tónlistarbyltinguna á Siglufirði, en Sigursveinn var braut- ryðjandi í tónlistarkennslu fyrir all- an almenning óháð fjárhag. Auk þess verður hér Þjóðlagaakademían alla dagana, sem metin er til eininga við LHÍ, og barnanámskeið sem Björg Þórsdóttir heldur,“ segir Gunnsteinn og bendir á að hægt sé að skrá sig fyrirfram með því að senda tölvupóst á festival@folkmu- sic.is eða við komuna til Siglufjarðar. Af öðrum tónleikum hátíðarinnar nefnir Gunnsteinn opnunartónleika Þórhildar Pálsdóttur sem betur er þekkt sem Heddý. „Hún mun ásamt hljómsveit flytja nútímaþjóðlög, þ.e. íslenskar dægurperlur frá 20. öld,“ segir Gunnsteinn og segir ánægju- legt að geta lagt sitt lóð á vogarskál- arnar til að sporna gegn æskudýrk- un nútímans. „Heddý er komin yfir sjötugt, en býr yfir stórkostlegri rödd. Narinkka-tríóið heldur tón- leika á Rauðku laugardaginn 4. júlí kl. 14. Sama dag kl. 15.30 flytja hjón- in Silvar Sepp og Kristiina Ehin þjóðlagatónlist og runo-söng frá Eistlandi, en Sepp smíðar sín hljóð- færi á staðnum. Sama dag kl. 17 flyt- ur Hundur í óskilum úrval eigin laga í Siglufjarðarkirkju við undirleik Lúðrasveitarinnar Svans undir stjórn Brjáns Ingasonar. Þetta verð- ur vafalítið hápunktur hátíðarinnar í huga margra. Við fáum hingað frábæra tónlist- armenn sem ætla að flytja ástar- og baráttusöngva Josés Afonso, sem var áhrifamesti lagahöfundur Portú- gala á 20. öld, í Siglufjarðarkirkju föstudaginn 3. júlí kl. 20,“ segir Gunnsteinn, en söngvari er João Afonso og Filipe Raposa leikur á pí- anó. „Við leggjum einnig áherslu á að ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu spor á þjóðlagabrautinni hafi mögu- leika á að koma hér fram. Það á t.d. við um þjóðlagasveitina Hlökk sem skipuð er ungum stúlkun úr LHÍ. Þær eru að feta sín fyrstu spor í túlkun á íslenskum þjóðlögum og eiga vafalaust framtíðina fyrir sér,“ segir Gunnsteinn, en Hlökk leikur í Siglufjarðarkirkju 3. júlí kl. 23. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar eru á folkmusik.is. „Eins og að búa til blómakrans“  Þjóðlagahátíðin á Siglufirði sett í 16. sinn miðvikudaginn 1. júlí  Nær 20 tónleikar á fimm dögum  „Hróður hátíðarinnar hefur borist víða,“ segir stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar Fiðluleikari Sólrún Gunnarsdóttir frumflytur nýjan fiðlukonsert. Dansar Jamie Laval fiðluleikari sérhæfir sig í skoskum þjóðdönsum. Fjölhæf Øyonn Groven syngur og spilar á langspil og seljaflautu. Slagverk Poul Høxbro leikur norska tónlist með Lux Illuxit. Hjón Silver Sepp leikur á heimasmíðuð hljóðfæri en Kristiina Ehin kveður. Kvartett Jón Svavar Jósefsson, Hildigunnur Einarsdóttir, Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir og Pétur Húni Björnsson skipa söngkvartettinn Kviku. Gunnsteinn Ólafsson Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi, JEA, verður haldin í dag í Vala- skjálf. Hátíðin hefur verið haldin ár- lega frá árinu 1988 og er elsta djasshátíð landsins. Hátíðin verður sett kl. 17 og 15 mínútum síðar hef- ur fyrsta hljómsveitin leik, Ívar Andri og hljómsveit og sérstakur gestur verður Guðgeir Björnsson. Kl. 18 leika Ranghalar, kl. 19.30 Garðar Eðvalds ásamt stórsveit, kl. 20.45 Beebee and the Bluebirds, kl. 22 Björn Thoroddsen og Jack Magnet Quintet, með Jakob Frí- mann Magnússon í fararbroddi, lýk- ur hátíðinni með tónleikum kl. 22.45. Ranghalar eru austfirsk popp- hljómsveit, stofnuð 2012, og sækir innblástur í ýmsar áttir, t.d. í djass, fönk og progg og pakkar útkomunni saman í nýrómantískan hljóðheim níunda áratugarins, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Garðar Eðvaldsson útskrifaðist úr Tónlist- arskóla FÍH í vor og hélt útskrift- artónleika sína í Reykjavík í apríl. Hann leikur frumsamin lög eftir sjálfan sig með níu manna stórsveit á hátíðinni. Beebee and the blue- birds var stofnuð árið 2010 af söng- konu og gítarleikara hljómsveit- arinnar, Brynhildi Oddsdóttur. Tónlist sveitarinnar má lýsa sem e.k. blöndu af blús, djassi, poppi og sálartónlist. Björn Thoroddsen þarf vart að kynna, einhvern færasta gít- arleikara landsins sem hefur sl. 30 ár verið einn af atkvæðamestu djasstónlistarmönnum Íslands og hefur hlotið ýmsar viðurkenningar. Jack Magnet Quintet flytur óvenjulegan og áhugaverðan 21. ald- ar bræðing af djassi, fönki og heimstónlist. Kjarninn í dagskránni er af fjölmörgum breiðskífum Jak- obs Frímanns og hver veit nema eitt eða tvö Stuðmannalög verði djössuð upp er hitna tekur í kolunum, segir um kvintettinn á vefsíðu hátíð- arinnar og jafnframt að tónleikar hans séu þeir fyrstu á hátíðinni. Frekari upplýsingar má finna á jea- .is. Blásið til djassveislu í Valaskjálf Morgunblaðið/Kristinn Jack Magnet Jakob Frímann Magn- ússon djassar í kvöld.  Jazzhátíð Egils- staða haldin í dag Rithöfundurinn Ragnar Jónasson hefur gert tveggja bóka samning við bandaríska for- lagið St. Martin’s Press sem gefur út bækur Arn- aldar Indriða- sonar og Yrsu Sigurðardóttur. Forlagið mun gefa út glæpasögu Ragnars, Snjóblindu, og aðra úr Siglufjarðarsyrpu hans sem á eftir að velja. Ný glæpasaga eftir Ragnar er væntanleg í október. Ragnar semur við St. Martin’s Press Ragnar Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.