Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 49

Morgunblaðið - 27.06.2015, Page 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Undanfarið hefur átt sérstað athyglisverð þróun íNashville, höfuðstað kántrísins. Ungir kventónlist- armenn þar hafa verið verið að storka hefðbundnum viðmiðum og gildum sem þar þrífast en leitun er á íhaldssamari stað þegar kemur að spurningunni um hvað megi og hvað megi ekki í tónlistarlegu til- liti. Þessir tónlistarmenn; þ. á m. ofurstjarnan Miranda Lambert (Taylor Swift sveitatónlistarinnar, alltént eftir að Swift yfirgaf þá veröld), Angaleena Presley, As- hley Monroe (þær þrjár skipa einnig hliðarverkefnið Pistol An- nie‘s) og Kacey Musgraves ráðast að og efast um karllæg, úr sér gengin viðhorf í gegnum snjalla texta og vissa kaldhæðni sem birt- ist m.a. í ímyndarvinnu. Textarnir fjalla þá kröftuglega um hluti sem sjaldan er hreyft við; vímuefnam- isnotkun, stéttamisrétti, smábæj- areinangrun, kvennakúgun o.s.frv. Já, þetta hljómar ótrúlega en það er nákvæmlega þetta sem er að gerast í höfuðborg sveita- tónlistarinnar. Og það lygilega er, fólk er að kaupa, hlusta og um- faðma. Umbylting innan frá Byltingarkona Kacey Musgraves er að snúa öllu á haus í Nashville. Breytingar Það er einnig undarlegt að þessar breytingar eiga sér stað í kerfinu, í borginni sjálfri, en hér áður fyrr þurftu menn hreinlega að flytja sig um set landfræðilega ættu þeir að komast upp með að sveigja reglurnar eitthvað (útla- gakántríið á áttunda áratugnum er besta dæmið þar um). Kacey Musgraves fæddist austur í Texas árið 1988 í smábæn- um Alba (500 íbúar). Snemma kom í ljós að barnið var músíkalskt og hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2000, þá aðeins tólf ára gömul. Fleiri heimabruggaðar plötur fylgdu en hún vakti fyrst athygli árið 2007 er hún tók þátt í Nas- hville Star-keppninni. Árið 2012 samdi hún við Mercury sem gaf út fyrstu smáskífu hennar, „Merry Go‚ Round“. Lagið sló í gegn og ljóst að hér var hæfileikakona á ferðinni en textinn er ekkert minna en magnaður, nokkurs kon- ar uppfærsla á „The River“ Bruce Springsteen þar sem brostnir draumar og ömurleg hringrás þeirra sem ekki geta brotist úr hlekkjum þeim sem samfélagið áskapar þeim voru til umfjöllunar. Tilkomumikið svo sannarlega og á þessu hnykkti Musgraves svo með stórri plötu, Same Trailer Diffe- rent Park, en titillinn segir eig- inlega allt um hvaða póll er tekinn í hæðina. Platan er yndislega látlaus en um leið full af öryggi og vísdómi sem flæðir iðulega frá mun eldra fólki en hinni ungu Musgraves. Í dómi Steve Leggett fyrir allmusic- .com segir að Musgraves „leggi sig fram um að segja hreint og beint frá, eitthvað sem ætti að vera mál- ið í Nashville en er það iðulega ekki“. Platan færði henni frægð og frama og þeir sem vilja það ögn dýpra en gengur og gerist hafa beðið spenntir eftir næstu plötu. Bylting Á Pageant Material er að finna glúrna leiki með tákn og meiningar og umslagið er ekkert minna en snilld, undirstrikar full- komlega hvaðan Musgrave er að koma. Á umslaginu er hún í hlut- verki fegurðardrottningar en svip- ur hennar og myndbygging öll gef- ur til kynna einkar gagnrýninn huga (minnir dálítið á Live Thro- ugh This-umslag Hole). Platan var þá tekin upp í hinu sögufræga „Hljóðveri A“ RCA í Nashville, þar sem mörg klassíkin hefur verið fest á band. „Við hljóðrituðum þetta mestmegnis sitjandi í stórum hring,“ segir Musgraves, sem m.a. minnist á draug Gram Parsons í einu laganna en fáir voru jafn ötul- ir múrbrjótar og hann þegar kom að kántríi. „Ég elska þetta hljóðver og það blæs góðum anda í það sem við vorum að gera.“ Eins og sjá má eru Musgraves og félagar að umbylta málum í miðjum höfuðstöðvunum og það með tækjum og tólum valdhafanna. Það er eitthvað reglulega svalt við þetta allt saman. » Platan er yndis-lega látlaus en um leið full af öryggi og vís- dómi sem flæðir iðulega frá mun eldra fólki en hinni ungu Musgraves.  Tónlistarkonan Kacey Musgraves gefur út Pageant Material  Athyglis- verðar hræringar í hjarta Nashville fengum við ekki stuðning í þetta skipti frá Norræna kvikmynda- sjóðnum sem okkur fannst í raun mun líklegri kostur en sá evrópski. Þ.a.l. var verkefnið í raunverulegri hættu þar til kvikmyndasjóður Evr- ópuráðsins, Eurimages, ákvað að styðja okkur,“ segir Anton. Áætlað að hefja tökur 10. ágúst Anton segir það mikinn létti að fá styrk úr sjóðnum og jafnframt gæðastimpil þar sem sjóðurinn líti til þess hvort líklegt sé að myndin muni hafa það sem til þarf til að ferðast víðsvegar um heiminn og fara í almennar sýningar í kvik- myndahúsum og verða sýnd á kvik- myndahátíðum. „En nú er semsagt orðið ljóst að verkefnið getur farið af stað þrátt fyrir að við séum enn að vinna hörðum höndum við að fjár- magna það sem upp á vantar til að eiga fyrir allri eftirvinnslunni,“ segir Anton. Áætlað er að tökur hefjist 10. ágúst á Borgarfirði eystra og til- kynnt verður í næsta mánuði hvaða leikarar verða í myndinni. Hjarta- steinn fjallar um tvo 13 ára stráka í litlu sjávarþorpi. Annar þeirra er skotinn í stelpu en er seinþroska lík- amlega og þorir ekki að nálgast hana. Besti vinur hans kemur hon- um þá til hjálpar. Leikarar verða bæði ungir og óreyndir og fullorðnir atvinnuleikarar og verður brátt til- kynnt hverjir þeir eru. Hjartasteinn Kynningarmynd fyrir kvikmyndina. MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 2015 Melrakkar leika á Gauknum í kvöld kl. 22 en þar fer hljómsveit fimm manna sem allir hafa gengið gegn- um lífið með Kill ‘Em All, fyrstu plötu Metallica, í blóðinu, eins og segir á Tix.is. Sveitin hafi verið stofnuð með það fyrir augum að spila þá plötu í heild sinni en viðtök- urnar orðið slíkar að ótækt hafi verið að láta staðar numið. „Uppi- staðan er vissulega eldra efni Me- tallica en inn á milli leynast einnig klassískar metalperlur frá svipuðu tímabili,“ segir um tónleikana. Eldra efni Metallica og málmperlur Ódýrt í bíó TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS SÝND KL. 1:45 SÝND KL. 2 SÝND KL. 2 Miðasala og nánari upplýsingar SÝND Í 2D ÍSL TAL SÝND Í 2D ÍSLENSKT TAL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.