Húnavaka - 01.05.2004, Page 18
16
H U N A V A K A
Nú er þetta aflagt. Ég sé eftir manntalsþingunum en bættar samgöngur
og betri fjarskiptamöguleikar gerðu þau óþörf. A þessum ferðum mínum
og veru inni á dómþingum fékk ég mikla þekkingu og reynslu sem kom
mér ákaflega vel í lögfræðináminu. Menn þurftu að tala við sýslumann
um næstum allt milli himins og jarðar, girðingar og hjónaskilnaði, landa-
merki og erfðarétt og mætti svo lengi telja.
I lögfræðinni var kennslan þannig að prófessorinn ræddi um viðkom-
andi mál en tók gjarnan upp einn stúdentinn og spurði hann um eitt-
hvað sem snerti það mál. Sú venja hafði skapast að þeir sem voru
nægilega vel að sér og vildu gjarnan koma upp, settust á fremsta bekk
en aðrir á þriðja eða fjórða bekk í kennslustofunni.
I fyrsta tímanum hjá Olafi Jóhannessyni, prófessor, hafði rnaður, sem
las undir próf, sest á fremsta bekk. Við vorum nokkrir sem settumst á
þriðja bekk og áttum okkur einskis ills von. Nema hvað, prófessor Olafur
kallaði mig upp. Til umræðu voru réttarfarslögin og stóð ég mig bara vel
af því að þarna var verið að ræða um efni sem ég hafði farið í gegnum
mörgum sinnum. Reyndin varð sú að við Olafur ræddum saman næst-
um allan veturinn. Það var sama hvar ég settist, upp skyldi ég koma. Þetta
var mjög gott fyrir mig en félagar mínir voru annarrar skoðunar.
Sautján jeppar á Hveravöllum
Það var ansi þröngt um þrjá á gömlu skrifstofunni, timburviðbygging-
unni við steinhúsið á Brekkubyggð 2. Þar voru fyrir faðir minn og Þor-
steinn Jónsson, sýsluskrifari og söngstjóri, þegar ég bættist \ið.
Auðvitað var fylgst með öllum málum sem komið var með. Sumarið
1947 var mikill áhugi á að gera akfæra leið suður á Hveravelli. Jón Jóns-
son í Stóradal hafði mikinn áhuga á að láta fara með jarðýtu suður heið-
ina og gera akfæra leið. Hann kom oft og ræddi um þetta við sýslumann
en hann hafði mikið að segja um fjárhagshliðina sem umsjónarmaður
sýsluvegasjóðsins.
Þá kom dag einn í fréttum út\'arpins að Skagfírðingar ætluðu að senda
15 manna vinnuhóp til að leggja veg suður á Kjöl. Þessi frétt varð góð
hvatning fyrir Húnvetninga. Þeir ákváðu að verða á undan enda átti bún-
aðarsambandið stóra jarðýtu. Hún var send af stað með góðum ýtumönn-
um og mönnum sem þekktu vel leiðir á heiðinni. Meðal annarra var
Jónas B. Bjarnason, fyrrverandi hreppstjóri í Svínavatnshreppi. Hann
hafði búið í Litladal og var kenndur við þann bæ. Allir sem vettlingi gátu
valdið unnu að þessu verkefni og það tókst að ljúka því.
Um næstu helgi lögðu upp áleiðis til Hveravalla 17 jeppar auk tveggja
vörubíla. Annar þeirra var trukkur með drifí á öllum hjólum. Hann flutti
farangur og bensín. Rétt er að geta þess að þá var farið fram Sléttárdal-
inn. Gist var á Hveravöllum og morguninn eftir haldið suður í Hvítár-