Húnavaka - 01.05.2004, Page 24
22
HUNAVAKA
Næstu verkefni voru að byggja upp lieilsugæsluna. Þar var svipað ástatt
í báðum sýslunum og komu þær að þessu með fjárframlögum. Það sama
átti við um hjúkrunar- og ellibeimili. Enda þekktu margir á mínum aldri
og eldri kvíða gamals fólks fyrir því hvar það gæti fengið samastað í ell-
inni. Nú horfir þetta öðru vísi við og er góður og ánægjulegur árangur
sem náðst hefur í því efni.
Lagning hitaveitu gekk greiðlega
Á Ytri-Reykjum í Miðfirði erjarðhiti. Eigandi jarðarinnar, Björnjónas-
son, hafði áhuga á að sem flestir nytu hans. Það varð úr að við sömdum
um kaup á hitaréttindum fyrir vestursýsluna. Það hafði verið borið undir
sýslufund og samþykkt. Eg tek þetta fram því að sumir vildu halda því
fram að þetta hefði verið einkaframtak mitt en því miður var það ekki.
Þetta var vilji okkar margra og töldum við að við værum að gera góða
hluti. Sýslan lét síðan bora eftir heitu vatni sem tók nokkurn tíma að
finna en þegar það loksins kom dreif Hvammstangahreppur sig í að
leggja liitaveitu og ég vona að enginn sjái eftir því.
Á svipuðum tíma stóðum við hér á Blönduósi í því að leita eftir heitu
vatni og tryggja okkur hitaréttindin á Reykjum á Reykjabraut. Á Reykj-
um átti austursýslan, samkvæmt gamalli gjöf, rétt á að byggja sundlaug
og mannvirki tengd henni. Samningur hafði verið gerður um frekari
mannvirki en hann var felldnr úr gildi. Þegar svo þurfti á landi og hita-
rétdndum að halda vegna fyrirliugaðs skóla á Reykjum ákvað sýslufundur
árið 1965 af kjósa tvo menn sem ásamt sýslumanni semdu um kaup á lóð
undir skólann. Sýslunefndarmennirnir, Lárus Sigurðsson á Tindum og
Sigurður Þorbjarnarson á Geitaskarði, voru kosnir dl að vera með sýslu-
manni.
Eg fór svo ásamt Grími Gíslasyni, fulltrúa hreppanna, heim til Páls
Kristjánssonar á Reykjum til Jaess að semja um lóðina. Við hittum hann
úti og fórum að ræða um væntanlega lóð. Ég bauð að greiða honum fyr-
ir óræktað land sömu upphæð fyrir fermetra og vegagerðin greiddi fyrir
tún sem tekin voru undir veg. Páli leist allvel á þetta og var fastmælum
bundið að ég legði Jaessa tillögu fyrir meðnefndarmenn mína og ef Jreir
samjjykktu þá greiddi ég upphæðina strax daginn eftir.
Eg fór síðan heim, sótti konu mína og við fórum fram að Tindum til
þess að ræða við Lárus. Hann var þessu tilboði samþykkur. Næst héldum
váð að Geitaskarði að hitta Sigurð þó að komið væri nær miðnætti. Hann
var enn á fótum og úd við. Einnig hann samþykkti Jressa greiðslu fýrir
landið. Daginn eftír voru kaupin gerð þegar Páll kom til mín og málið
Jrannig afgreitt.
Þar sem við erum nú að tala um kaup á hitaréttíndum á Reykjum er
rétt að segja frá því að hreppsnefnd Blönduóss, sem ég átti þá sæti í,