Húnavaka - 01.05.2004, Page 41
STEINUNN FRIÐHOLM FRIÐRIKSDOTTIR, Skagaströnd:
Sagan af honum Barða litla
Kvöld eitt, rétt fyrir áramótin 2002-2003, gekk ég fram í eldhús sem svo
oft áður. A gólfinu lá lítil lódrusla sem ég skipti mér ekkert frekar af.
Skömmu seinna kom ég aftur í eldhúsið og sá að þetta fyrirbæri var kom-
ið lengra inn á gólfíð og var á hreyfingu. Eg sótti gleraugun mín og hvítt
pappírsblað og um leið og kvikindið skreið upp á blaðið sá ég að þetta
var lítil, um það bil 5 mm löng, svört, loðin lirfa. Mér varð þá að orði:
Hvað ert þú að vilja hér upp á dekk, Loðinbarði litli?
Eg setti Barða, en það er gælunafnið hans, í litla krukku sem stóð á
eldhúsborðinu, sótti smá snifsi af kínakáli og lét í krukkuna hjá honum.
Hann réðist á kálið með áfergju og spændi það í sig.
A næstu tveimur mánuðum hakkaði hann í sig heilan kínakálshaus,
hafði fimm sinnum hamskipti og eftir þau síðustu var hann orðinn um 7
sm langur, bústinn vel og kafloðinn. Þá var hann búinn að fá stærri
krukku og litla trjágrein sem hann skreið stundum upp á og lá í makind-
um og sólaði sig í skini flúrljóssins sem krukkan hans stóð undir.
Það var mjög gaman að horfa á hann éta því að kálið virtist ganga
næstum beint í gegnum hann. Jafnóðum sem hann át gengu aftur af
honum litlar hálfglærar grænar kúlur. Af þeim var lykt eins og af
skemmdu káli og undir það síðasta þurftum við að moka út tvisvar til
þrisvar á dag.
Kvöld eitt, þegar hann hafði verið hjá okkur í tvo mánuði, tókum við
eftir því að vinurinn var hættur að éta og skreið eins og óður út um alla
Steinunn Friðriksdóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst
1948. Móðir hennar er Þórhildur Sigurðardóttir hús-
móðir og faðir hennar var Friðrik Björnsson rafvirkja-
meistari. Veturinnl966-1967, er hún var við nám í
Kvennaskólanum á Blönduósi, kynntist hún eigin-
manni sínum, Gunnlaugi Sigmarssyni frá Skagaströnd.
Þau giftu sig árið 1970 og bjuggu íyrst í Reykjavík og
Hafnarfirði en fluttu svo til Skagastrandar árið 1976.
Þar og á Blönduósi hefur Steinunn unnið við verslun-
arstörf síðan 1977. Þau eiga tvö börn.