Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 46
44
H U N A V A K A
lega fyrir og komu fram á fundum margar tillögur um breytt fyrirkomu-
lag á nautahaldinu sem lengi \el fengust ekki samþykktar.
Astæður fyrir því að ég kynntist þessum nautum, ungur að árum, voru
þær að á sumrin voru þau höfð í svokallaðri nautagirðingu sem lá með-
fram Svínvetningabraut og frá henni samhliða merkjagirðingu milli Sól-
heinta og Svínavatns niður í vatnið. Þetta var allstórt hólf og þarna voru
oft höfð 4-5 þarfanaut yfir sumarið og kýrnar leiddar undir þau. Þá var
hólfið oft notað fyrir stóðhest og hryssur á vorin en félagið átti að
minnsta kosti einn graðhest til kynbóta á þessum árum. Hann hétjarpur
og var frá Stokkhólma í Skagafírði. Samkvæmt gerðabókum félagsins var
nautagirðingin girt árið 1935. Þar sem girðingin umhverfis hólfíð var lág,
meðfram veginum, var það ekki þrautalaust fyrir vegfarendur sem þarna
áttu leið um, oft gangandi, að hafa þessa nautahjörð við hlið sér krafs-
andi og bölvandi. Sumir, einkum konur og börn, tóku oft lykkju á leið
sína af veginum upp í hálsinn eða fóru eftir vegarskurðinum til að vekja
minni eftirtekt nautanna. Þá þótti ekki æskilegt þarna að vera í rauðum
flíkum. Það var talið hafa slæm áhrif á geðsmuni nautanna.
Margar sögur eru til um ferðir manna með naut eða kú í togi. Ein slík
sem gekk manna á milli er þannig: - Einn sumardag sendi Jón Jónsson al-
þingismaður í Stóradal vinnumann sinn sem Björn hét með kú sem leiða
átti undir naut.
Björn komst með kúna rétt norður fyrir túnið en þar var kelda sem
kýrin vildi ekki með nokkru móti fara yfir, hvernig sem hann reyndi. Fór
hann þá heim aftur og sagði Jóni hvernig komið var. Jón bjóst þá til ferð-
ar með honum til að reka á eftir kúnni. Þegar þeir kornu að keldunni
spyrnti kýrin við fótum og vildi ekki yfír, hvernig sem Bjössi togaði og
Jón ýtti og sló í hana. Að lokum lét þó kýrin sig og stökk yfír kelduna. Þá
hrópaði Bjössi: „Sá verður að vægja sem vitið hefur meira.“
Bjössi eða Bjössa mína eins og hann kallaði sig sjálfur var síðasti niður-
setningurinn í Svínavatnshreppi. Hann var þroskaheftur á sál og líkama
en samt ekki alls varnað. Síðast var hann í Tungunesi og Asum og lést
um 1953.
Ætla má að þeir Jón og Bjössi hafí farið með kúna til nautanna í
tarfagirðingunni. Þegar þangað kom var ekki vandræðalaust að hafa frið
til að velja rnilli bolanna. Svartiboli taldi sig hafa forgang þar sem hann
bar höfuð og herðar yfir hina og kúskaði þá svo að þeir stóðu jafnan
álengdar meðan sá Svarti lauk sér af.
Margir, sem komu með kýr, voru svo lnæddir við Svartabola að þeir
voru á hestbaki eða skýldu sér við hestana og héldu í tauminn til að geta
verið nógu fljótir á bak ef boli ætlaði að ráðast á þá. Margir fullfrískir
karlmenn höfðu orðið fyrir barðinu á honum en sloppið naumlega. Fyr-
ir kom að hliðið á girðingunni hafði ekki verið nægilega vel lokað eða
nautin brutu það upp og öll hersingin komst inn á tún í Sólheimum.
Einu sinni, þegar það gerðist, var nýbúið að sæta töðuna á túninu upp og