Húnavaka - 01.05.2004, Page 48
46
H U N A V A K A
bænum. Þar var hann vandlega bundinn með bandi um hálsinn og í
hringinn í miðsnesinu. Ekki var boli sáttur við þessi umskipti og öskraði
hann nótt sem dag svo að varla var svefnfriður hjá fólkinu í bænum. Nú
kenndu margir í brjósti um hann, einkum konurnar en karlmennirnir
töldu hann bilaðan á skapsmunum og kváðu dauðadóm upp yfír hon-
urn, aðeins spurning hvenær tími gæfist til að fullnægja honum.
Fyrir unglinga sem nú töldu sig óhulta fyrir þessum ógnvaldi var freist-
andi að heimsækja hann, fara upp á húsið og kíkja niður um strompinn
til að sjá þetta svarta ferlíki rykkja í böndin, bölva og krafsa. Boli var treg-
ur til að líta upp, ef til vill var hálsinn orðinn liðamótalaus og boginn
niður af því að hnoða fósturjörðina. Það gat stundum þurft að henda
niður dl hans nokkrum torfusneplum dl að fá að sjá blóðhlaupin og tryll-
ingsleg augu hans. Þessi hegðun okkar hefði verið fordæmd af fullorðna
fólkinu ef upp hefði komist en hvað gera unglingar ekki til þess að blóð-
ið streymdi um æðarnar og fá þá rafmögnuðu spennu sem þessu fylgdi.
Haustannir fóru í hönd, smalanir til slátrunar og reksturs fjár í slátur-
hús tóku tvo daga. Þangað fóru allir karlmenn heimilisins til þess að
framvísa lömbunum dl slátrunar og taka á móti slátrunum sem heim átti
að taka.
Eg og annar strákur á sama aldri, Leifur Björnsson, hjálpuðum við að
koma fjárrekstrinum nokkuð á leið en héldum síðan heim og fórum að
leika okkur við bæjarlækinn skammt neðan við bæinn. Ekki höfðum við
verið lengi þarna þegar við heyrum þung hljóð í fjarska eins og jörðin
væri barin með þungurn hnalli. Lækurinn rann í nokkuð djúpu gili sem
við fórum upp úr til að litast um. Sjáum við þá hvar Svartiboli kemur á
hendingskasti niður hólinn með hluta af dyraumbúnaði hússins á herð-
unum og stefnir á okkur.
Við áttum ekki von á neinu góðu af lians hálfu enda ekki lagt neitt inn
fyrir því, svo að eina ráðið var að taka til fótanna og freista þess að kom-
ast til bæjar. Leiðin þangað var um eitt hundrað metrar og á brattann að
sækja. Sennilega hafa fáir á okkar aldri hlaupið hraðar með mannýgt
naut á hælunum, að við héldum, og náð óskaddaðir í húsaskjól. Þegar
þangað kont var hurð snarlega rekin að stöfum. Þá kom í ljós að boli
hafði annað mikilvægara í huga en elta okkur. Kýrnar voru á beit neðar á
túninu svo að hann fór fyrst til þeirra svona til að láta þær vita að hann
væri til taks ef þær þyrftu á honum að lialda.
Þar virtist engin kýrin hafa áhuga á nærveru hans svo að hann hélt til
bæjarins þar sem hann vissi að fólk var að finna. Hann vék ekki þaðan og
skemmti sér við að hnoða og rífa niður torfveggi og ausa þurri moldinni
með hausnum yfir sig. Við þessa iðju sína beitti hann hnýflunum óspart.
Þeir höfðu vaxið með árunum og voru orðnir eins og hálfvaxin nauts-
horn.
I bænum voru bara konur og börn og ekki var hægt að koma boðum
dl næstu bæja svo að umsátursástand ríkti, þar sem konur stjórnuðu af