Húnavaka - 01.05.2004, Page 52
INGIBERGUR GUÐMUNDSSON, Skagaströnd:
O-ja, du mener Kim Laaarsen!
Danmerkurbréf þau sem hér eru birt eru útdráttur úr bréfurn sem voru rituð þeg-
ar ég dvaldi ásamt fjölsliyldunni í námsleyji eitt ár í Danmörku, frá ágúst 2002
tiljúlí 2003. Við bjuggurn í bœnum Taastruþ sem er urti hálftírna akstur frá
miðhæ Kauþmannahafnar.
fíréjin voru skrifuð haustið 2002 til starfsfólks í grunnskólanurn á Skaga-
strönd þar sem ég er skólastjóri. I bréfunum er rætl urn alla heirna og geirna en
rnest reynt að lýsa dvölinni í Danmörku, mannlíjinu, náminu o.Jl. Fjölskyldan
sem kemur við sögu er: Signý kona mín, ég og börnin; Maria, nítján ára, Egill
Orn, Jjögurra ára og Laufey Lind, eins árs.
Fyrsta bréf
Taastrup 9. september 2002.
Góðan daginn - ágæta starfsfólk Höfðaskóla!
Þá er skólastarfið væntanlega komið á fullt og veðrið heima líklega hrá-
slagalegt eins og alltaf þegar sundkennslan byrjar.
Hvernig hefur nýja kennaraliðið það? Er ekki Stella (skólastjórinn)
góð við ykkur? Eg þori varla að nefna skólastjórapottinn og viðveruna,
já, hina frábæru kjarasamninga sem öll vandræði leysa.
Héðan úr Danaveldi er yfirleitt allt gott að frétta og fjölskyldan er byrj-
uð að aðlagast dönskum venjum og siðum. Þó er nú ýmislegt sem er eft-
ir að læra, „að heilsast og kveðja, það er lífsins saga“ var eitt sinn kveðið
en hvort og hvenær segir maður á dönsku t.d. god rnorgen - god dag- dav -
hej- hej, hej eða farvel? Eg er búinn að spá mikið í þetta en ennþá hefur
ekkert samræmi fundist í því hvenær nota á hverja af þessum kveðjum.
Kannski verður maður búinn að læra það um jól.
Hjólreiðamenning
Eins og þið vitið þá er enginn maður nteð mönnum í Danmörku nema
hann eigi hjól og noti það óspart og til marks um það þá hef ég ekki enn
lent í svipuðu umferðaröngþveiti í Kaupmannahöfn eins og er stundum
á Miklubraudnni. Og haldið ekki að gamla settið sé búið að fjárfesta í