Húnavaka - 01.05.2004, Page 54
52
H U N A V A K A
Leikskólinn
Börnin eru búin að vera viku á
leikskólanum. Við vorum búin að
fara í tvær heimsóknir áður og
reyndar vorum \’ið einnig boðin i
sommerfest í lok ágúst þar sem börn
og foreldrar hittust, grilluðu sam-
an og börnin fóru í ýmsar þrautir
á eftir. Þetta var ágætis hátíð, hver
og einn kom með eitthvað að
borða og hægt að kaupa djús og
bjór á staðnum eða koma með
sína eigin rauðvínsflösku, sem og
rnargir gerðu.
Leikskólinn er um margt öðru-
vísi en á Islandi. Honum er skipt í
vuggestue (6 mánaða-þriggja ára)
og börnehave (4-6 ára). Frjálsræði
barnanna er mikið á eldri deild-
inni, börnin koma með nesti með
sér sem sett er í ísskápinn á
morgnana og ef þau eru svöng þá
fara þau bara og fá sér að borða þegar þeim sýnist. Skipulögð dagskrá
virðist lítil heldur er áhersla lögð á leik en starfsfólkið er þó greinilega
alltaf til staðar og virðist fylgjast vel með.
A þessum leikskóla vinna þrír karlmenn, af 10 starfsmönnum og hvað
haldið þið að þeir heiti? Jú - Kasper, Jesper og Jónatan og ég sem hélt að
Kardimommubærinn væri norskur. (Nei, reyndar heitir sá þriðji Niko-
lai) Annars ætlar áhugaleikfélagið í bænum einmitt að sýna Kardi-
mommubæinn í haust, frumsýning í lok október og við Egill Orn
hlökkum mikið til, ætli ég sé ekki búinn að lesa bókina fnnm sinnum fyr-
ir hann og SYNGJA alla söngvana tvisvar.
Afmcelisveisla á leikskólanum
Bisværmen.
Flóamarkaðir
Kræmmer- og Loppe-markaðir eru gífurlega vinsæl fyrirbæri hér, þar
virðist hægt að kaupa allt milli himins og jarðar, meðal annars hefur fjöl-
skyldan fjárfest í tveimur sófum og sófaborði, ágætis hlutum, fyrir tæpar
8.000 íslenskar krónur. Þessir markaðir eru stundum líka fjáröflun fýrir
alls konar félög, meðal annars Lions, og þá eru stundum uppboð.