Húnavaka - 01.05.2004, Page 59
HXJNAVAKA
57
sögðust hafa verið að koma frá jarðarför og þar sem ekki hefði verið nein
erfidrykkja þá hefðu þær ákveðið sjálfar að halda hana. Og þarna sátu
þær í sólinni og hitanum og drukku hvítvín.
Stue t.h.: A fyrstu hæðinni býr Helle Hansen. Helle er aðstoðarskóla-
stjóri í litlum skóla hér í Taastrup sem er sérstaklega ætlaður erfiðum
börnum. Hún er lágvaxin, miðaldra kona sem hjólar alltaf í vinnuna rétt
fyrir níu á morgnana. Hún er með litað, kastaníubrúnt hár og strípur í
hvirflinum, svona eiginlega hálfgerðan hring, eða svo hélt ég þangað til
að kvenpeningurinn á heimilinu fræddi mig um að svo væri alls ekki,
heldur væri liturinn að vaxa úr hárinu og gráu hárin að koma í ljós. En
hún virðist ekkert hafa áhyggjur af þessu því svona er þetta húið að vera
í allt haust og hringurinn í hvirflinum fer sífellt stækkandi.
Helle er ósköp \dngjarnleg kona, hún les Politiken á morgnana áður
en hún fer í vinnuna og lætur hann svo ganga til nágrannanna á efstu
hæðinni og svo fæ ég blaðið seinni partinn. Hagkvæmt, ekki satt?
1. sal t.h.: A annarri hæð búa Signý, Ingibergur og börn. Þau eru ný-
flutt í íbúðina og ætla bara að vera eitt ár í Danmörku. Þau hafa íbúðina
á leigu.
Leigusalinn er arabi, Tariq Mahmood að nafni, sem er nýfluttur úr
íbúðinni og býr nú í raðhúsi stutt frá. Þegar hann bjó hér í íbúðinni með
konu sinni og þremur börnum voru þar líka tengdamóðir hans og tv'eir
bræður svo það hefur verið nokkuð þétt setinn bekkurinn.
En þrátt fyrir allt þetta fullorðna fólk hefur uppeldi barnanna verið
svona og svona. Að minnsta kosd þótti nágrönnunum nóg um þegar þeir
kvöld eftir kvöld máttu þola hávaðann í börnunum fram á nótt og eitt
kvöldið, þegar hávaðinn gekk fram úr hófí, missti einn nágranninn þol-
inmæðina, fór fram og bankaði. Húsbóndinn kom til dyra og nágrann-
inn fór að kvarta. ,Já, komdu bara inn og skammaðu krakkana“ var svarið
og nágranninn varð auð\dtað kjaftstopp.
Það er einnig greinilegt að myndlist hefur verið í hávegum hjá fjöl-
skyldunni sem bjó í íbúðinni áður því þegar Signý og fjölskylda fluttu inn
voru blýants- og pennateikningar á víð og dreif í íbúðinni þrátt fyrir að
búið væri að málayfir stærstu myndverkin. Uppi í loftinu í barnaherberg-
inu, á dyrakörmum, inni í skápum og hvar sem því varð við komið eru
myndverk (lesist - krass) eftir blessuð börnin.
En þetta átti að vera um núverandi ábúendur svo við skulum snúa okk-
ur aftur að Signýju, Ingibergi og fjölskyldu. Húsbóndinn er skólastjóri í
litlum skóla á Islandi og segist vera að stúdera ledelse í Danmörku en
sannleikurinn er samt sá að hann er aðallega að kynna sér danska bjór-
menningu.
2. sal t.h.: A þriðju hæð búa hjónin Sigrún og Finnur Sveinsson. Þau
eru hin vinalegustu hjón, um sjötugt. Sigrún er Þingeyingur, fædd og
uppalin á innsta bænum í Bárðardal, dóttir Kára Tryggvasonar barna-
bókahöfundar. Finnur, eða Finn Rasmussen eins og hann heitir upphaf-