Húnavaka - 01.05.2004, Side 60
58
H U N A V A K A
lega, er Kaupmannahafnarbúi, fæddur í Istedgade, fyrir tíma klámbylgj-
unnar.
Þau hjón kynntust á sjötta áratugnum og bjuggu fyrst hér í Danmörku
en fluttust svo upp úr 1960 tíl Islands. Finnur er útvarpsvirki og vann fyrst
hjá Heimilistækjum en setti í aukavinnu upp loftnet fyrir þá sem vildu
sjá Kanann. Þegar íslenska sjónvarpið var sett á fót þá fór hann að vinna
þar uns þau fluttu aftur til Danmerkur er honum bauðst starf hjá danska
sjónvarpinu. Þar vann hann síðan þangað til hann fór á eftirlaun.
Þegar þau hjón bjuggu á Islandi sótti Finnur um íslenskan ríkisborg-
ararétt og fékk hann en ekki fyrr en eftir nokkurt þóf. Hann mátti jú
hvorki heita Finn né vera Rasmussen, það var ekki nógu íslenskt. Það var
svo sem auðvelt að breyta Finn í Finnur en það var verra með eftirnafnið,
þetta með rassinn hljómaði ekki nógu vel. Svo hann tók það ráð að verða
Sveinsson því að pabbi hans hét Sven.
Þetta var nú allt saman gott og blessað en Finni fannst það dálítið
skrýtið að meðan hann gekk á milli ráðuneyta til að reyna að fá íslenskan
ríkisborgararétt og var þar á ofan neyddur til að breyta nafninu sínu að
þá voru allir þeir sem hann hitti annað hvort Möller, Ziemsen, Schram,
Scheving, Hafstein, Thorsteinsson, Thoroddsen eða álíka að eftirnafni.
En hann mátti ekki vera Rasmussen. Það var ekki nógu íslenskt.
Svo vona ég að veturinn heilsi ykkur vingjarnlega. Megi ykkur ganga
allt í haginn, bæði í skóla og heima. Okkar allra bestu kveðjur.
Ingibergur
Ps. Signý og María lentu heldur betur í ævintýri í dag. Þær eru á ljósmyndanám-
skeiði og fóru niður í bæ til að taka ntyndir. Þær stoppuðu fyrir utan eitthvert hús til
að taka rnynd af því. Fyrir framan húsið var bíll og allt í einu stökkva út tveir ungir
menn, líklega Tyrkir, sem öskruðu á þær og spurðu hvers vegna þær væru að taka
mynd af þeim. Þær þóttust ekkert skilja en flýttu sér inn í bílinn og óku burt. En
Tyrkirnir voru ekki sáttir við það heldur eltu þær um allan bæ og þær sluppu ekki
fyrr en þær óku yiir á hálfrauðu ljósi. Heim komu þær dauðskelkaðar og nú verða all-
ar hurðir þrílæstar í nótt.
Þriðja bréf
Taastrup, að kvöldi 17. desember 2002.
Ágæta starfsfólk Höfðaskóla!!!
Jæja, þá eru jólin í nánd, jólin með frásögninni um blessaðan guðsvol-
aðan manninn sem fæddist í jötu og dó fyrir okkur öll, jólin með sínum
hoðskap um frið ájörðu, jólin sem eru hátíð ljóssins, jólin með öllum
jólasveinunum, jólagjöfunum, jólakortunum og jólahátíðarmatnum. Já,