Húnavaka - 01.05.2004, Side 63
HUNAVAKA
61
allt í lagi NEMA þegar sonurinn á bænum fer með þá í göngutúr klukk-
an 6 á morgnana, þá brosir Ingibergur ekki.
Það verður að viðurkennast að þetta er dálítið sérstök fjölskylda. Hús-
bóndinn þótti nokkur sérlundaður og einþykkur en samt voru engin sér-
stök vandamál í stigaganginum hér fyrr á árum. Hann hafði hins vegar
mikinn áhuga á Egyptalandi og eg)'pskri menningu og fyrir 10 árum fór
hann í pílagrímsferð til landsins með einhverri danskri ferðaskrifstofu.
Einhver ruglingur var hins vegar á ferðaáætluninni og þegar húsbónd-
inn, sem kornið hafði alla þessa leið til þess að sjá Keops pýramídann,
var allt í einu kominn að einhverjum allt öðrum og ómerkari fornminj-
um þá reiddist hann illa. Hann settist niður í eyðimörkinni og harðneit-
aði að hreyfa sig fyrr en leiðsögumaðurinn lofaði að fara með hann að
Keops pýramídanum. Það gat aumingja leiðsögumaðurinn alls ekki og
því sat minn maður sem fastast.
Sól var í heiði og hádagur en ekki skyldi húsbóndinn láta sig og að
lokunt fór svo að blessaður maðurinn fékk sólsting og hitaslag og dó
þarna drottni sínum. Og aldrei fékk hann að sjá Keops pýramídann sinn,
að minnsta kosti ekki hérna megin.
Börnin, sem eru um tvítugt, strákur og stelpa, eiga að því er virðist
ansi bágt. Þau hafa lent í eiturlyfjum og eiga greinilega í miklum sálræn-
um erfiðleikum, að minnsta kosti strákurinn (sem að nágrannarnir full-
yrða að sé I0sedreng). Þau eiga það dl að fara að spila mjög háværa tónlist
hvenær sólarhringsins sem er, brjóta rúður hjá nágrönnunum, skella
hurðum og skemma og öskra og þá glymur vel í blokkinni.
Þetta hefur stundum farið fyrir brjóstið á nágrönnunum, þeir hafa
kvartað við lögregluna sem auðvitað gerir ekki neitt í málinu og móðir
þeirra blessunin skilur ekkert í því að nágrannarnir skuli leggja aumingja
börnin hennar í einelti.
Síðast fyrir hálfum mánuði þá tók drengurinn sig til á föstudagsefdr-
miðdegi og byrjaði að spila mjög háværa rokktónlist. Því næst kom hann
reglulega fram á stigaganginn, öskraði fúkyrði út í loftið að nágrönnun-
um sem ekki voru einu sinni á ganginum, fór svo inn til sín og skellti
hurðinni svoleiðis á eftir sér að blokkin nötraði. En ef einhver nágrann-
inn reyndi að fara að tala við hann þá hljóp hann inn til sín eins og
hræddur héri og opnaði ekki þótt bankað væri. Þannig gekk þetta fram
yfir miðnætti en þá fór loksins að sljákka í honum.
En svo er þetta hinn ljúfasti drengur að sjá þegar maður mætir honum
dagsdaglega.
1. sal t.v.: A næstu hæð, beint á móti okkur, búa A. Larsen og P.
Daumsgárd. Þetta er fólk um sextugt en hafa bara búið saman í fáein ár.
Hún er sjúkraliði og vinnur við það en hann er gamall uppgjafabóndi
frájótlandi, alltaf að reyna að selja jörðina en gengur hægt og það er
ekki á hreinu hvað hann vinnur hérna megin Stórabeltis. Að minnsta
kosd vita nágrannarnir jrað ekki en halda að hann sé sölumaður því að