Húnavaka - 01.05.2004, Page 69
HUNAVAKA
67
horfínn og örugglega dauður einhvers staðar úti í skurði. Öll þessi íyrir-
höfn og útgjöld verið til einskis.
Eftir norðlenskan morgunverð á þorra fóru Isfirðingar að taka saman
pjönkur sínar og búast til ferðar á ný. Að lokum supu þeir úr kaffibolla
með þeim hjónum, Hönnu og Sigurgeiri, og þökkuðu þeim alla hjálp
og greiðasemi, síðan var kvatt og farið. Það var þó fremur þungt yfir
mönnunum sem þarna voru að snúa til baka vestur á Isafjörð eftir þessa
árangurslausu ferð. Þar að auki var orðið þungt í lofti og veðurspáin ekki
góð.
I Stekkjardal færðist allt í sitt fyrra horf og þar með talið að hjónin
fengu sér sinn síðdegislúr. Þegar þau höfðu lúrt um stund heyrðu þau
Birtu gelta úti.
Jú, jú, allt í lagi með það. Hún geld svo sem stundum út, en var hún að
klóra í hurðina? Þá bar eitthvað nýrra við. Jú, hún var að klóra. Þau risu
upp, fóru fram og opnuðu dyrnar. A stéttinni stóð Birta eins og þau
væntu en hún var ekki ein. Með töluverðu stolti horfði hún á Gerplu sér
við hlið, eina hvolpinn sem enn var eftir. Þær voru báðar blautar og
skítugar eins og Birta hafði sjálf verið í gær en var það ekki bara allt í
góðu lagi?
Birta sagði frá á sinn hátt.... I gær þegar hún komst að því að þessi litla
dóttir hennar, sú eina sem eftir var, ætd að fara í burtu, hafði henni tek-
ist að koma henni fyrir á öruggum stað þar sem hún fannst ekki þótt leit-
að væri. Nú þegar hættan var liðin hjá var hún komin með Gerplu lieim
aftur.
Hvað varðar móðurásdna um leit og fyrirhöfn, dýra jeppa og erfiðar
vetrarferðir eða óhreina og blauta feldi? Hreint ekki neitt. Hún er langt
yfir allt slíkt hafin.
Það er ekki venja í Stekkjardal að hafa hunda í eldhúsi en nú voru
þessar tvær blautu og óhreinu hetjur boðnar velkomnar þangað inn og
ekki við neglur skorið það sem á skálarnar var látið.
Var annars einhver, einhvern tíma, að tala um skynlausar skepnur?
Skráð í apríl 2003 eftirfrásögn Jóns Sigurgeirssonar.
Sást í Vatnsdal
Vetnr góður. Vor hart. Sumar votsamt, gras lítið, heyaðist mjög lítt. Kom snögg hláka
og ofanfall fimmta í jólum; urðu vatnsflóð mikil fyrir norðan land. Drukknaði maður
í Vatnsdalsá í Vatnsdal. Sást í Vatnsdal í lofti um morguninn þann 5. desember kross
allur með blóð.
Skardsárannáll 1623.