Húnavaka - 01.05.2004, Síða 71
HÚNAVAKA
69
sextánda vetri er ég kom sem vinnukona til foreldra hans. Þeir voru báö-
ir á lífi þá en nú er aðeins tengdamóðir mín á lífi. Hfm er þó að mestu
rúmliggjandi en getur aðeins dundað við að prjóna einn og einn sokk.
Hrafn heitir maðurinn og nafnið hæfir honum svo sannarlega vel.
Hann segist vera að vestan. Eg verð rjóð í kinnum er hann stendur upp
og réttir mér höndina og kynnir sig. Eg stama eins og ungmey en ekki
ráðsett kona og rétt kem út úr mér að ég heiti Guðrún og býð hann vel-
kominn til okkar. Sveinn maðurinn minn er skrafhreifinn við gestinn og
spyr frétta. Hrafn hefur djúpa og fagra rödd. Sveinn er með frekar
skræka rödd en ég hef vanist því eftir sjö ár á þessu heimili og þar af
fimm sem kona hans. Nú finn ég meira til þess að röddin í honum er
mjög þreytandi.
Sigurlín, vinnukonan, kemur inn og heilsar Hrafni, hún er líka afar
skrafhreifin og er eins og hún hafi alltaf þekkt gesdnn. Ekkert er hún
feimin enda alltaf verið forvidn fram úr hófi og spurul. Eg læt mig hverfa
og fer fram í búr að sýsla eitthvað en veit samt ekki hvað ég á að gera, ég
er eitthvað svo undarleg. Merkilegt hvaö Hrafn, alveg ókunnugur maður,
hefur mikil áhrif á mig. Hann er snoturlega klæddur, ég hef aldrei séð
neinn í svona fatnaði og skórnir eru frekar undarlegir, ekki beint eins
og sauðskinnsskórnir okkar. Hann er í fallega grænni treyju og brúnum
buxum og einhvers konar jakka utan yfir sem er líka brúnn, svo er hann
svo hreinn. Sveinn er oft frekar óhreinn og fer það ekki vel í mig. Eg ræð
bara litlu um hvernig hann gengur dl fara. Sjálfsagt kemur það til af því
að hann fékk alltaf að ráða sér mikið til sjálfur. Foreldrar hans, þau Jón
og Helga, voru orðin svo fullorðin þegar Sveinn loksins kom inn í líf
þeirra að þau létu allt eftir honum. Það þarf nú ekki alltaf að vera með
þetta þvottavesen, segir hann. Fötin slitna bara af því.
Sigurlín býr um Hrafn í rúminu í baðstofunni sem tilheyrði fyrrver-
andi vinnumanni. Hún masar og masar, segir Hrafni hve leitt það hafi
verið að Bjarni, svona mikill ágæds maður, hafi þurft að fá lungnabólgu.
Hann bara kunni ekki að klæða sig eftir veðri. Að álpast svona illa klædd-
ur út til að athuga með skepnurnar í þessu líka vatnsveðri. Hún nefnir
ekki að Sveinn sendi hann og leyfði honum ekki að búa sig betur, rak
hann bara strax af stað. Bjarni var marga tíma að smala saman kindunum
og leita þær uppi. Það var kalt þann dag og rigning sem breyttist í slyddu
er leið á daginn.
Dagarnir líða, það er kornið haust. Hrafn kom til okkar í byrjun sum-
ars. Hann hefur verið duglegur að slá með manninum mínum. Sigurlín
er oftast úti á engjum með þeim, mér finnst betra að vera heima við. Eg
lít til með Helgu sem verður sífellt meiri vesalingur. Satt að segja þá er ég
hrædd að vera nálægt Hrafni. Hjartað í mér tekur aukaslög þegar hann
horfir á mig þegar ég færi fram matinn og ég hitna í kinnum. Eg er far-
in að vera athugul um fatnað minn og reyni að vera eins vel til fara og ég