Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 72
70
H TJ N AV A K A
get og greiði og flétta hárið á mér oft á dag. Sem betur fer tekur Helga
ekkert eftir þessu veseni í mér með hárið. Hún mókir mestallan daginn.
Eg reyni mitt besta til að henni líði vel, þvæ henni um andlit og kroppinn
og reyni að hlúa að henni sem allra best.
Helga var mér afar góð þegar ég kom sem vinnukona til þeirra Jóns.
Jón var aftur á móti með sífelldar aðfinnslur. Eg var svo fegin þegar hann
vaknaði ekki aftur einn morguninn. Helga var eins og amma mín bless-
unin, enda er hún á svipuðum aldri, en amma dó þegar ég var á tíunda
ári. Eg man samt vel eftir ömmu, hún var svo góð við okkur krakkana
heima. Við vorum mörg systkinin, engin leið að hafa okkur heima eftir
að við urðum stálpuð og hægt að nota okkur eitthvað við vinnu. Þá vor-
um við send í vinnumennsku á aðra bæi. Elsti bróðir minn átti að taka
við kotinu og jörðinni. Eg fékk þó að vera lengi heima við, liugsanlega
vegna þess að ég var alltaf frekar hlédræg og mamma hélt mikið upp á
mig.
Sveinn þarf að fara á hreppsnefndarfund, hann verður nokkra daga
að heiman. Sláturtíð og öðrum þeim önnum er lokið svo að fundurinn á
að vera núna þessa vikuna. Eg reyni að telja hann á að vera vel til fara,
segi að ég verði álitin léleg húsmóðir ef hann sé ekki hreinn og í góðurn
fötum. Þótt við séum ekki talin rík þá höfum viö aldrei þurft að svelta né
hefur okkur skort klæði.
Hrafn er heima viö, hann er að dytta að hinu og þessu, laga áhöld sem
hafa gengið úr sér síðustu árin. Hann er afar handlaginn, allt sem hann
gerir leikur í höndunum á honum. Sigurlín þjónar honum, hún þvær
fötin hans og segir að þau séu úr undarlega ofnu bandi. Þau eru svo
mjúk, segir hún oft og iðulega. Hann hefur ekki mikið með sér en samt
á hann alltaf til skiptanna og virðist geta verið vel og hlýlega klæddur eft-
ir því hvernig veðrið er. Annað en auminginn hann Bjarni skinnið.
Eg er að sýsla eitthvað í búrinu, Hrafn kemur inn og fer að spjalla um
hvað maturinn sé alltaf vel útiládnn hjá mér og hve gott brauð ég baki.
Eg roðna yfir þessu hóli og kem varla upp orði, hjartað í mér berst um.
Allt í einu leggur hann liönd sína á öxl mér, höndin er heit og þung, ég
finn vel fyrir henni. Guðrún, þú ert svo indæl kona, segir hann og horf-
ir með dökku augunum sínum á mig, svo er eins og hann ráði ekki við
sig lengur, hann þrýstir mér að sér. Eg verð máttlaus en megna ekki að
andmæla, hjartað berst svo hratt, það hlýtur að springa, það suðar í eyr-
um mér. Hann kyssir mig, það er svo gott bragð af vörum hans, eins og
hann hafi borðað hvönn. Eg ræð ekki við mig, ég vef örmum utan um
hann, þrýsti mér að honum, ég sem þekki hann ekki neitt, ég sem hef
aldrei faðmað mann. Hvað hefur komið yfir mig?
Hve lengi \ið vorum í faðmlögum veit ég ekki en allt í einu heyri ég að
Sigurlín er að koma. Hún hefur aldrei læðst neitt um, sem betur fer,
hugsa ég núna. Eg hrekk frá Hrafni og veit ekkert hvað ég á af mér að