Húnavaka - 01.05.2004, Qupperneq 75
H Ú N AVA KA
73
alla bæi þar. Nei, enginn svona maður þar, segir hann. Þeir eru allir
meira og minna ljósir á hörund þar og skolhærðir. Enginn svona dökkur
þar svo að hann muni eftir.
Helga tekur eftir því, einn daginn er hún vaknar upp úr móki sínu að
ég er orðin þéttari að framan en ég hef verið. O, elsku Guðrún mín, er
nú loksins fjölgunarvon hjá þér, segir hún og brosir sínu breiðasta, síðan
hverfur hún aftur í sitt sama mók.
Eg hef verið svo miður mín síðan Hrafn fór að ég hef bara sinnt mín-
um skyldum eins og væri ég svefngengill. Eg reyni samt að liarka af mér.
Sveinn tekur ekkert eftir neinu, hann kemur alltaf upp í dl mín þegar
tungl er fullt.
Sveinn tekur allt í einu líka efdr hvað ég hef fitnað. Hann fyllist ofsa-
gleði enda veit hann hvað er á seyði. Eg skynja það ekki strax. Ekki fyrr
en ég finn að það er sem eitthvað hreyfi sig inni í mér. Það getur ekki
verið, er guð að senda mér barn, ég verð aftur svo glöð inni í mér. Loks-
ins hef ég eitthvað annað að hugsa um heldur en Hrafn.
Um miðjan júlí fæðist hann, augasteinninn minn, hann er með kol-
svart hár, dökkur á hörund og svo fallegur. Eg er í sæluvímu og Sveinn er
afar stoltur af syni okkar. Helga náði að sjá barnabarnið sitt en dó
nokkrum dögum seinna sæl og glöð, ætt hennar dó ekki út. Sveinn vill
að sonur okkar verði skírður Jón Helgi og ég er honum alveg sammála.
Ráfuðu þau á gaddinum
Ái ið 1783 kom vetur snemma og varð hinn harðasti. Hross voru mörg og stóðhross á
heiðum, því ei var vanalegt að ætla þeim hey eða hjúkrun, hversu mikið moð eða úr-
gangur af heyjum sem féll til árlega. Var það brennt eða borið í hauga eða borið í ár
og læki. Nú ráfuðu þau á gaddinum og féllu svo loks af hungri og hor og nteðfram
fyrir brunahörkur og hríðar, öll fyrir utan þau sem eigendur hirtu og lifðu sem mest
á mykju eða við sáralítið fóður er aðrar skepnur gátu ei notað.
Fjöldi búenda varð hrossalaus. Þó áttu fleiri í Svínavatns- og Hlíðarhreppum nokk-
ur hross og fyrir það varð ei mannfall í þeim yfir hér um bil 4 manneskjur í sókn fyr-
ir utan farandi fólk er féll hvar sem komið var, úti og inni, líkt og hrossin. Til dæmis
má taka að frá Grund í Svínadal hurfu 5 hross frá húsi og hröktu og fundust beina-
grindur af þeim hjá Olafsvörðu á Sandi sumarið eftir. Einstök hrossaeign þótti þá að
Jón Benediktsson í Sólheimum átti 12 hross fyrir nýtni á heyrusli undanfarin ár. Fað-
ir minn (Bjarni á Brandsstöðum) átti eftir 5 úrvalshesta.
Þeir sem áttu töðufyrningar að mun héldu öllum kúm sínum, hinir ekki, því bæði
fvrir heyleysi og liðaveiki varð að lóga þeim. Þó áttu flestir eftir eina eða fleiri. Sauð-
fé kolféll hjá allmörgum, svo það þótti mest fjáreign hjá Pétri á Geithömrum 39, á
Kúlu 27.
Brandsstadaannáll.