Húnavaka - 01.05.2004, Page 80
78
HUN AVA K A
Bríkin, þar sem hellirinn
er, er í gilinu vestanvert við
Alftaskálará, Haukagilsmeg-
in. Eg hafði séð að það var
eins og rönd utan eftir berg-
inu í Bríkinni og datt mér í
hug að eftir henni mætti
komast suður í bergið. Brík-
in er ranahryggur niðri í gil-
inu, byrjar sá rani þegar
kemur ofan fyrir gilbarminn,
nær því miðja vega frá gil-
barminum til árinnar. Fyrst
er grashryggur, nokkuð bratt-
ur niður, svo er klettahaus
framan í rananum með
standbjörgum út og suður en
örmjórri skeið norðan frá og
suður í bergið. Frá henni er
standberg niður að ánni sem
er með dimmum og djúpum
hyljum. Við suðurenda skeið-
arinnar er slétt berg upp og
niður. Sunnan við hrygginn
fellur Grafarlækur ofan í ána. Bríkarhellir. Ljósm.: BjörgHelgadóttir.
Hann kemur utan og ofan úr
Grafarflóa. A litlum stalli
sunnan við hann í gilinu er Ystasel sem hefur verið selstaða frá Haukagili
í gamalli tíð.
Svo sem tveim föðmum frá skeiðarendanum, sem fyrr getur, er örlítill
slakki en hærra uppi í berginu hellisopin t\'ö og berghaft á milli þeirra.
Opin eru með því nær réttum hornum og minna á opnar dyr á húsi. Þau
eru lítið eitt neðar en í miðju berginu eða Bríkinni en slétt berg frá þeirn
niður í dimman hyl í ánni. A móti Bríkinni eru sem fyrr segir, Blásenda-
björg, hæstu klettarnir í öllu gilinu, miklu meira en 100 faðmar á hæð.
Hellisopin í Bríkinni sjást hvergi nerna af þessum björgum. Aldrei nær
sól að skína í þau nema litla stund fyrir hádegi því að gilið er þröngt og
hellirinn veit móti austri.
Við Þorsteinn komum norðan að bríkinni og byrjuðum að fikra okkur
suður örmjóa skeið og komumst eftir henni á enda. En þá varð ekki
lengra komist suður á við. Hellisopin lágu svo sem þremur föðmum
hærra í berginu, upp af örlitlum slakka, eins og fyrr segir. Ég varð að
reyna að klifra á ská í bergið fyrir utan og neðan opin. En af bannsettri
forvitni eftir að komast í hellinn hugsaði ég ekki um það að ég yrði að