Húnavaka - 01.05.2004, Page 90
88
HUNAVAKA
mættu þar grennra járni er Iá á borðrenningi er tengdi rimaenda sleð-
ans. Sívalir teinar gengu í gegnum meiðann þveran við hverja rim og
fasttengdu drögin. Oflugir járnkrappar voru skrúfaðir að minnsta kosti
beggja megin á fremstu og öftustu rim og niður á sleðameiðana innan-
verða til þess að varna því að meiðarnir skekktust eða leggðust flatir und-
an þunga ækisins.
Til var önnur gerð sleðanna, léttbyggðari og þótti fallegri. Hún fólst í
því að í stað þess að meiðarnir væru heilir, byggðist hann upp af stuðlum
í sama formi og rimlarnir er voru tengdir með viðarlista bæði að ofan
og neðan. Aðurnefndir boltar gengu þá lóðrétt í gegnum stuðlana og
tengdu þá við járnin að ofan og neðan eins og áður er sagt. Þessi síðari
gerð sleðanna var vandsmíðaðri en þótti skemmtilegri.
Báðar framangreindar.gerðir sleðanna voru tengdar við aktygi hestsins
með kjálkum úr góðurn viöi. Kjálkarnir voru tengdir við sleðann að fram-
anverðu með nokkurs konar hjörulið er mætti auðveldlega hæðarbreyt-
ingu á ójöfnu landi og varnaði því nokkuð að sleðinn rásaði sitt á hvað í
dráttarstefnunni. Rétt er að geta þess að í upphaflegri notkun sleðanna
hafi Jjeir verið tengdir við hesdnn með taugum. Það hafði að sjálfsögðu
þann ókost að ef leiðin lá undan halla landsins rann sleðinn á dráttar-
hesdnn.
Eftir að vélknúin dráttartæki komu til sögunnar, til dæmis við heyöfl-
un, voru sérsmíðaðir sleðar notaðir til flutnings bæði á votu og þurru
heyi. Slíkir sleðar voru handhægir til flutnings á votu nýslegnu grasi á
þurrkvöll og ekki síður þurru heyi til heystæðis, til dæmis af túnum. Var
þá dráttaraflið, hvort sem um hesta eða vél var að ræða, látið draga
heysætið - galtann - upp á sleðann og síðan af honum upp í heystæðið,
hvort sem J^aö var tóft eða hlaða. Varð við þetta mjög rnikill afkastaauki
samfara minna erfiði fyrir manninn.
Heysleði þurfd að sjálfsögðu að vera breiðari en ísasleðarnir og gerð-
ur fyrir taugadrátt tveggja eða þriggja hesta með viðeigandi hemlabún-
aði. Aukameiður var undir slíkum sleðum miðjum dl þess að varna Jrri að
ójöfnur undir sleðanum tækju upp í rimar hans. Þessi þriðji meiður sleð-
ans var mjórri en aðalmeiðarnir og nam ekki við jörð nema ójöfnur yrðu
fyrir sleðanum. Slíkir sleðar flutu yfír ótrúlega þýft og óslétt land.
Þriðja sleðagerðin þekktist lítillega, gerð til fólksflutninga. Verður hér
vitnað til sleða er Jón S. Pálmason bóndi á Þingeyrum mun hafa flutt inn
frá Danmörku eða Noregi, á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Var sá sleði
léttbyggður með upphækkuðum tveimur sætaröðum auk sætis fyrir
stjórnandann. Voru sætin og bök hans bogadregin til þess að veita far-
þegum öryggi og stuðning og bólstruð með Ieðuráklæði. Sérstakur drátt-
arbúnaður og aktygi með hljómmiklum bjöllum fylgdi þessum sleða.
Hann var ekki notaður nema á ísum eða svelluðu sléttu landi og hestur-
inn ládnn hlaupa þar sem skilyrði voru hagstæð dl þess að bera sig fljótt
yfir.