Húnavaka - 01.05.2004, Page 91
HUNAVAKA
89
Óneitanlega hefur þessi búnaður sleða vakið athygli og varla þótt sæm-
andi annað en að hestur, sem drægi slíkan sleða og bæri skrautleg ak-
tygi, væri bæði fallegur og vel til hafður og farþegar búnir samkvæmt því.
Enginn efi er á því að fyrirmyndin að framangreindum búnaði hefur ver-
ið erlend enda sleði þessi í daglegu tali nefndur „Kaninn". Astæða er til
að geta þess að sleðafæri liggur svo að segja til allra átta frá Þingeyrum
þegar láglendi og vötn í héraðinu eru ísi lögð.
Heimildarmaður að þessari lýsingu og frásögn er Jósef Magnússon
bóndi í Steinnesi en hann bjó um miðja síðustu öld á Þingeyrum sam-
hliðajóni S. Pálmasyni. Hann segir að slitur af sleðanum og aktygjunum
hafi verið til fram eftir síðari hluta tuttugustu aldarinnar.
Isasleðarnir voru ákaflega góð flutningatæki hvort sem um lengri eða
skemmri leiðir var að ræða, þar sem þeim var viðkomið, til dæmis við
þungaflutninga úr kanpstað og ef flytja þurfti hey að vetrinum. Var hey-
böggunum hlaðið á sleðana svo sem mest var hægt. Yrði háfermi á sleð-
anum skapaðist við J}að yfirvigt er orsakaði hættu á að sleðinn færi á
hliðina. Við því sáu Skagabændur er þeir sóttu hey upp í Skagaheiðina
að vetrinum með því að tengja tvo sleða saman hlið við hlið ogjafnframt
dráttarhestana. Heimildarmaður að þeirri frásögn er Sveinn Sveinsson
bóndi á Tjörn í Skagahreppi en skrásetjari þessarar frásagnar heyrði
aldrei getið um þá aðferð í Vatnsdalnum heldur hitt að sleðahestarnir
væru samtengdir í lest og þó ekki fleiri en tveir saman.
Vert er að greina sérstaklega frá notkun sleðanna við heyflutninga að
vetrinum. Svo snar þáttur sem þeir voru í störfum þeirra mörgu skepnu-
eigenda er sóttu heyskap um langsægu á grasgefin engjalönd svo sem á
Eylendið í Þingi og flæðilönd beggja megin Vatnsdalsár. Nokkrar jarðir í
Torfalækjarhreppi áttu afmörkuð slægnaítök á Eylendinu, svokallaða
,,-parta“ er báru auk þess nafn eignarjarðarinnar. Jók heyskapur á þess-
um ítökum mjög umfang heyskapar á Eylendinu meðan á honum stóð. I
flestum tilfellum lá heyskaparfólkið við í tjöldum meðan heyjanna var
aflað og forðinn svo hlaðinn upp í galta eða fúlgur til geymslu og síðar
sleðaflutnings er vetur var lagstur að og ísalög komin á ár, vötn og vot-
lendi. Segja má að viðleguheyskapurinn að sumrinu og heyflutningar að
vetrinum hafi mjög sett svip á athafnir þeirra er Jjeim störfum voru háð-
ir og hvort tveggja var óneitanlega erfitt og háð duttlungum veðurs og
vinda.
Minjar liðins tíma
Enda þótt dráttartæki fyrir hesta séu nú að mestu horfin úr notkun og
heyri sögunni til eru enn sýnilegar minjar því tengdar svo sem mikill
fjöldi sýnilegra minja um gömul heystæði á Eylendinu. Þeirra þekktast
mun Eyjabærinn á Þingeyraenginu, austan árkvíslanna, þar sem heyskap-