Húnavaka - 01.05.2004, Page 92
90
H Ú N A V A K A
arfólk frá Þingeyrum bjó yfir heyskapartímann og setti heyið saman til
geymslu þar til það yrði flutt á sleðum heim að Þingeyrum til vetrargjaf-
ar búfjárins.
Eyjabærinn mun hafa átt þá sérstöðu að þar stóðu íveruhús fyrir fólk-
ið meðan heyskapurinn stóð yfír. Voru „sumarhús“ þessi nefnd því frum-
lega nafni Prúnkinborg en ekki er vitað hvernig nafnið er tilkomið.
Hvar voru sleðaslóðirnar?
Þær lágu fyrst og fremst eftir ísilögðum ám og vötnum, votlendi og drög-
um þar sem svell mynduðust. Samfelldasta ísaleiðin í Austur-Húnavatns-
sýslu var og er án efa framan úr Vatnsdal og út að Laxá fyrir neðan
Húnsstaði. Var þá farið eftir Vatnsdalsánni og norðvestur Flóðið að Hóla-
skriðunni vestast og gegnum hana um Tíðaskurðinn norður á Sveins-
staðaengjarnar. Þaðan norður ána fyrir neðan Steinnes um Húnavatn og
er því sleppti norður urn Flatir norður yfír Laxá. Tók þá \dð rudd slóð
út fyrir neðan Hjaltabakka og farið eftir henni allt út að Draugagili en
lengra varð ekki farið með sleðana.
A þýfðu landi voru sleðaslóðirnar gerðar þannig að skorið var ofan af
þúfunum og þeim kastað til hliðar eða jafnað í lautir og slakka og mynd-
aðist við það glögg leið. Sjást þessa glögg merki á sleðaleiðinni frá
Blönduósi upp Klifamýrina og áfram upp á Laxárvatn og þaðan á Svína-
vatn. Slík slóð sást greinilega frá votlendisbakkanum norður frá Stóra-
Búrfelli, þangað til þar var þurrkað með skurðum og hefur nú verið gert
að túni. Þaðan lá slóðin í vestur fyrir norðan Litla-Búrfell, áfram vestur á
Svínavatn. Þannig voru Laxárvatn, Svínavatn og votlendið hinar sjálf-
gerðu sleðaleiðir úr Svínavatnshreppi til Blönduóss.
Sjálfsagt er að geta þess að úr Blöndudal og jafnvel víöar, var farið með
hesta og sleða á Blöndu og eftir henni út á móti Holtastöðum. Þaðan lá
leiðin upp Hólsdalinn fyrir sunnan Kagaðarhól, um Bæjartjörnina eftir
sleðaslóð, norður á Laxárvatn til Blönduóss.
Elsta sleðaslóðin í Austur-Húnavatnssýslu mun að líkindum vera sú er
Asgeir Einarsson lét ryðja frá Hópinu austur að Þingeyrum, fyrir hinn
sögulega flutning á grjótinu í kirkjuna, á sjöunda áratug 19. aldar. Skrá-
setjari minnist að á barnsárum hans í Þórormstungu sást lítillega fyrir
ruddri slóð fram Hólkotsmýrarnar á móti Guðrúnarstöðum sem farin
var til vetraraðdrátta fyrir bæina Hólkot, Kárdalstungu og Vaglir. Slík
vegsummerki geta víöai' verið ef vel væri kannað.
Sagnir eru annars litlar og óljósar um ruddar sleðaslóðir í sýslunni.
Til dæmis eru ekki til merktar sleðaslóðir milli Blönduóss og Skaga-
strandar og þaðan til ystu bæja á Skaga nema það sem Sveinn Sveinsson
bóndi á Tjörn getur um í þætti sínum, Akstursleiðir hestasleða eftir
Skaga. (Sjá bls. 92).