Húnavaka - 01.05.2004, Page 95
H U N A V A K A
93
Nú var komið að Tjarnarflóa og þaðan var að segja mátti samfellt fló-
lendi sem víða bólgnaði upp frá dýjum og keldum og var hin ákjósanleg-
asta akstursleið allt til Fossár. Nánar tiltekið var farið um Tjarnarflóann
skammt neðan bæjarins og inn yfir Osflóa neðan Gullkeldu. Þaðan var
farið um Sauraflóa meðfram Rindakeldu, yfir Kálfshamarsflóann þar sem
hann er lægstur, inn neðan við Nýjabæ og Sviðningstún til Sviðningslækj-
ar, meðfram honum til Sviðningstjarnar og inn yfir liana. Þá var haldið
eftir Bjargaflæðum og meðfram brekkum ofan við túnið á Björgum. Það-
an inn norðan við Ganliól og inn flóann utan við Fossá. Farið var yfir
hann framan við Lækjarásinn og haldið áfram inn yfir Króksselsflóa í
stefnu neðan við Brunahorn og inn yfir Heyvatn.
ínnan við Heyvatn var stórþýft móabelti með staksteinum. Þar höfðu
stærstu þúfurnar verið höggnar niður og ltlaðið upp utan við slóðina dl
leiðbeiningar vegfarendum. Eins voru stærstu steinarnir fjarlægðir úr
akstursleiðinni og sér enn vel fyrir þessu. Ur þessu móabelti lá leiðin inn
með Hvammkotsbruna ofan við Stórhól og niður sunnan við hann ofan
í Hofsflóa. Þaðan var ekið inn eftir Hofs- og Skeggjastaðaflóum og síðan
inn Vatnagötur. fnnst á Skeggjastaðaflóa höfðu stærstu þúfurnar verið
fjarlægðar úr akbrautinni með líkum hætu og innan við Hey\'atn, þannig
að dró til lægðar í slóðinni og svell settist í.
Af Vatnagötum var farið meðfram melunum til Harrastaða. Þá yfir fló-
ann neðan við Háagerðisbergin inn á Finnsstaðamýrarnar, farið eftir
þeim og yfir flóann neðan \ið Móatúnið niður með því til hesthúsa Kaup-
félags Skagstrendinga.
Farið yfir heiði
Frá nyrstu bæjum á Skaga, Asbúðum og Víkum, var stundum farið yfir
heiði sem kallað var. Þá var haldið þá leið, sem að framan er lýst, dl Lax-
árvatns. Þegar þangað var komið var, í stað þess að stefna niður flóann,
farið upp með Laxá fram yfir Klaufarhól, þaðan inn neðst í Ferða-
mannaflóa, inn yfir Bjargaengi og Fossá rétt um Breiðgatnavað. Síðan
var haldið inn Króksselsflóa og fram fyrir Hvammkotsbruna og inn eftir
austanvert við hann. Þá var ekið yfir Brunavatn og Hvammkotsflæði til
Hvammkots, niður sunnan bæjarins og stefnt sunnan við Stórhól. Er
þangað var komið var ækið komið á sörnu leið og lýst er hér að framan.
Það skal haft í huga \ið lestur þessarar lýsingar að hún er miðuð \ið að
komið sé utan frá. Því nota ég orðið inn sem er málvenja hér um slóðir
þegar farið var inn til landsins eða inn með Húnaflóa.