Húnavaka - 01.05.2004, Page 99
H U N A V A K A
97
við sjónum og yfir Svínadalnum í suðri sá í heiðan himininn. Ætli spáin
rætist nokkuð, ltugsaði ég, tók rússneska málfræðibók og hugsaði mér
að glugga í hana mér til skemmtunar. Um leið og ég settist niður og opn-
aði bókina hringdi síminn. A hinum enda línunnar var bóndi vestur í
sýslu, áhyggjufullur vegna einnar kýrinnar í fjósinu.
„Jú, ég held að sé rétt að ég líti á hana,“ sagði ég, eftir að hafa hlustað
á frásögn bóndans af ástandi kýrinnar. „Er annars veðrið nokkuð farið
að versna þarna vestur frá?“ bætti ég við.
„Ekkert að ráði,“ sagði bóndinn.
Við kvöddumst. Já, mér var ekki til setunnar boðið. Eg lagði bókina
frá mér, stóð upp og bjó mig af stað. Bíllinn stóð inni í bílskúr og allt átti
að vera tilbúið til ferðar. Eg hafði lært af reynslunni að liafa alltaf allt til-
búið í bílnurn svo að ég gæti rennt úr hlaði án umhugsunar þegar bráða-
tilfelli bar að, án þess að velta því fyrir mér hvort ég gleymdi nú
einhverju. Þótt ég færi af stað í létta vitjun gat ég verið kallaður þaðan í
ólíklegustu sjúkdómstilfelli og því vissast að vera við öllu búinn. Til von-
ar og vara leit ég á dótið í bílnum áður en ég lagði af stað. Þarna voru
lyfjakassarnir, læknataskan og skurðarverkfærin, allt á sínum stað. Eg bjó
mig vel þó að ég væri ekki sérlega áhyggjufullur vegna veðursins. Eg ætl-
aði að vera fljótur og komast á þorrablódð um kvöldið.
Eg hafði ekki ekið langt þegar byrjaði að snjóa. Reykjanibban sást ekki
lengur og í vestrinu dimmdi. Eg leit á úrið, klukkan var að byrja að ganga
þrjú. Eg fór að reikna í huganum og fannst líklegt að ég yrði svona þrjá
tíma í ferðinni ef ekkert óvænt kæmi upp á. Mér taldist til að ég yrði
kominn aftur á Blönduós klukkan fimm, í síðasta lagi klukkan hálf sex.
Ef ekki kemur vitjun eftir þessa kemst ég á þorrablótið, hugsaði ég.
I fyrstu gekk allt vel en þegar kom vestur í sýslu versnaði veðrið til
muna svo að ekki var um annað að ræða en að aka varlega. Eftír því sem
vestar dró fór ég hægar. Þá var farinn að hlaðast snjór á veginn en áfram
hélt ég þótt hægt færi. Ef veðrið versnaði ekki meira kæmist ég sjálfsagt á
bæinn en annað mál var hvernig mér tækist að komast heint. Eg hafði
reyndar ekki miklar áhyggjur heldur reyndi að átta mig á því hvar ég var
- jú, ég var að fara fyrir Múlann. Þar var oft slæmt, hafði ég heyrt. Dvöl
mín í Húnavatnssýslunni var ekki orðin [tað löng ennþá að ég hefði per-
sónulega reynslu af veðurhamnum undir Múlanum eins og hann gat orð-
ið verstur. Einhvers staðar hérna átti bærinn að vera. Eg rýndi út í
sortann í þeirri von að greina bæjarskilti. Þarna var einhver stöng hægra
megin við veginn, ég kom nær, bæjarskilti, hvað stendur á því? Jú, þetta
var bærinn, ég var kominn.
Mér var tekið tveim höndum þegar ég kom. Bóndinn stóð úti á hlaði
og var farið að lengja eftír mér. Mér var boðið í bæinn til að fá mér hress-
ingu áður en ég færi í fjósið. Eg afþakkaði það og sagðist vilja líta á sjúk-
linginn fyrst. Þetta var vani minn, fyrst vildi ég sinna sjúklingnum, fyrr
gat ég ekki slakað á yfir kaffibolla. KjTÍn var sem betur fer ekki illa hald-