Húnavaka - 01.05.2004, Page 100
98
H U N A V A K A
in en þó var full ástæða til að gera eitthvað fyrir hana. Ég gaf mér góðan
tíma til að skoða kúna, sprautaði hana með viðeigandi lyfjum og afhenti
bóndanum lyf til að gefa henni næstu daga.
Þá var það kaffið. Mér leist reyndar ekki á veðrið, kvaðst þó \ ilja koma
inn augnablik en ég mætti ekki stansa lengi. Osköp var gott að setjast
niður og finna kaffiilminn. Ekki spillti það að borðið var hlaðið dýrindis
bakkelsi eins og gjarnan er títt til sveita. Ekki stoppaði ég lengi fannst
mér - en of lengi.
Ég lagði af stað bjartsýnn á að komast til baka áður en allt yrði ófært.
Ég komst þó fljótlega að því að ég hefði betur flýtt mér meira og sleppt
kaffmu. Mér gekk illa að komast niður afleggjarann vegna hríðarkófsins.
Ég leit á úrið. Klukkan var hálf sex. Um þetta leyti hafði ég hugsað mér
að vera kominn aftur á Blönduós.
Ekki tók betra við þegar niður á þjóðveginn kom. Ég komst hægt
áfram bæði vegna lélegs skyggnis og að mikill snjór hafði hlaðist á veginn
á meðan ég dvaldi á bænum. Oðru hverju rofaði til en snjórinn á vegin-
um var orðinn það mikill að ég gat lítið aukið ferðina þótt birti ögn í
lofti. Nú var svo komið að ég komst ekki nema nokkra metra í einu, þá
varð ég að bakka og gera nýja atrennu í snjóinn. Þannig þokaðist ég
áfram án þess þó að festa bílinn. Þannig leið tíminn; einn tími, tveir tím-
ar, þrír tímar, fjórir tímar.
Þá birti í lofti og ég sá ljós á bæjurn í Víðidalnum. Klukkan var að
ganga ellefu. Nú skánaði færið og skyndilega var ég kominn á auðan veg
nokkru fýrir austan Víðihlíð. Mér létti við þetta og jók ferðina. Allt gekk
nú vel um stund þar til ég kom að skafli rétt austan við sýslumörkin. Enn
einu sinni varð ég stopp. Þegar ég var búinn að berjast í skaflinum í
nokkra stund veit ég ekki fyrr en Range Rover bíll kernur brunandi að
skaflinum. Ég var þá ekki alveg einn í heiminum. Ut úr bílnum stíga tveir
menn og ganga til mín. Hvorki spurði ég þá hvernig á ferðum þeirra
stæði né hvort þeir væru langt að komnir. Með þeirra hjálp komst ég í
gegn. Ekki vildu þeir að ég aðstoðaði þá í gegn né biði eftir þeim, sögð-
ust þeir fara léttilega í slóð mína svo að ég yfirgaf þá og hélt áfram.
Nú var vegurinn nánast snjólaus og ég gat ekið á eðlilegum hraða. Er
ég nálgast Sveinsstaði sé ég að bíll ekur að bænum. Þóttist ég þar þekkja
bíl Magnúsar bónda. Þar bar vel í veiði, nú gat ég að minnsta kosti hitt
Magnús og afsakað við hann fjarveru mína frá þorrablótinu en það var
einmitt hann sem hafði boðið mér þangað. En hvað var hann að gera
heim af miðri skemmtuninni? Mér datt helst í luig að kýr í fjósinu hjá
honum væri að bera. Ég renndi í lilað á Sveinsstöðum og sá á eftir Magn-
úsi inn um fjósdyrnar. Jú, grunaði ekki Gvend, hann fór í fjósið. Kannski
ég gæti orðið að liði, hugsaði ég og fór rakleitt á eftir honum. Þegar inn
í fjósið kom blasti nýfæddur kálfur við mér í flórnum en Magnús var
kominn upp í fóðurgang að gæta að kúnni. Hann var að vonum undr-
andi er ég birtist þarna í fjósinu. Ég útskýrði málið fyrir honum og sagð-