Húnavaka - 01.05.2004, Blaðsíða 101
H U N AVA K A
99
ist ætla að flýta mér áfram, ég væri hvort sem er búinn að missa af þorra-
blótinu enda ekki klæddur til að fara á mannfagnað.
Magnús var ekki á því að sleppa mér í burtu og sagðist geta lánað mér
einhver föt. Eg væri ekki búinn að missa af neinu, það gerðist ekkert fyrr
en maturinn kæmi. Það kom þá á daginn að maturinn var ekki enn kom-
inn að sunnan þó að óðum nálgaðist miðnætti. Þorrablótsgesdr biðu all-
ir sem einn með galtóman maga og þótti súrt að fá ekki þorramatinn.
Ekki var líklegt að þorri blíðkaðist mikið í bráð ef ekki væri hægt að blóta
hann. Magnús fer nú í símann til að athuga hvort honum tækist að fá
fregnir af ferðum þorramatsins. Kallar hann á mig úr símanum og spyr
hvort ég hafi orðið var við bíl á eftir mér. Eg kvað svo vera og sagði hon-
um frá Range Rovernum sem var á eftir mér.
, Já, það stendur heima, þeir voru á Range Rover,“ sagði Magnús. „Þar
var þorramaturinn á ferð. Buðu þeir þér ekki hákarl?"
„Jæja, ég hef þá verið að berjast í skaflinum með þorramatinn innan
seilingar,“ sagði ég við Magnús. „Þú ert heppinn að ég vissi ekki af matn-
um því að þá væri lítið eftir af honum núna.“
Eg sá að Magnúsi létti mjög, maturinn kæmi þá þrátt fyrir allt þótt
seint væri. Komum við okkur saman um það að ég fengi föt hjá Magnúsi
og færi á þorrablótið. Mér fannst þetta góð lausn því að ég var svo sann-
arlega í þörf fyrir góðan mat núna. Skildu svo leiðir okkar um sinn, ég ók
í Flóðvang með þær frétdr að von væri á matnum en Magnús hélt af stað
dl móts við meintan þorramat í Range Rover bílnum. Ekki leið á löngu
þar ul bíllinn með þorramatnum renndi að dyrum á Flóðvangi og glaðn-
aði þá heldur en ekki yfir þorrablótsgestum. Liðu nú næstu tímar á hefð-
bundinn hátt við glaum og gleði. Það var etið og drukkið eins og vera
ber og glens og gaman var flutt af færustu skemmtikröftum sýslunnar.
Gleymdu menn nú harðindum þorra undanfarið og leiddu því síður
hugann að veðurspánni sem reyndir bændur eru þó vanir að gefa gaum
að. Nú átd líðandi stund hug allra.
Um fjögurleytið fór ég að hugsa mér til hreyfings. Ekki voru nein
merki um þreytu á gestunum, það var dansað, sungið og hlegið. Aðal-
skemmtikraftur kvöldsins bað mig um far fyrir sig og konu sína og úr
varð að hjón úr næsta nágrenni við hann komu einnig með. Við vorum
því fimm í bílnum þegar ég ók úr hlaði á Flóðvangi. Veðrið hafði versnað
á meðan á skemmtuninni stóð. Þorri hafði lítið blíðkast \'ið blótið. Fyrstu
kílómetrarnir gengu vel en skyndilega brast á iðulaus stórhríð svo að ekki
sá út úr augum. Nú voru góð ráð dýr. Eg sá ekki glóru og stoppaði bílinn.
„Jæja, hvað eigum við nú að gera?“ sagði ég. „Eg sé ekki annað en að
við verðum hér í nótt ef ekki breydr til.“
Leið nú góð stund, ég reyndi að þoka mér eitthvað áfram en gekk lít-
ið. Tók þá skemmdkraftur sýslunnar til sinna ráða.
„Ég verð að ganga á undan bílnum ef við eigum ekki að vera hér í alla
nótt,“ sagði hann.