Húnavaka - 01.05.2004, Síða 105
BIRGITTA H. HALLDORSDOTTIR, Sydri-Löngumýri:
Einkamál.is
Hún starði á tölvuna. Fertugur karlmaður, brúneygður, brúnhærður,
einn og áttatíu á hæð, með óuppgefna þyngcl. Vill fara á stefnumót, vant-
ar félagsskap, hefur gaman af að fara út að skemmta sér, dansa, hlusta á
góða tónlist og ferðast. Hvað gat það eiginlega verið betra?
Þessi lýsing hefði vel getað átt við hennar fyrrverandi nema persónu-
leikinn virtist vera allt annar. Sá vinnualki hafði aldrei haft tíma fyrir
skemmtanir og ferðalög, hvað þá dans eða tónlist. Líf hennar síðustu
tuttugu árin hafði ekki verið neinn dans á rósuni. Kannski fyrstu mán-
uðina áður en hún varð ófrísk og þau hófu venjubundið lífsgæðakapp-
hlaup, kaup á íbúð, betri bíl, innanstokksmunum sem hæfðu fólki eins
og þeim, síðan stærri íbúð, raðhúsi og síðast einbýlishúsinu sem hafði
verið stór biti að kyngja. Það var kannski ekki von að öðruvísi færi.
Þegar hún hugsaði um lífið sem var að baki sá hún að það var ekki að
öllu leyti slæmt. I upphafi vegar, þegar hún var á átjánda ári, hafði ástin
vissulega blómstrað hjá þeim. Hennar fyrrverandi var algjör sjarmör að
læra viðskiptafræði og hún sjálf í menntaskóla. Sem betur fer fyrir þau
bæði hafði sambandið ekki rústað náminu svo að hann kláraði sína við-
skiptafræði og hún snyrtifræðina sem hana langaði svo í. Auðvitað þurftu
þau bæði að eignast eigin fyrirtæki og það hafði tekist. En að eignast fyr-
irtæki, síðan hús og börn var meira en venjulegir 24 tímar á sólarhring
leyfðu. Þau unnu og unnu uns lífíð varð ein samfelld vinna og róman-
tísku stundirnar voru horfnar í tímaleysi hins daglega lífs. Þau voru góð
saman, unnu saman, skiptust á að vera heima með börnin í flensu eða
tanntöku, allt gekk, en neistinn var kulnaður. Þegar hún hugsaði til baka
hafði þetta verið eitt stórt prógramm spm gekk upp, þau efnuðust, komu
upp börnunum og menntuðu þau. Þau voru líka heppin, unglingsárin
liðu lijá afkomendunum án nokkurs rugls sem skaðaði varanlega. Það
voru í raun forrétdndi á þessum síðustu og verstu tímum.
Skilnaðurinn hafði verið dálítið sár. Ekki það, þau voru bæði sammála
um að þetta væri eina færa leiðin. Þau áttu fátt sameiginlegt lengur,
börnin farin að heiman og bara betra að lifa lífinu út af fyrir sig. Það var
kannski vaninn sem var sárastur. Þessi breyting, að hafa allt í einu aðeins
um sjálfa sig að hugsa, var framandi. Það var ekki lengur þessi rosalega
keyrsla eða pressa á hvern klukkutíma. Hún einfaldlega kunni þetta ekki.
Þau seldu húsið og hún keypti sér huggulega íbúð í parhúsi, hvorugt