Húnavaka - 01.05.2004, Page 106
104
II U N A V A K A
þeirra haföi að gera með risastórt einbýlishús. Hún skipti um bíl, hellti
sér út í endurnýjun á stofunni, fór erlendis til að kynna sér nýjar línur og
gera nýja samninga, stundaði líkamsrækt og reyndi að slaka á í ljósum.
Hún vissi að útlit hennar var mjög gott, miðað við aldur, en það vantaði
eitthvað. Þó að hún og maðurinn hefðu fátt átt sameiginlegt þá var kom-
ið einhvers konar tómarúm sem vinnan og sjálfsræktin \irtist ekki fylla.
Vinkonur hennar reyndu að draga hana út á lífið og á listviðburði. Það
var á vissan hátt gaman en það vantaði samt eitthvað.
Hún starði á tölvuskjáinn. Það var eiginlega undarlegt að hún skyldi
svara þessum einkamálapósti. Manninum hafði litist svona fruntalega vel
á hana að nú stóð til að hittast um kvöldið. Það var brjálæði en samt var
hún spennt. Sjálf vissi hún manna best að stór hluti af einkamálaauglýs-
ingum var til þess eins að fá einn á broddinn og eins voru mörg afbrot
framin eftir kynni á netinu, nauðganir, auðgunarbrot og jafnvel morð.
Samt hafði liana langað að prófa. Það var eitthvað svo saklaust og einfalt
að sitja heima hjá sér við tölvuna og svara pósti. Henni datt auðvitað ekki
í hug að setja auglýsingu sjálf en hún hafði síðustu vikurnar kíkt á nýju
karlana til að vita hvort nokkur væri að auglýsa á hennar aldri. Þessi fer-
tugi gaur virtist eitthvað svo fullkominn að hún þorði varla að hitta hann.
Kannski hugsaði hann það sarna um hana. Hún var líka hrædd um að
standast ekki væntingar. Það var ekkert auðvelt eftir öll þessi ár að fara á
stefnumót. Hvað átti hún að segja? Um hvað talaði maður við bláókunn-
an mann sem maður hafði aldrei séð. Hún brosti með sjálfri sér. Venju-
lega átti hún ekki erfitt með að kynnast fólki eða halda uppi samræðum.
Hún var í virkilegri þjálfun og hafði mjög gott sjálfstraust hvað Jiað varð-
aði en J:>að var bara ekki það sama. Það var annað að fara á stefnumót.
Þessar fáu línur sem Joessi einstaklingur hafði skrifað henni, bentu til
Jaess að hann væri skemmtilegur, fyndinn og jafnvel frumlegur. Eitthvað
sem hún var ekki vön. Það vakti þó óöryggi hennar að vita ekki nafn hans
eða Jyjóðfélagsstöðu. Hann vissi heldur ekkert um hana. Þessi staða skap-
aði óvissu en var samt dálítið spennandi. Kannski var hann tvöhundruð-
kílóa hlunkur sem ók vörubíl. Það lá við að hún skellti uppúr við
tilhugsunina. Hvað með það, þau myndu þá bara ekkert hittast aftur ef
henni félli ekki við hann.
Þau höfðu ákveðið að hittast á veitingahúsi og hvort þeirra sem yrði á
undan myndi setjast við barinn og bíða efdr hinu. Stefnumótið var klukk-
an níu. Þetta var dálítið einfalt og þau ættu ekki að geta farist á mis. Hins
vegar hafði hún hugsað sér að hafa þetta öðruvísi. Hún hafði hugsað sér
að mæta dálítið fyrr, fá hornsæti og sjá þá karlmenn sem kæmu að barn-
um. Þetta var pínulítið óheiðarlegt en hún gat ekki hugsað sér að hanga
á barnum og bíða, kannski kæmi hann ekki eða þá að vinir hennar
myndu sjá liana. Þá væri hún í vandræðalegri stöðu.
Hún tók góðan tíma í að velja sér föt og hafa sig til. Það var dálítið
erfitt. Hún gat á engan hátt ímyndað sér hvernig förunautur hennar